Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Page 14

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Page 14
12 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. borðhald í bezta lagi og ærið íburðarmikið, og alt er þar jafn fullkomið og í beztu matreiðslu- húsum í Parísarborg. Skipherrann sjálfur skip- ar venjulega öndvegi við borðhaldið, og þeir af yfirmönnum skipsins, sem eigi eru á verði, hafa sæti meðal farþegjanna. Venjulega er hið bezta samkomulag milli farþegjanna og yfir- mannanna, og umræðurnar yfir borðum eru oftast frjálslegar og glaðværar. Lavarede var eðlilega kallaður herra Bovreuil af öllum, sem nefndu hann þar, og því varð ekki neitað, að hann hélt uppi heiðri nafnsins langt um betur, en hinn sanni eigandi þess myndi hafa gert. Hann var mjög skemtilegur og kátur í umgengni, fyndinn og fjörgandi, hafði ávait smáskrýtlur á reiðum höndum, og glögt auga fyrir öllu spaugilegu og skrýtnu, er fyrir kom. Af þessum ástæðum ávann hann sér vinfengi allra, sem umgengust hann á skip- inu, og skipherrann og yfirmennirnir heilsuðu honum brosandi, þegar hann kom til máltíða með þeim, af því það var hann, sem hélt uppi glaðværðinni við borðið. «Mér er það sönn ánægja að hafa kynst yður,» sagði stýrimaður einhverju sinni við hann. «Pað hefði verið langtum leiðinlegra á ferðinni vestur, hefðuð þér eigi verið með, en þér voruð nærri búnir að missa af skipinu.* «Já, það lá nærri, hefði eg komið 5 mín- útum síðar, hefði eg mist af því, en það er heldur ekki ávalt hægt að veraviðöllu búinn.» «Pætti það eigiof mikil forvitni, væri gam- an að fá að vita hvað það var, sem tafði fyr- ir yður.» «Velkomið, að eg skýri yður frá því, en málið er dálítið flókið.« Síðan fór hann mcð svo mikilli einlægni og alvöru að segja stýri- manninum eftirfylgjandi kynjasögu, að ensku feðginin gátu varla varist hlátri, er þau heyrðu hana. «Svo er mál með vexti,» mælti hann, að eg hefi orðið fyrir því óláni, að hálfgeggjaður fréttasnati úr Parísarborg, sem áður fyr þótti nýtur fregnritari, en nú hefir verið geggjaður svo árum skiftir, — hann heitir Lavarede —hefir ásótt mig í rúmt ár. Hann hefir þá meinloku í höfðinu, að hann sé eg, og eg sé hann.» «En sú meinloka.» «Já, og ofan af þessu er ekki hægt að fá hann, og þetta hefir til fulls gert hann ruglað- an. Hann heldur að hann heiti Bovreuil, og eg heiti Lavarede. En flestir þekkja hann í borginni, svo þetta kemur raunar ekki að klandri, og er leiðinlegast fyrir mig, en eg er nú líka farinn að venjast við þetta. Vitleysa hans er því ekki álitin hættuleg, að minsta kosti eigi svo, að hann sé lokaður inni.» «Petta hlýtur þó stundum að vera heldur óþægilegt fyrir yður?» «Og, jæja, hingað til hefir það útleiðst þolanlega, og á friðsamlegan hátt, og meðan eg er á ferðalagi get eg verið áhyggjulaus og ókvíðinn út af þessu. Pað er einungis þegar við hittumst, og ef eg eða aðrir fara að segja honum, að það sé eg, sem sé Bovreuil, en að hann sé Lavarede, þágetur hann stund- um orðið bandvitlaus, og komið á hann óstjórn- legt æði, sé hann þá látinn fá ískalt steypibað og látinn vera í rósemi nokkra daga, rennur mikið af honum. En eg er nú farinn að venj- ast þessu, og þótt hann misti vitið til fulls, get eg eigi sett það fyrir mig, af því eg hefi ekk- ert tilefni gefið honum til þess að látasvona.» »Petta er alveg rétt ályktun, hvað stoðar að vera að ergja sig yfir þessu, svona mann- ræflar valda ýmsum oft margskonar óþæginda, og það er rétt að bera þau eins og hver önn- ur leiðindi, sem menn verða fyrir, og geta eigi gert að.« »Já, þetta er einmitt það sem eg hefi sagt og reynt að gera. En eg ætlaði að segja yður, hvernig á því stóð, að eg kom svona seint út á skipið. Pessi manngarmur elti mig frá París- arborg til Bordeaux og það var með naum- indum, að eg gat Iosað mig við hann. Eg er óviss um, hvernig þetta hefði farið, hefðu eigi nokkrir tollþjónar og verkamenn komið mértil hjálpar og handsamað þennan óða manngarm; þetta var orsökin til þess, að eg hafði næstum því mist af skipinu. En það er eigi vert að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.