Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 8
248
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Kain byltist ofan á gólfið; það varð ys og
uppþot í dómssalnum. Hawkhurst var tekinn
og bundinn, og Kain tekinn upp af gólfinu.
»r*akka þér fyrir Hawkhurst« sagði Kain
með dauðalegri röddu, »nú hefir þú einu morði
fleira en áður að bera ábyrgð á, og þú hefir
leyst mig frá skömm, ekki þeirri að verða hengd-
ur, heldur þeirri, að verða hengdur með þér.
Fransiskó, vertu sæll, drengur minn.«
Svo tók hann djúpt andvarp og dó.
Pannig dó þessi nafntogaði, alræmdi víkinga-
foringi, sem hafði úthelt svo miklu blóði — og
sjálfur dó seinast fyrir manndrápshendi. —Blóð
fyrir blóð!
Líkið var borið burtu, og nú var ekkert
annað eftir en kviðdómendurnir kvæði upp
dóm sinn. Allir hinir ákærðu voru dæmdir
sekir, nema Fransiskó; hann gekk út úr dóins-
salnum samferða hinum nýfundna bróður sínum,
samglöddust honum allir með handabandi,
sem til hans gátu náð. (Framh.)
Seint og síðar.
----- (Framh.)
Pær tókust í hendur. Ungfrúin drakk súkku-
laðibolla hjá húsmóðurinni, en svo leiddi Eð-
mund hana við hönd sér þaðan eftir Leipzig-
argötu.
Ungfrúin ætlaði að kaupa um leið bönd
og kniplinga. En á leiðinni bar fyrir þau margt
til að skoða og dást að, svo að það fór fyrir
henni, eins og mörgum öðrum, að hún gleymdi
aðalerindinu og mundi ekki eftir því fyr en
hún var komin á járnbrautarstöðina, og beið
eftir lestinni, er átti að fara til Magdeborgar.
«Eg hefi steingleymt að kaupa það sem eg
ætlaði, góði Eðmund; að þú skyldir nú ekki
minna mig á það.«
«Eg hafði ekki hugmynd um það.»
«Mig minnir þó, að eg væri eitthvað að
tala um það. Jæja, það verður ekki gert að því,
eg má ekki sleppa lestinni. Fáðu mér vasabók-
ina þína, eg ætla að skrifa það sem mig vant-
ar. Þú getur valið það rétta, það er ekkert um
að villast. En mundu mig um það að fara í
beztu búð.»
Eðmund fjekk frænku sinni vasabókina, hún
skrifaði á eitt blaðið, reif það úr og rétti honum.
Ef þú afhendir þetta blað, færðu það, sem
þú æskir eftir.»
«F*að er ágætt frænka, eg skal gera það nú
þegar.«
Eðmund kvaddi frænku sína og fór inn í
Friðriksgötu, til þess að afljúka erindinu.
Nálægt Leipzigargötu rakst hann á skraut-
sölubúð með mjög stórum sýnisgluggum. Auð-
séð var að alt var þar ríkulegt og vel uin geng-
ið. Úti í gluggunum var snyrtilega raðað bæði
kniplingum, böndum og höttum.
Á gluggarúðunum stóð letrað með gyltum
stöfum verzlunarmerkið: Frú F. Neumann, ekkja.
Eðmund fór inn í búðina.
Skeggjaður dyravörður í dökkum einkenn-
isbúningi opnaði fyrir honum og bauð hon-
um að setjast á fjaðrastól. Hann settist niður
eins og í leiðslu, og dáðist að því, hve mikið
og fallegt var að sjá í búðinni.
Pað tók naumast nokkur eftir honum. All-
margir kvenmenn stóðu við búðarborðið og
skröfuðu hljótt við búðarstúlkurnar. Rær voru
að dást að höttuin, kniplingum, og öðru þess-
háttar. Auðheyrt var, að þær voru úr æðstu
stéttum, því að stundum heyrðist sagt frú furst-
inna eða frú greifinna.
Nálægt Eðmund, frammi undir dyrum, var
snotur glerskápur og stóð á honum «Peningar».
Öldruð kona sat þar og var að telja gull-
peninga.
Loksins var kvenfólkið búið.
«Herra minn, hvað þóknast yður?» sagði
ung stúlka við Eðrnund.
Hann stóð upp, gekk að búðarborðinu, tók
upp blað frænku sinnar og afhenti það. Stúlk-
an var ótrúlega fljót að ná því ölltt, mæla það
og vefja það innan í silkipappír. Svo var Eð-
mund fenginn dálítill miði af rauðum silkipapp*
ír, sem talan 80 stóð skrifuð á, og bent að
fara að peningaskápnum.