Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Page 18
258
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
fyrir þá upphæð. Gáðu að, 25 ceni eru ekki
meira en einn fimti úr Shilling, og að hugsa
sér að ferðast kring um jörðina fyrir það, slíkt
yrði skrítið ferðalag! ha, ha, ha!«
»Svo þú vilt ekki sleppa tilkalli til arfsins,«
sagði dóttirin. Málafærslumaðurinn greip nú
fram í fyrir ungfrúnni og segir: »Eg leyfi mér
að vekja athygli yðar á því, ungfrú Muriyton,
að ef faðir yðar uppfyllir eigi ákvæði erfða-
skrárinnar, verður afleiðingin eigi einungis sú,
að hann missir arfinn heldur missir herra Lava-
rede hann líka. Ferð hans verður honum því
aðeins að liði, að herra Murlyton hafi eftirlit
með honum, en ef hann af frjálsum vilja hætí-
ir við ferðina, fær faðir yðar auðvitað arfinn.«
»Hvað segið þér, herra minn?« æpti Lava-
rede, »að eg hætti við ferðina. Miljónunum
rignir yfir mig af himnum, og þér haldið að
eg muni ekki gera tilraun til þess að hand-
sama þær. Skilyrði frænda nn'ns eru langt frá
því, að vera svo erfið, að eigi megi fullnægja
þeim. Rað er hægt, að ferðast um þvera og
endilanga Parísarborg, án þess að eyða til þess
einum eyri, og livað ætti að vera því til fyrir-
stöðu, að eins mætti skrölta til Kína, eða Ame-
ríku fyrir 25 cent? Ekki verð eg fenginn til
þess að trúa öðru en að það sé hægt.«
»Svo þér ætlið þá að reyna þetta,« sagði
Englendingurinn kuldalega, »gott! Eg hefi ráð
til þess að fylgja yður, og bankabók rnína
hefi eg í förinni, svo að eg er reiðubúinn til
þess að taka að mér eftirlitið. Eg mun ekki
hafa augun af yður, en væntanlega gefist þér
upp eftir tvo daga og þá verður þessi saga á
enda,«
»Við sjáum til,« sagði I.avarede ókvalráður,
»eg legg út í það.«
«Síðan sneri hann sér að málafærslumann-
inum og bað liann að lána sér járnbrauta-
ferðaáætlunina. Hann athugaði hana litla stund
og sagði síðan.
»Á morgun er 29. marz 1891. klukkan 9
fyrir hádegi fer lestin frá París til Bordeaux
og nær í lestina, sem gengur til Pauillac, þaðan
ganga eimskipin til Ameríku. Hr. Murlyton, í
fyrramálið bíð eg yðar á Orleansstöðinni, þar
á ferðin að byrja«.
Englendingurin hneigði sig til samþykkis.
Ungtrú Aurett brosti ánægjulega yfir festunni
og hinum bersýnilega viljakrafti unga manns-
ins. Hann ávarpaði málaflutningsmanninn enn
einu sinni og sagði:
»Eg á að hafa lokið ferð minni kring um
jörðina á einu ári, er ekki svo?«
«Jú svo segir erfðaskráin,«
«Egverð þannig að vera komin aftur hingað
á skrifstofu yðar 25. marz 1892 áður en lokað
verður!«
»já, herra Lavarede, í allra síðasta lagi.«
»Eg er staðráðinn í að gjöra það.«
Síðan kvaddi hann og fór.
II. KAPÍTULI.
Frd París til Bordeaux.
Pegar Lavarede var kominn út úr skrif-
stofunni, kveykti hann í vindli og fór að yfir-
vega hvernig hann ætti að haga ferðum sínum.
Hann var fastráðinn í því, að vinna til arfsins
með því að fara þessa erfiðu ferð.
Hann var í engum efa um að sér mundi
lánast að leysa þetta hlutver'k af hendi, en eítir
því, sem hann hugsaði meir um ferðalagið, sá
hann þó fleiri og fleiri tálmanir, sem niundu
verða á leið sinni.
í þessum hugleiðingum reikaði hann fullan
hálfan tíma um stræti Parísarborgar. Alt í einu
kom honum eitthvað nýtt til hugar, sem hann
fór að hlægja að með sjálfum sér. Hann greikk-
aði sporið til skrifsíofu blaðsins, sem hann vann
við, »Parísarbergmálið« hét það. Settist hann
þegar við skrifstofuborðið og ritaði grein til
næsta dags, var það skýr frásaga um erfðaskrá-
na og alt innihald hennar. Nöfnum hlutaðeig-
enda var breytt, en kunnugir gátu þó ráðið í
hverjir áttu hlut að máli.
Síðan gekk hann inn til gjaldkera blaðsins.
Par bárust honum þær fregnir, sem raunar