Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Page 4
2
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
og fór að fá á sig mynd og lögun: hann gat
séð, að þar var úlfaldi með tjald á baki. Rá
spenti hann greipar, táraðist og mælti: «Guð
einn er mikill.»
Ulfaldinn færðist nær og nær — seinast
kom hann fast að og nam staðar. Sá, sem á
honum sat, las bæn í hljóði, fór síðan af baki,
og kom til Egyftans; þeir Iitu snöggvast hver
framan í annan, og föðmuðust síðan; oghinn
nýkomni sagði: »Friður sé með þér, þú þjónn
hins sanna guðs.»
«Og friður sé með þér,« svaraði, Egyftinn,
«velkominn bróðir í hinni réttu trú,«
Nýkomni maðurinn var hár og magur; aug-
un lágu innarlega, skegg og hár var hvítt sem
mjöll, en hörundsliturinn var dökkrauðleit-
ur. Hann var klæddur alhvítum fötum, sem
títt er meðal Hindúa, nema ilskórnir, sem hann
hafði á fótum sér. Hann var líka vopnlaus.
«Við skulum bíða enn nokkura hríð,» sagði
Egyftinn, «bróðir okkar hlýtur að koma bráð-
um.«
Og það reyndist svo; það sást koma þriðji
úlfaldinu úr norðurátt, hvítur á lit, og líkt
búinn og hinir. Egyftinn og Indverjinn biðu,
þangað til hann kom nær; þá gengu þeir í
móti honum.
»Friður sé með yður,» mælti hann og; og
Hindúin svaraði: »Verði guðs vilji.»
Ressi síðasti var smágervari í skapnaði en
hinir voru; hann var hvítur á hörund, og skifti
litum; höfuð hans var lítið og frítt, og hárið
bjart; augun voru blá og djúp, og sást á þeim
að maðurinn var blíðlyndur, hreinskilinn og
ástúðlegur í skapi. Eftir útlitiuu að dæma var
hann utn fimtugt; ltann faðmaði einnig Egyft-
ann að sér, og mælti síðan með skjálfandi
röddu:
«Andinn hefir fyrst leitt mig hingað, af því
réð eg, að eg væri kjörinn til að þjóna bræðr-
um mínum. Tjaldið er til búið, brauðið til, til
þess að brjóta það — leyfið mér að gera skyldu
mína.«
Og hann tók þá við hönd sér, leiddi þá
inn í tjaldið, leysti ilskóna af fótum þeirra,
þvoði þá, helti vatni yfir hendur þeirra og
þerraði þær með dúk. Síðan þvoði hann sér
um hendurnar og mælti síðan: »Nú skulum
vér, bræður, safna kröftum til starfa vors. Peg-
ar er vér höfum matast, skulum vér kynnast
hverir öðrum, og talast við um það, hver er
tilgangurinn og takmark ferðar vorrar.»
Hann raðaði þeim svo, að þeir gátu allir
séð hver í andlit öðrum í sætunum. Þegar þeir
voru seztir, hrieigðu þeir allir höfuð sín, og
lásu þessa einföldu borðbæn: «Ó þú guð og
faðir allra, alt það sem vér höfum er frá þér;
þigg þakklæti vort og veit oss blessun þína,
til þess vér breytum ætíð eftir þínum vilja.»
Pessi samkoma gerðist á 747. ári Róma-
borgar, í deseinbermánuði, þegar helzt er
vetrarkuldi í Miðjarðarhafslöndunum. Rað vekur
matarlystina að ríða um eyðimörkina; þeir voru
allir svangir og borðuðu með beztu lyst. Peg-
ar þeir höfðu sefað hungur sitt, sagði Egyft-
inn: «Pegar menn eru á ferð, í útlöndum er
engum annað kærara en að heyra ókunnan
mann nefna nafn sitt. Par eð við verðum sam-
ferða nokkra daga, er tími til kominn, að við
kynnumst betur en orðið er. Pá er bezt að
sá byrji að segja frá sjálfum sér, sem kom
hingað síðastur.»
Bjarthærði maðurinn tók að tala, og talaði
gætilega, eins og sá, sem orðið er að vana að
hafa vald á sjálfum sér. «Bræður mínir,« sagði
hann, «Pað, sem eg hefi frá að segja, er svo
torskilið, að eg veit ekki hversu eg má koma
orðum að því. Eg skil ekki sjálfan mig; egget
að eins sagt, að eg er sem ieiddur af æðra
valdi, og eg geng þá leið, sem eg geng, í
þeirri trú : svo er guðs vilji.»
Hann þagnaði litla hríð, til þess að geðs-
hræring hans fengi ekki vald yfir honum, og
hélt svo áfram:
«Eg er Kaspar Kleanþesson, frá Aþenu-
borg; eg stunda bóknám; tveir mestu heim-
spekingar vorir hafa kent svo: annar, að mað-
urinn hefði ódauðlega sálu, hinn, að til sé að-
eins einn, óendanlegur, réttlátur guð; þessir
tveir lærdómar fundust mér þess verðir, að