Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Side 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 259
komu honum alls eigi á óvart. Bovreuil gamli
hafði verið þar með réttarins þjóna og fastsett
öll þau ritlaun, sem hann átti inni og þau, sem
hann átti að fá næsta mánuð.
»Jæja þá,« sagði hann, »þetta er nú byrj-
unin.«
Síðan hélt hann heimleiðis. Pegar hann
kom að strætisdyrunum tilkynti dyragæzlukonan
madama Dubois, honum að þjónar réttarins
hefðu einnig verið þar og tekið öll húsgögn
hans fjárnámi í nafni Bovreuils.
»Eltki nema það þó! F.n hvað mér stendur
þetta hjartanlega á sama. Eghefi ekki þörf fyrir
nokkur húsgögn úr þessu, því á morgun Iegg
eg af stað til anr.ars heims.«
»Ouð minn góður!« æpti madama Dubois
»hvað ætlið þér að gjöra, herra Lavarede?
Þér eruð þó ekki að hugsa um að fyrirfara yður.
Reynið að taka þessu með stillingu. Rað koma
vonandi betri tímar innan stundar,«
»Verið þér rólegar, kona góð,« sagði Lava-
rede hlæjandi, »j>essi annar heimur, sem eg
ferðast til, er Ameríka. Eg þarf að fara þangað
hl þess að ná í arf eftir frænda minn, ekki
minna en 4 nriljónir.«
»Drottinn minn, eg varð svo hrædd, herra
Lavarede.«
Lavarede var búinn að fá nóg að vita. Hann
stökk upp í léttivagn, sem ók fram hjá og
lét aka til Orleansstöðvanna. Hann steig af
honum úti fyrir vörugeymsluhúsi einu miklu,
þar sem geymdur var varningur, er sendast átti
nieð lestunum. Lavarede þekkti einn af forstöðu-
mönnunum þar, hafði stundum gefið honum
aðgöngumiða að leikhúsunum, er honurn höfðu
verið sendir, sem blaðamanni. Við þennan
mann talaði hann afsíðis nokkrar mínútur, sfðan
gengu þeir út í hliðarbygging eina, sem full
var af pokum, tómum körfum, skrínum, kistlum
°g kössum. Lavarede var í besta skapi, þegar
hann kom aftur inn á skrifstofuna. Skrifaði hann
nú tilvísunarbréf og afhenti það einum af rit-
urunum. Ritarann rak í rogastans og formað-
uritin gat várla varist hlátri.
«Það er til Panama, er það rétt,* spurði
skrifarinn.
«Já« svaraði Lavarede, »til Panama, hrað-
flutningsvarningur. Kassinn verður áreiðanlega
að komast af stað í fyrramálið með hraðlest-
inni, svo að hann nái í fyrsta eimskip, sem
vestur fer.»
»Verið óhræddir, kassinn skal verða sendur,«
sagði skrifarinn.
Til vonar og vara fór Lavarede samt aftur
út í vörugeymsluhúsið og málaði með stórum
stöfmn á kassann: Panama. Síðankvaddi hann
vin sinn. forstjórann, sem altaf var hálfhlæjandi
og sagði: »Petta er sannarlega skringilegt til-
tæki, en eg er á glóðum um að brautarfélagið
geri uppþot, þegar þetta kemst upp.«
»Verið óhræddir, eg tek alla ábyrgðina á
mig. Petta mun aldrei Ienda á yður, og þegar
eg kem aftur, skulum við sannarlega hafa fjör-
ugt kvöld í leikhúsinu.«
»Hann ók síðan til veitingahússins til þess
að fá sér miðdegisverð. Fór hann nú að telja
peninga sína, og átti þá rúma fimtíu franka.
Peim varð hann að eyða um kvöldið eða nótt-
ina. Og jæja, einhvern tíma hafði honum ekki
orðið skotaskuld úr því, að koma öðru eins í
lóg á einu kvöldi. En til þess að slíkt skyldi
ekki fyrirfarast, safnaði hann saman nokkrum
kunningjum og bauð þeim upp á góðan miðdags-
verð með nægu víni. Kvöldverðurinn fylgdi
síðan á eftir með nægu kampavíni og öðru
góðgæti og áfram var haldið fram á nótt meðan
frankarnir entust, og á ferli var hann alla nótt-
ina. Um morguninn átti hann eftir tvo franka.
»Pað erágætt,« hugsaði hann 1 franki og
75 cent fyrir vagn til Orleansstöðvanna og 25
cent til þess að ferðastfyrir kring um jörðina.
Eg liefi að vísu ekki sofið neitt í nótt, en nóg-
ur verður svefntíminn, þegar komið er af stað,«
Klukkan 8 um morguninn kom hann út
á stöðvarnar, með 25 cent í Tasanum,
sem hann hafði leyfi til að hafa með sér, sam-
kvæmt erfðaskránni, en fljótlega hvarf hann út
í vöruhúsið, þar sem stóri kassinn var, sem
átti að fara til Paiiama.
33