Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Page 21
BORGIN RÖGLA.
19
öngi lávarðurinn horfði óþolinmóðlega
í norðaustur, þar sem enn var hægt að eygja
merki meginhersins. Von hans um að ná í hann
bráðlega aftur þverraði að sama skapi, sem
tíminn leið, og þessí óviðkunnanlega þögn
varaði lengur. Hann benti köllurunum að fara
aftur til liðsins, keyrði hestinn sporum, og
og þeysti kringum borgina innan við skotmál,
svo að þeir, sem ef til vill lægju í leyni þar
uppi, skyldu freistast til að senda honum ör,
en engin örin kom.
«Borgin er auðsjáanlega mannlaus« sagði
hann við varaforingjann. «Vér getum auðvitað
skotið hliðið í sundur með fallbyssunni, en
það væri að eins til að eyða tímanum að vera
að því.«
Pað var eins og létt væri þungum steini
af st«6kytunum, og þeir gutu augunum glað-
'ega hvor til annars.
«Er nokkur meðal yðar« hélt lávarðurinn
sfram, «sem getur kastað kaðli yfir einn múr-
bndinn svo hann tolli ?»
Einn maður gekk fram úr hópnum og
hneigði sig. »Eg hef verið sjómaður. lávarður
m>nn,» sagði hann, «og hefi dálitla æfingu í
að kasta kaðli. Nú skal eg reyna.»
Honum var fenginn langur kaðall, sem hann
hringaði í hönd sér og kastaði svo upp. Kað-
nhinn slóst utan um einn múrtindinn, en rann
af honum og féll niður. Maðurinn bjó til lykkju
a annan endann, miðaði nákvæmlega hæðina,
°g eftir fjórar tilraunir hepnaðist honum að
festa kaðalinn á einum tindinum.
“Laglega af sér vikið, sjómaður» hrópaði
Hvarðurinn, og hinir tóku undir. «Bind þú
nu fána utan um þig, klifraðu upp á vegginn,
°g dragðu hann upp á sívala turninn.*
Sjómaðurinn spýtti í lófana, batt fánanum
utan um mittið, og spyrndi fótunum í múr-
>nn og tók að klifra upp. Pegar hann var
Lominn hálfa leið, slitnaði kaðallinn alt í einu
°S hann hrapaði niður en kom þó á fæturna
e>ns 0g köttur.
“Kaðallinn er ekki nógu sterkur* hrópaði
lávarðurinn, «komið með annanU
»Fyrirgefið, lávarður minn» sagði sjómað-
urinn. «KaðalIinn er nógu sterkur fyrir þrjá
menn, en hann hefir verið skorinn sundur,*
og svo sýndi hann honum endana, sem voru
alveg sléttir.
Lávarðurinn rak upp undrunaróp. »F*að er
þá loksins einhver þarna uppi! Hann brýndi
raustina og hrópaði: »Eg skipa yður að gefast,
strax upp, að veita mótstöðu er að eins til þess,
að þér missið lífið. Miskunar 'getið þér ekki
vænzt með öðrum skilyrðum en eg hefi þeg-
ar nefnt.»
Allir héldu niðri í sér andanum og hlust-
uðu. en ekkert svar kom.
Óttablandinn hryllingur fór í gegnum her-
mennina, hún var eitthvað svo ósegjanlega ó-
viðfeldin þessi þögn. Jafnvel Iávarðurinn varð
var við þessa tilfinningu, en svo sagði hann
í höstum róm við sjómanninn: «Taktu annan
kaðal, því hinn hefir sjálfsagt slitnað, en ekki
verið skorinn.»
Sjómaðurinn var auðsjáanlega ekki á því,
tók þó digrari kaðal, og eftir nokkrar tilraun-
ir gat hann fest hann og fór að klifra upp,
en hinir horfðu á með öndina í hálsinum.
Hann var kominn fast upp að brún, en þá
hrapaði hann aftur niður; þó kom hann en
niður á fæturna.
Hann lét kaðalinn Iiggja þar sem hann var,
og reikaði til félaga sinna um leið og hann
þurkaði svitann af enninu.
»Lávarður minn,« sagði hann, «eg gekk á
mála í herinn til þess, að berjast við Skota, en
ekki djöfla. Eg vil helzt fást við þann mót-
stöðumann, sem eg get séð.«
»Fáðu mér kaðalinn!« sagði lávarðurinn
byrstur.
Sjómaðurinn gekk að múrnum með hálf-
gerðum dræmingi, tók kaðalinn upp og fékk
hann foringja sínum.
Lávarðurinn sá þegar, að hann hafði verið
skorinn sundur með hníf. »Jæja» sagði hann,
»svo er bezt að þeir fái að kenna á því —
hlaðið fallbyssuna!«
Stórskytarnir drógu hálfhikandi fram morð-
3*