Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Page 10
250
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
ar hann að mæ!a með einhverju nýbrigði, eða
hefir hann enn þá einu sinni átt við alt ann-
að en það, sem stendur í bréfunum frá hon-
um ?«
Frú Neumann gekk ósjálfrátt eitt skref á
hlið og horfði á báða þessa uppvaxandi ung-
linga, og þegar hún leit framan í Eðmund, og
tók eftir því, að fósturdóttir hennar roðnaði,
sá hún, að nú hafði hún fundið ráð til þess, að
tengja Eðmund sér nánara, án þess að segja
honum hvernig í öllu lá.
«Pað var leiðinlegt, góða mín,« svaraði
frú Neumann, «mér lá einmitt svo mikið á
þessu bréfi. Eg ætlaði að skrifa eftir þessum
nýju kápuleggingum,» Um leið brosti hún mjög
blíðlega framan í Eðmund. »Ressi herra getur
ef til vill gefið okkur gott ráð í því efni?»
Eðmund hneigði sig.
«r*að mundi gleðja mig mjög, ef eg gæti
hjálpað ykkur eitthvað með minni kunnáttu.«
Rað glaðnaði yfir ungu stúlkunni. «Eg
ætla að sækja bréfið.«
«F*að er of ónæðissamt hérna í búðinni,»
sagði frú Neumann. »Mætti eg biðja yður að
koma með okkur inn í skrifstofuna?«
Eðmund vissi ekki fyr til en hann var kom-
inn inn fyrir dyratjöldinn og inn í mjög snotra
skrifstofu. Skrifborðin þar voru útskorin, og
stólarnir klæddir silkiflaueli; út við gluggann
sat öldruð kona og var að skrifa reikninga,
Hún leit ekki upp, þegar frú Neumann kom
inn í skrifstofuna með dóttur sinni og unga
manninum.
Unga stúlkan settist niður við eitt skrif-
borðið og sýndi Eðmundi helztu vafastafina í
bréfinu frá París. Hann teygði sig út yfir stól
sinn og reyndi að lesa bréfið yfir öxl henni.
Frú Neumann stóð rétt hjá, krosslagði hend-
urnar á brjóstinu, með tárin í augunum og
horfði á þau til skiftis,
Loksins komust þau í gegn um bréfið frá
Malterre og frú Neumann og dóttir hennar
þökkuðu Eðmund kærlega fyrir alla hjálpina.
Síðan gekk hann út úr búðinni; þar hefði lí'ann
feginn viljað vinna alla sína daga, þvf sú búð
fanst honum taka öllum öðrum fram, einkum
vegna þess, hvað frú Neumann var viðkunn-
anleg kona.
Regar hann kom heim til sín, fleygði hann
sér niður í legubekkinn og fór að hugsa um
þetta, sem við hafði borið.
«Vel byrjar vera mín hér í Berlín,» sagði
hann og hló, og þótt undarlegt væri, hugsaði
hann 'þá meira um frú Neumann en um dótt-
ur hennar.
Hvað hann var frænku sinni þakklátur fyr-
ir, að hún skyldi biðja hann þessa, og hvað
hann langaði til þess, að hún bæði hann þess
aftur!
Þegar að hann fór, hafði frú Neumann sagt
við hann hreint og beint, að sig langaði til
að sjá hann aftur; en það er alvanalegt, að
duglegar sölukonur segi það við viðskiftavini
sína. Hann hélt, að það væri alveg ófært, að
hann kæmi þangað aftur án þess að eiga eitt-
hvert erindi eða þá að kaupa eitthvað,
Eðmund skrifaði frænku sinni langt bréf og
bað hana þess að síðustu, að gera sér viðvart,
ef hana vanhagaði um meira af kniplingum
og böndum, ef hún væri ánægð með það, sein
hann hefði lceypt fyrir hana; sér væri mikil
gleði að því, ef hann gæti gert henni einhvern
greiða. Bréf þetta setti hann innan í böggul-
inn, skrifaði utan á hann og ba.ð vinnukonuna
hjá frú Heiser fyrir hann á pósthúsið. Svo fór
hann út og ráfaði ofan í Friðriksgötu og var
eiulægt að hugsa um laglegu stúlkuná í skraut-
sölubúðinni.
V.
Formann ríkisráð var í bezta skapi. Hann
gekk ánægður um gólf heima hjá sér og neri
saman lófunum. Ef Klemm hefði séð til hús-
bónda síns, mundi hann sjálfsagt hafa farið að
tauta um það við sjálfan sig, að eitthvað ó-
venju gleðilegt hefði komið fyrir hann,
Og svo var Iíka. Óðara en Eðmund var
kominn út úr búðinni hjá frú Neumann dag-
inn áður, fór hún til þessa göfuga verndara