Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Side 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
245
agt fram og hvaða votta get eg kvatt mér,
nema þá, sem standa hérna við grindurnar hjá
mér, og þeirra vitnisburður er ógildur? Get
eg kallað framliðna af gröfum fram? Get eg
búizt vlð. að þeir, sem myrtir hafa verið, rísi
upp aftur til þess að sanna sakleysi mitt? Get
eg búist við að Don Kumanos taki sig upp,
og komi hingað langar leiðir til þess, að bera
vitni fyrir mig? Æ, hann veit ekki, hvernig nú
er ástatt fyrir mér, annars hefði hann hraðað
ferð sinni hingað, til þess að hjálpa mér. —
Og eg get ekki svo mikið sem vænst þess, að
hin elskulega, spánska mær komi fram á slík-
um stað og þessum, til þess að verða að augna-
skoti margra hundraða ófeilinna,starandimanna.»
«Hún er hér,» svaraði karlmannsrödd, og
rúm var rutt í gegnum mannþyrpinguna. Eð-
varð Templemóre kom fram, klæddur einkenn-
■sbúningi sjóforingja og leiddi Klöru inn á
vottabekkinn. Rað varð þytur mikill, þegar
■nærin kom þarna fram, og horfði í kringum
s'g, hrædd og feimin. Undir eins og hún var
húin að ná sér, var hún látin vinna eið, síð-
að bar hún fram sinn vitnisburð um atferli og
breytni Fransiskó, á meðan hún var á »Hefn-
aranum,» og staðfesti þannig nokkuð af vörn
hans. Hún hældi hjartagæzku hans og göfug-
'yndi, og þegar hún var búin að tala út, sagði
margur við sjálfan sig: «Getur verið að þessi
unglingur sé víkingur og morðvargur?« og
svarið varo jafnan; «Nei það er óhugsandi.»
»Lávarður minn» sagði Eðvarð Templemóre,
*eg bið leyfis að mega leggja eina spnrningu
fynrákærða. Regar eg var út í flakinu af «Hefn-
aranum» fann eg þessa bók á floti í káet-
unni. Eg viiHi feginn spyrja kærða, hvort
hann á hana, eins og þessi unga kona segir.»
^feð þessum orðum lagði Eðvarð Templemóre
hiflíuna fram.
*Eg á hana» 'svaraði Franslskó.
«Má eg spyrja hvernig þér eignuðust hana.«
»Það er eini arfurinn eftir konu, sem nú
ei ekki á lífi. Hún var einkahuggun móður
minnar, er drepin var —síðan hefir hún líka
örðið mér til hugsvöiunar. Fáið inér hana,
herra, það eru öll líkindi á að eg þurfi henn-
ar nú með fremur en nokkuru sinni áður.«
«Var móðir yðar drepin, segið þér það?«
sagði Eðvarð Templemóre með mikilli geðs-
hræringu.
^Rað var eg búinn að segja áður, og tek
það aftur upp nú.»
Dómarinn stóð nú upp, og hafði efnið úr
vitnaframburðinum upp í stuttu máli fyrir kvið-
dómendunum. Rótt hann væri auðsælega með-
mæltur Fransiskó, varð hann þó skyldu sinnar
vegna að brýna það fyrir dómurunum, að vitn-
isburður meyjarinnar hefði að vísu komið með
ýmislegt, sem gæti orðið honum til málsbóta,
svo að hann mundi leggja málið undir kon-
ungsdóm, í von um, að hann mundi afmá dauða-
dóm hans; en á hinn bóginn hefði ákærði ver-
ið við margt riðinn, sem hefði haft lífshættu
fyrir hann í för með sér, og engar sannanir
væru fram komnar fyrir því, að hann hefði
ekki áður fyr verið í verki með ræningjum, þó
hann kunni að hafa iðrast eftir það síðar. Reir
sæju það sjálfir aftur á móti, að vitnaframburð-
ur Hawkhursts stýrimanns væri gersamlega þýð-
ingarlaus, og þeir skyldu ekki láta hann neitt,
á sig fá, að því er Fransiskó snerti. En aftur
neyddist hann til þess, skyldu sinnar vegna,
að taka það fram, að vitnisburður spánsku
stúlkunnar væri að því leyti á móti ákærða,
að hann sýndi að dátt hefði verið með þeim,
kapteininum og honum; hve mjög sem hann
því tæki þátt í kjörum ákærða, yrði hann samt,
þó nauðugur væri, að minna kviðinn á, að
vitnaframburðurinn væri alls ónógur til þess,
að sýkna fangann, og hann áliti það þvískyldu
þeirra að dœma þá alla seka, er fyrir grind-
unum stceðu.
«Lávarður minn,>- sagði Eðvarð Temple-
móre, þegar dómarinn var seztur niður,« skyldi
innihald bögguls þessa, sem eg hefi ekki dirfst
að brjóta innsiglið á, geta leitt eitthvað það í
Ijós, er gæti stutt sýknu hins ákærða? Finst
yður nokkuð á móti því, að opna hann, áður
en kviðurinn kveður upp dóm sinn?»