Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Qupperneq 24

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Qupperneq 24
164 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. mætti vel bæta Jóni Baldvinssyni við. Rað er orðið of margt af svo góðu. Rá liættir og Jóni Trausta við að gera alla presta undantekning- arlaust að voluðum bjálfum, sálarlausum, trúar- lausum og andlausum heiglum, og á þar sam- merkt við þá Rorgils gjallanda og Guðmund Friðjónsson; það getur engin ærleg taug eða andleg nenning (Energi) verið í þeim, af því að þeir eru prestar. »Þjófurinn heldur alla ó- fróma.s En rétt væri að spyrja Rorvald Thor- oddsen um það, hvort þetta muni vera sönn lýsing á íslenzkum prestum yfirleitt. Og ef það er eigi, þá er öll ástæða til að ætla, að fleira kunni að vera varhugavert við mannlýsingarn- ar sem íslenzkar skapeinkuiinir — að þær kunni að hafa blandast útlendum einkunnum í huga þeirra, þó að þeir ef til vill viti ekki af því. Rannig er hugsanalíf íslenzkrar alþýðu að jafn-, aði svo fábrotið, einkutn þeirra fáfróðu og grunnhygnu, að það er æði vafasamt, hvort þeim gæti dottið í hug alt það, sem skáldin láta þá hugsa, senr þar er um að tala. Annað sem og er stórum athugavert er orðafjöldinn, mærðin, tnælgin. Það er meistaranna siður að lýsa ekki fólki en láta það lýsa sérsjálftí orð- um og breytni; smærri mennirnir eyða mörg- um blaðsíðum uudir vaðal uni minna efni en snillingarnir segja í tíu línum. í því er Jóni Trausta að stórfara fram; mælgin í Höllu er víða dauðþreytandi, og bætir hvorki né prýð- ir; í Leysingu ber ntiklu minna á því; hann er stórum meiri listamaður í Leysingu en öllu hinu sem á undan er komið; en eigi hefir hann þar enn getað losað sig við kaldrandann og óbeitina, sem hann hefir á fólkinu; það er alt «satíriskt», d: hann heldur því fram, að innra sé alt rotið og ilt meðal manna; bjartari skoð- anir koma þó franr í Leysingu, þar sem þau eru, Friðrik og Ragna; það er eins og höf. sé að leysast frá svartsýninu, sem hefir hingað til þjáð hann. Retta bölsýni var í tízku á norð- urlöndum fyrir svo sem 20 árum, cn nú eru menn mjög horfnir frá því. Kýmni án eitur- beiskju, spotts og bölsýnis kemur að eins fram í «Á fjörunni» sem að öllu samtöldu er einn af allra beztu þáttum skáldsins. Pá er annað. Höfundurinn flýtir sér of nrik- ið að rita. Pað er eins og hann láti uppkastið í prentsmiðjuna, og gefi sér ekki tíma lil að lesa prófarkirnar. Málið og prófarkalesturinn á Höllu er mjög svo óvandað. Málið er dönsku- borið, t. d. ekki á undan sögninni o. m. fl. því um líkt; svo eru prentvillurnar ófærlega margar í svo vandaðri og góðri bók. Málið er miklu betra á Leysingu« ber minna á dönsk- unni, og setningarnar að jafnaði góðum mun íslenzkari, og prentvillur og ritvillur færri. Skálditi, og þeir, sem ritsnillingar ætla að gérast á íslenzku, verða að gæta þess, að málið sé gott. Pað fagra og létta mál, sem vér eigum nú í höndutn þeirra, er með kuttna að fara, eigum við skáldunum að þakka: jónasi Hall- grínrssyni, Stgr. Thorsteinson og Benedikt Gröndal. Reim, sem nú rita, er skylt að halda áfram að halda málinu hreinu og fögru — halda áfram þar sem þeir hættu. Hvorki mega þeir fyrna það um of né blatida það dönsku. Málið,setn nú er, eiga þeirað fegra og prýða, það er landsins og þjóðarinnar stóra krafatil þeirra. En Jón Trausti er að leysast nú einmitt úr svo mörgum böndum, að hann á skamt upp á meistara borðið. Rað sé eg bezt á «Leys- ingu >, því hún er orðalaust tilþrifamesta skáld- rit, sem enn hefir komið frá íslenzkum höfundi. Eg las hana í striklotu, og gat aldrei slitið mig lausan frá henni, fyrri en hún var búin. Og ef honum fer jafn mikið fram frá Leysingu til næstu sögu, sem hún tekur hinu eldra frani, leyfi eg mér að samgleðjast honum sem ein- um af langbeztu rithöfundum landsins. JJ- Kaupendur að NÝJUM KVÖLDVÖKUM eru vinsamlega beðnir afsökunar á drætti þeim, sem orðið heíir á útkomu þessa heftis, og staf- að hefir af veikindum prentaranna. Næsta hefti væntanlegt fyrir Jólin. Prentsmiðja B. Jónssonar 1907.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.