Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 13
NYJAR KVÖLDVÖKUR. 253 V (Frönsk saga, lauslega pýdd.) I. KAPITULI. Erfðaskrá Ríkards frænda. »Hvað segið þér svo' urn þetta, herra Lava- rede?« »Pað sama og áður, herra Bovreuil. Aldrei! Aldrei meðan eg lifi!« ^Pér ættuð þó að hugsa yður unr.« «Eg hefi hugsað um það.Eggeri það aldrei.« «Engetið þér þá ekki skilið að eg hefi yður algerlega á mínu valdi? Eg get farið með yður eins og mér lízt. Ef þér ueyðið mig til að beita hörðu, læt eg fjárnámið ganga yfir yður a morgun; tek öll yðar luísgögn og hvert tangur og tetur, og svo verður yður varpað út a götuna; þér verðið heimilislaus og allslaus, °g - « »Og peningalaus, er óhætt fyrir yður að bæta við.« »Ef þér á hinn bóginn takið boði mínu, hversu mikið vinnið þér þá? Pér komist í sjálfstæða stöðu og eignist fríðleiks konu.« »Hvað segið þér, herra minn, fríðleikskonu?* *Já yndislega konu, auðæfi og háa stöðu í aiannfélaginu.«. »Og þér haldið, herra Borveuil, í alvöru tala, að eg gæti framvegis borið nokkurn snefil af virðingu fyrir sjálfum mér, ef eg anðsins vegna, gerðisttengdasonur slíks manns, sem þér eruð, manns, sem hefir safnað auði sínum og lifað af sorablöndnum fjárdráttar- brögðum, sem tekur okurvexti af mönnum og er leigður njósnari lögreglunnar.« ;>Byggið nú ofurlítið af stærilætinu. Fyrir eignalausan • blaðasnáp, eins og þér eruð, væri fað mikill ávinningur, að eignast dóttui liins ríka lóðaeiganda og mikilsmetna fjármálamanns, þótt alls ekki væri tekið tillit til þess, að Penelópe, dóttir mín, elskar ýður og er bc-zti kvenkostur, að eg ætla henni tvö. hundruð þúsund franka í heimanmund og að þér, eftir dauða minn, megið eiga von á að erfa allar reitur mínar.« «Pað eru alls eigi reiturnar yðar, sem mér væri móti skapi að eignast, og bezt er líka að dóttir yðar sé málinu óviðkomandi, eg vil alls ekki niðra henni, en það er tengdapabbinn, sem eg niundi aldrei sætta mig við.« «Vitið þér, herra Lavarede, að þér með þessu sýnið mér mikla ósvífni?« «Og vitið þér, herra Bovreuile, að mér er alveg sama, hvort út snýr á yður rétthverfan eða ranghverfano Herra Bovreuil hafði enn eigi brugðið bitrasta vopninu, sem hann hafði búið sig út með til atlögunnar, en nú sá hann að á öllu varð að taka, ætti nokkuð að vinn- ast. í hægðum sínum dróg hann upp úr vasa sínum skjalastranga og fór að tína úr honum nokkur blöð. Voru þetta ýmiskonar skulda bréf og kvittanir, alt skri.fað á mótaðan pappír. »Lítið nú á, herra Lavarede,« sagði hann, «hérna hefi eg kvittun fyrir síðustu níu mán- aða húsaleigunni yðar, sem þér hafið ekki borgað, og er eg nú eigandi að þeirri skuld. Ennfemur hefi eg keypt margar kröfur, sem hinir og jiessir skuldheimtumenn höfðu á hend- ur yður. Pér skuldið líklega engum neitt, þessa stundina, nema mér.» «Hamingjan góða! En sá velgjörningur og það eðallyndi, sem þér sýnið mér, að borga allar skuldir mínar,» sagði Lavarede með hæðnisbrosi.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.