Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Síða 23
BORGIN RÖGLA.
21
sí ekki fyrir víst, hvort Ijósið kom frá opnum
glugga eða veggsvölum, en seinast komst hann
að þeirri niðurstöðu, að fyrir neðan hann lægju
veggsvalir, hringinn í kring um garðinn að
innan, og að einhver maður — líklega varð-
maður — var á gangi fram og aftur á svölun-
um og gekk við og við fyrir ljósið.
Þegar augu hans voru farin að venjast Ijós-
birtunni, sá hann sér til mikillar undrunar að
þetta var kvenmaður. Öðru hvoru stanzaði hún
°g bar höndina upp að eyranu, eins og hún
væri að hlusta. Hún hlaut að vera mjögþreytt
því hún settist einu sinni niður, og studdi höfð-
*nu á brúnina á veggsvölunum, en það var
ems og hún væri hrædd um að sofna, því
bún spratt óðara á fætur aftur og fór að ganga
um gólf.
Lávarðurinn skreið áfram á fjórum fótum,
°g þreifaði fyrir sér, til að vita hvert hann
hann fyndi enga niðurgöngu. Loks fann hann
shga, gekk hljóðlega niður, og læddist síðan
eftir veggsvölunum í áttina til hússins. Hann
dró sverðið úr slíðrum án þess að minsta
glamur heyrðist, og rétt áður en stúlkan sneri
ser við, gekk hann til hennar, og áður en hún
v'Ssi af, snerti sverðsoddurinn háls hennar.
’Ó!» sagði hún titrandi og augun stóðu
hyr af ótta.
*Ef þér hljóðið hátt eða kallið á hjálp,
neyðist eg til að bana yður«, sagði hann höst-
ugur.
En stúlkan var alt of skelkuð til að kalla
a hjálp; mjög yfirkomin af þreytu og kvíða
hné hún niður á bekkinn, þar sem hún hafði
setið áður, faldi höfuðið í höndum sér og fór
að gráta.
Við þessa sjón mýktist hermannshjarta lá-
varðarins og riddaraskapurinn fékk yfirhöndina.
^Fagra mær,« sagði hann í þýðum róm,
''fyrirgefið að eg á þenna hátt hefi komið yður
0vörum og hrætt yður. Eg sá aðeins einn ó-
vm fyrir framan mig, en gleymdi að þessi ó-
vinur var indæl stúlka. Fyrirgefið mér, og eg
fullvissa yður um, að yður skal ekkert mein
gert ef þér vekið ekki setuliðið.«
Stúlkan þurkaði sér um augun og svaraði:
«Eg hélt að eg væri engin skræfa, en það var
alt svo kyrt og þögult, og þér komuð svo
skyndilega út úr myrkrinu, að eg verð að játa
að eg hefi aldrei fyr orðið svo hrædd.»
«Ungfrú, þér megið ekki tala svona hátt,
þér vekið setuliðið.«
Stúlkan hló hálfvandræðalega. »Setuliðið er
þegar vakið — eg er setuliðið.«
«Rér eruð þó líklega ekki ein hér í borg-
inni?»
«jú, eg var alein —■ þangað til að þér
komuð, án þess að berja eða gera boð áund-
an yður.«
«Fagra mær,« sagði hann blíðlega, «eg
verð að viðurkenna, að eg hefi komið fremur
ókurteislega fram. En eg hafði búist hér við
fleirum en einni stúlku. Voruð það þá þér,
sem skáruð á kaðalinn?»
«Já«
»Og þér sem kveiktuð í púðurgryfjunni?« —
Nú hló stúlkan fjörlega, og roðinn færðist
aftur í kinnar henni. »Já, eg kveikti í sprengi-
gryfjunni, en eg var svo ringluð, að eg hélt
fyrst á eftir að eg hefði kveikt í skakkri gryfju.
þér eruð víst foringi, eða svo álít eg, og eg
verð að segja yður, að þér lituð út fyrir að
verða eins hræddur þegar jörðin gleypti fall-
byssuna yðar og eg rétt áðan.«
«þér hafið þá gaégst yfir múrinn?«
«Já það var hættulaust, því enginn ykkar
hafði þá gætur á borginni, til þess voruð þið
alt of niðursokknir í þessa skemtun er eg veitti
ykkur. En hvernig komust þér hingað inn?»
«Á sama hátt og reynt var í morgun, en
þér ónýttuð. Það er einn sjómaður í sveit
minni, og hann kastaði kaðlinum upp. Hann
álítur að það hafi verið fjandinn sjálfur, sem
kaðalinn skar í sundur, og verður líklega sæmi-
lega forviða, þegar hann heyrir, að það hafi.
verið hvítar engilshendur. »
»f*ér eruð fagurmáll,« sagði ungfrúin, og
horfði niður yrir sig.« En eg hefi heyrt sagt,
að Englendingar taii fagurt en breyti illa.»
»Sá sem það hefir sagt, hefir annaðhvort