Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 22
262
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Bókmentir.
Leggi var það, að vér íslendingar áttnm
ekki til nema að eins eina skáldsögu frumritaða
á voru máli: Piít og stúlku eftirjón Thorodd-
sen. Löngu síðar kom Maður og kona út að
honum látnum, og var hún ekki fullger sem
kunnugt er. Báðar þcssar sögur eru gersamlega
ritnar á þjóðlegum grundvelli, og kennir þar
víða í stílnum meiri áhrifa af fornsagnastíl vor-
um en af útlendum skáldskaparstíl, og fór vel.
Málið var daglega málið, fegrað og prýtt með
því sem enn er til af fornmálinu — og forn-
málið er sannarlega enn með fullu lífi á vör-
um þjóðarinnar, að minsta kosti margra karla
og kerlinga, þegar þær fara að segja sögur —
vér þurfum ekki annað en að líta ofan í þjóð-
sögur Jóns heitins Arnasonar o. fl. til þess að
fá oss færðan heim sanninn um það. Jón Mýr-
dal ritaði sögur í eftirlíkingu við Pilt og stúlku,
en langt stóðu þær að baki sögum Thor-
oddsens, enda var hann maður ómentaður og
voru þær góðra gjalda verðar, þegar þess er
gætí. En þetta var svo lítið, að eigi getum
vér talað um skáldsagnaritun á fslenzku fyrri
en eftir 1880.
Um 1880 kom breyting áþetta. Á svo sem
20 undanförnum árum hafði breyting mikil
orðið í Norðurálfunni í stefnu skáldskaparins,
og er nú almenttalið, að Frú Bovary, sagaeft-
ir Oustav Flaubert, frakkneskan höfund, ágæt-
an, geri þar upphaf og landamerki (1857). Ge-
org Brandes flutti stefnu þessa, er þá var nefnd
Realismi, inn á Norðurlönd um 1870, og gerð-
ust flestir hinna yngri skálda meðal Dana og
Norðmanna henni sinnandi, og Svíar komu
þegar á eftir. Sumir hinna eldri skálda breyttu
og um og slógust í förina. Pegar þeir Gestur
Pálsson og Einar Hjörleifsson hittust í Kaup-
mannahöfn 1881, gáfu þeir og nokkrir aðrir
stúdentar út «Verðandi» 1, ár, 1883; var í
henni sín sagan eftir hvorn þeirra, báðar samd-
ar nreð mikilli list, ákefð og fjöri, og steyptar
upp f nlot þéirra áf hitttim réálistiskti rithöf-
undum á Norðurlöndum, er þá þóttu mestir
og beztir. Mikið fanst mönnum til um bók
þessa, og var talsvert um hana deilt fram og
aftur, og var margt af því, sem þá var sagt, af
litlum skilningi og enn minni kunnugleika á
stefnu tímans. En svo er nú að jafaði vant að
fara, þegar um eitthvað nýtt er að gera. En þó
að kveri þessu væri vel tekið, kom Verðandi
ekki oftar út, hvað sem valdið hefir, en stefn-
an, sem hún vakti, dó ekki út; menn fóru að
vera sér út um rit þeirra manna í Danmörku
og Noregi, er mest þótti mark að; menn fóru
að vakna til meðvitundar um það, að eins mætti
rita «realistiskt > á Islandi og um íslenzkt sveita-
líf eins og útlendingar gerðu um sínar þjóðir
og þeirra líf og háttu. Gerðust þá ýmsir til að
rita sögur, og helztir Þorgils Gjallandi og svo
Einar Hjörleifsson og Guðmundur Friðjónsson
síðar. Þá mátelja til þeirrar stefnu sögurjónasar
Jónassonar. En svo er að sjá, sem það í hin-
um útlenda stefnuskáldskap, er mest Ieitar eftir
hinum dökkvari hliðum mannlífsins, hafi mest
liaft áhrif á þá — þeir hafi bezt tekið eftir því
og lagað sig eftir því. Kveður svo ramt að
eftirlíkingunni, að í fyrstusögum Þorgils Gjall-
anda er íslenzkunni svo misboðið að furðu
gegnir, og setningalagið vægðarlaust lagað eftir
setningalagi Norðmanna, Kjellands o. fl. og þó
að það fari fullvel hjá þeim, fer það íslenzk-
unni illa. Það verður eins og strigabæt-
ur á ullarfötum. Síðan hefir Þorgils vanið
sig alveg af því, og ritar nú ágætt mál
víðast hvar.
Sá hinna nýjari rithöfunda, sem mest lætur
til sín taka nú síðustu árin, er Jón Trausti.
Hann er enn þá ungur maður, en hefir nú á
þrem síðustu árunum hrist fram úr erini sér
mörg skáldrit: langt leikrit og kvæðasafn var
komið áður, en nú hefir hann gefið út marg-
ar stuttar sögur í Eimreiðinni, Skírni og Fann-
ey, og svo tvær skáldsögur sérstakar: Höllu í
fyrra og Lsysing í ár. Þetta er ekki lítili gróð-
ur, ef það er ekki ofurgróður. Það þarf meira
en lítinn andans auð til þess að geta þetta
svö véí fári, og viiillá þó setn iðnáðarmaðtlr