Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Qupperneq 24
22
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
ekki þekt Englendinga eða logið viljandi,« sagði
lávarðurinn gremjulega.
-'Rað gleður mig að eg hefi farið vilt í því,
En það er kalt í nótt — viljið þér gefa mér
leyfi til að fara inn og fá mér kápu?«
»Já gjarnan, ef þér viljið lofa mér því, að
koma aftur skjótt.«
«Því lofa eg« sagði hún ogstóð upp; Hann
gekk að dyrunum með henni og sagði: »Þér
sjáið að eg ber meira traust til Skota en þér
til Englendinga.«
Hún horfði einkennilega og með hálfgerð-
um hrygðarsvip á hann dálitla stund og svaraði:
«Eg hefi líka heyrt, að það nafi eyðilagt
margan mann að treysta á konuna.«
Hún hvarf, og hann stóð einn eftir á vegg-
svölunum, og braut heilann um þessi síðustu
orð hennar, sem gerðu hann órólegan.
Hún hafði ekki sagt, hvenær hún ætlaði
að koma aftur, og ef hún kæmi nú ekki, hvern-
ig ætt liann að finna hana í þessari stóru borg.
Hann var einmitt að ávíta sjálfan sig fyrir
vitleysuna, þegar dyrnar opnuðust og hún stóð
frammi fyrir honum í síðri kápu. Það kom
ánægjubros á varir hans, en á fallega andlit-
inu hennar sást ekkert svar upp á það. Djúp-
ur ótti hafði sett merki sitt á andlit hennar.
Hún rétti honum höndina og sagði með nokk-
urri geðshræringu: »Eg verð að kveðja yður,
farið þann veg sem þér eruð komnir, og yfir-
gefið borgina hið skjótasta.«
Ungi maðurinn fór að hlæja. «F*ér gleym-
ið líklega, fagra mær», sagði hann, »að við
eigum að nokkru leyti í ófriði hvort við ann-
að?»
»Nei, það er einmitt það, sem eg hefi ekki
gleymt. Eg sárbæni yður um að yfirgefa þessa
örlagadæmdu borg, meðan tími er til. Borgin
er ein af geymslustöðum Skotlands fyrir nýja
efnið, sem kallast púður, og komu Englendinga
bar svo bráðan að, að mest af því var skilið
eftir í kjallaranum. Eg hefi nú kveikt í púður-
þræðinum, og eftir fimm mínútur verður ekki
annað eftir af borginni en öskuhrúga.«
»En guð minn góður, ungfrú,« hrópaði lá-
varðurirm, «geta Skotar engan mist af her-
mönnum sínum, svo þeir þurfi að láta kven-
mann vinna þetta verk?«
»Það er nóg þörffyrir menn vora á orustu-
vellinum, svo að eg tókst þetta starf á hend-
ur. Þér komuð óboðinn hingað, og það er í
sjálfu sér engin ástæða til að hlífa yður, úr
því eg hlífi ekki sjálfri mér. Samt sem áður
ætla eg að gefa yður líf, en þá verðið þér
að fara héðan tafarlaust.
»Komið þá með mér.«
»Nei.«
»Jæja, þáslekk eg í þræðinum».
«Það getið þér ekki, því hann er á þeim
stað, að þér finnið hann ekki. Nei, flýið, flý-
ið, meðan tími er til.«
»Eg get verið þrár eins og þér, og eg heiti
því, að fara ekki héðan nema þér komið með
mér.«
»Gefið yður þá á vald mitt sem bandingja
og látið mig ráða skilyrðunum. Gefið mér
yðar enska æruorð upp á það, að þér sam-
þykkið að eg slökkvi í þræðinum.»
«Já, ungfrú. eg samþykki það — eg er band-
ingi yðar«.
Ungfrúin hvarf svo skyndilega, að það var
eins og hún hefði sokkið niður í jörðina. Þeg-
ar hún kom aftur, var hún lafmóð af hlaup-
unum; hann stóð í þungu skapi og studdi
höfðinu að grindunum. Hin stutta skozka nótt
var á enda, og lampinn bar daufa birtu. —
»Bandingi,» sagði hún eftir að hafa horft
á hann um stund, »þau vægustu skilyrði, sem
eg get sett, eru þau, að þér farið til manna
yðar, og snúið með þeim heim aftur — eru
skilyrðin má ske of hörð, að þér rjúfið orð
yðar?«
»Eg skal gera eins og þér skipið> sagði
Iávarðurinn, án þess að Iíta upp.
»Það lítur út fyrir að það séu vonbrigði
fyrir yður.«
«Framtíð mín er eyðilögð, og eyðilögð
með smán. Þér höfðuð á réttu að standa, er
þér sögðuð, að það gæti eyðilagt manninn að
treysta konunni, og héðan af getið þér tilfært
örlög mín því til sönnunar,«