Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Qupperneq 16
232
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
og jafnvel þeir, sem höfðu þekt hana árum
saman, höfðu ekki minsta grun um, að hún
ætti son. Henni varð þungbært að efna loforð-
in við herra Formann. Regar móðurhjartað
þráði barnið um of, yfirgaf hún sölubúðina og
klæddist síðri regnkápu og fór leynilega tii
Magdeborgar.
Svo stóð hún tímum saman við girðinguna
á fögrum garði og beið, þangað ti! kátur hrokk-
inhærðbr drengur kom stökkvandi út úr hús-
inu með svigahring og svartan veiðihund og
fór að leika sér eins og börnum er títt.
Pað var sonur hennar, Eðmund! Hvað hann
var sællegur og heilsugóður að sjá! En hvað
hún hefði viljað gefa til þess, að megafaðma
hann að sér og kyssa hann!
Regar svo stóð á, spurði hún sjálfa sig,
hvort hún legði ekki of mikið í sölurnar fyr-
ir hann.
Af því að hún kom oftar og oftar að girð-
ingunni, varð drengurinn hennar var. Svo kom
hann einu sinni til hennar, horfði á hana um
stund og spurði hana svo, hvers vegna hún
kæmi alt af, þegar hann væri að leika sér að
svigahringnum.
»Mig langaði til að kyssa þig, elsku dreng-
urinn minn.»
Hún rétti honum höndina inn um girðing-
una og horfði á barnið, er varð hálfhissa. Henni
fanst eins og það væri maðurinn sinn, sem
horfði á hana. Höndin á henni titraði þegar
hún tók í litlu höndina drengsins.
«Eðmund, Eðmund!» kallaði skræk rödd,
og rétt á eftir kom ungfrú Neumann þar fram
úr trjágöngunum.
»Mamma,» sagði drengurinn við ungfrúna,
konan þarna ætlaði að kyssa mig.«
»Pú ert ógætinn, barn, og eg var orðin svo
hrædd um þig,« sagði ungfrúin og leiddi hann
á brott með sér, «þú mátt aldrei framar heilsa
ókunnum mönnum með handabandi. Svona
konur hafa eitthvað í hyggju þegar þær við-
hafa þess konar vinahót. Svo verður það á
endanum dularbúin flökkukona, sem ætlar að
ginna þig frá mömmu.»
«0, eg er ekki hræddur,» svaraði Eðmund,
«Hektor er líka hjá mér og hann myndi
hjálpa mér.»
«það gagnar ekki þó að þú sért djarfur,
þegar við flökkukindur er að eiga. Komdn með
mér inn í laufskálann og þar skal eg segja þér
sögu af fiökkukind, sem rændi barni frá mömmu
þess.»
A meðan ungfrúin var að segja drengnum
hræðilega sögu af þessu, til þess að koma í
veg fyrir að hann legði lag sitt við ókunnuga,
reikaði ekkjan döpur í bragði á járnbrautar-
stöðina. Hún hafði þykka blæju fyrir andlit-
inu, svo að enginn sá tárin, er runnu stöðugt
niður kinnar henni.
Marga þekti hún þar, sem áður höfðu ver-
ið góðir við hana, þegar hún var alkunn
um alla borgina fyrir fegurð sína, og þegar
einkasonur Neumanns verksmiðjueiganda tengd-
ist henni órjúfandi ástarböndum. Mikið hafði
hún orðið að þola fyrir þá ást.
Hún var að hugsa um þetta á heimleiðinni.
Retta var í síðasta sinni sem hún fór dul-
arklædd til Magdeborgar, til þess að sjá son
sinn, því að rétt þegar hún var að fara af stöð-
innij stóð Formann ríkisráð frammi fyrir henni,
eins og hann væri dottinn af himnum ofan.
Honum hafði ekki farið minstu vitund aft-
ur síðustu sex árin, heldur miklu fremur farið
fram; hann var orðinn töluvert feitari en áður.
Ekkjan bjóst við, að hann mundi tæpast
þekkja sig í regnkápunni, með þykku blæjuna
og ætlaði að'ganga fram hjá honum; en þar
skjátlaðist henni, því að hann gekk einmitt í
veg fyrir hana.
«Rér fóruð til Magdeborgar, frú Neumann,
eða hvað? Loksins kem eg nú. Rví gerið þér
mér annað eins og þetta? Fað getur riðið
á hamingju barnsins yðar. Eg hefi hætt á það
að koma barninu fyrir hjá afa þess með brögð-
um, og eg vildi að enginn vissi það. Gætið
þér að því, frú Neumann, að þér getið líka
konúð öllu upp um mig.»
«Verið þér nú ekki svona harðorður, herra
ríkisráð; þráin eftir barninu yfirbugaði mig al-