Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 15

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 231 inu,» sagði herra Formann, »Við skulum kom- ast fyrir um það, hvar hún býr. Það er gott Klemm, nú máttu fara.« Dyravörðurinn fór. Ríkisráðið tók í hönd vini sínum. »Þú láir mér það ekki, þó að mér sé ekki sérlega umhugað um það, sem mér finst að mér komi ekki við. Sá tími mun koma, að þú réttir tengdadóttur þinni hönd þína, og þá mun eg fá litlar þakkir fyrir strit mitt.« «Þú mátt reiða þig á, að sá tími kemur aldrei.« «Við erum menn,» sagði herra Formann, »og vitum því ekki, hvaða tilfinningarog hug- arfar ræður fyrir verkum okkar og framkomu eftir tuttugu ár. Eg vildi ráða þér til að láta tengdadóttur þína sigla sinn eigin sjó í friði. Komi sá tími, að hún verði heimtufrek og á- geng við þig, þá getur þú tekið til þinna ráða.« «Alveg rétt! Svo skulum við láta hana eiga sig og fara að tala ögn um drenginn. Svo stendur á, að systir mín vill um fram alt að drengurinn heiti okkar ættarnafni.» «Það stendur einmitt svo á.« «Æ, það er satt, jeg var alveg búinn að gleyma því, Eðmund litli heitir líka Neumann. Systir mín lætur sér nægja -með það, og svo skul- um við fara að borða.» Nokkrum dögum síðar sat Formann ríkis- ruð í skrifstofu sinni og var að velta því fyrir Ser, hvort það gæti nú verið nokkur stórglæpur, Þó að honum yrði á að hafa skifti á fæðingar- skírfeini Eðmunds Neumann og annars Neu- rnanns þar í barnahælinu. Vinur hans, verk- smiðjueigandinn, krafðist þesskonar skírteinis fyrir ^ósturson sinn, og til allrar hamingju var hægt að ná í skírteini annars Neumanns, því að annars hefði verksmiðjueigandinn auðvitað sam- stundis sent barnið aftur, ef hann hefði kom- 's* að ætterni þess. Svo gat farið, að þetta drægi dilk á eftir sér. ^11 til þess að koma í veg fyrir það, samdi he'ra Formann skjal mikið, lét Klemm undir- skiifa það eins og vitni og varðveitti það vel og vandlega í skrifborðsskúffu sinni, þar sem hann var vanur að geyma öll mikilsverð skjöl. »Eg hef flækt mig í miklum lygavef,« sagði hann við sjálfan sig, »og verð víst að Ijúga á- fram þangað til þakið fýkur af húsinujen hrekkur- inn er afbragð — vinur minn fóstrar sonarson sinn. Mér er sama þó sagt verði um gamla Formann, að svo samviskusamur sem hann hafi verið með embættisstörf sín, hafi hann þó verið viðsjálsgripur í þessu máli, — eg þoli það ósköp vel.» Klemm kom inn. Hann var með húslykil- inn í hendinni, eins og einkenni upp á em- bætti sitt. «Klemm, eg þarf að segja þér nokkuð.» «Herra ríkisráð?* «Einhverntíma verðum við báðir hengdir vegna þessa Neumanns-máls. Þú þarft ekki að hlæja að mér, mér er hrein alvara. Þú slepp- ur að líkindum betur, vegna þess að þú varst gintur til þess, en eg fæ víst að sprikla v gálganum.« «Þar skjátlast yður, herra ríkisráð, þér verð- ið einhvern tíma krýndur lárviðarsveig, og þá verður sagt um yður: Herra ríkisráðið er af- bragðsmaður!» III. Sex ár eru liðin frá þeim viðburðum, er getið er um í næsta kapitula á undan. Þegar hingað er komið sögunni, er frú Neumann orð- in eigandi að skrautsölubúð. Sölubúð hennar í Friðriksgötu dró kvenfólkið að úr öllum áttum, viðskiftavinirnjr voru margir og vörurn- ar ágætar. Þessi litla upphæð, sem Formann ríkisráð Iánaði ekkjunni einu sinni hafði ávaxtast ágæt- lega. Hún var orðin vel efnuð og var í tölu- verðu áliti, svo að margir höfðu orðið til þess að leita ráðahags við hana. En hún hryggbraut þá alla. Maður hennar hafði elskað hana innilega og enginn gat kom- ið í hans stað. Hún lifði að eins í endurminn- ingunni um hann og son sinn. Son sinn! Búðarstúlkan hjá frú Neumann,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.