Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 4
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR reykinn niðri á bæjunum — og mig sárlang- aði til þess að komast heim á einhverii bæ- inn, og ná í alt þetta góða og blessaða, sem ferðamaðurinn nær í, þegar hann kemnr ofan af heiðunum ofan í sveitina. En á bak við mig — iangt í fjarska — gnæfðu hvítir jöklar; það voru bræður, sem eg hafði heilsað, kynzt og kvatt daginn áður, og hafði eg séð þá henda sólargeislana á lofti, margfalda þá í mjallhvítunni, og kasta þeim svo aftur hvert sem vera vildi. Reir skeyttu ekki um það. Peir létu sér það nægja, ef þeir gátu sagt frá því, að þó jökulbungan væri köld viðkomu í svipinn, þá væri þó til eldur undir þeirri'ísbieiðu, sem gæti látið til sín taka, ef hann bærði á sér til muna. Og alt voru þetta gamlir og góðir vinir — jöklarnir, heiðin og dalurinn. Alt var það ramíslenzkt — ekki agnar ögn af útlendum hégóma saman við það. Eg elskaðj það alt- saman — og alt elskaði eg það mest, þar sem eg var, eða átti að koma. Ressa stutidina elskaði eg dalinn mest af ölllu. Og af hverju? Ja, svo mörgu: voninni að hvíla mig og klárinn, hressingunni á bæjun- um, og ef til vill snotru, brosandi sveitastúlku- andliti, sem eg vissi þar af. Eg var nú glaðvaknaður aftur, og vildi fara að hraða mér að ná til bygða. En eg var svo máttlaus í morgunhitanum og klárinn svo blóðlatur, að okkur gat engan veginn komíð saman um að hvetja sporið. Eg hafði hvorki nenningu eða skap í mér að fara að berja klárinn, enda átti hann alt annað að mér. Svona þrömmuðum við þá áfram í hægðum okkar, þangað til að fór að halla undan fæti fyrir alvöru. Eg hafði farið einum tvisvar sinnum yfir heiðina áður, en í hvorttveggja skiftið með öðrum og minna tekið eftir landslagi og gatna- mótum fyrir það. Samt minti mig nú, að mér hefði verið sagt, að einhverstaðar þarna í heíðarbrúninni ætti eð vera sel. Datt mér strax í hug að þar skyldi eg ná í morg- uninn, ef mér tækist að hafa upp á selinu. Vegurinn lá þarna fram með melhrygg einum, og brekkan ofan við götuna var alþakin víði,- fjalldrapa, fjólum og blágresi. Vel var loðið á milli runnanna af kjarngóðu língresi. Eg reið því út úr götunni og upp í brekkuna, vatt mér af baki, lét Skjóna eiga sig, en fór að kjaga upp á melinn til þess að skygnast um, og vita hvað fyrir augun bæri. Eg var lafmóður þegar eg komsl upp á melhrygginn. Hinumegin við hrygginn blasti við mér stór og fagur, bugmyndaður hvammur — og þarna var selið í miðjum hvamminum. Og búverkareykurinu — eða kaffireykurinn — strokaði sig beint upp úr eldhússtrompnum í háa lopt eins og stórviðarbolur og dreifðist þar svo út eins og furutoppur og bauð mig margvelkominn. Rað tná nærri geta, hvað mér þótti vænt um. Eg lét ekki lengi bíða að ná í klárinn, en hann var orðinn fastur á munninum þarna í brekkunni og vildi hvergi fara; hann hefir ekki búist við betri kjörum aanarstaðar en þarna. Samt lét hann þó tilleiðast; eg teyindi liami upp á melkambinn, fór þar á bak og reið svo heim að selinu. Eg reið svo liðugt s.m eg gat yfir holt og hrjóstur, þangað til eg komst heim að seldyrunum. Rar stiklaði eg af baki og slepti klárnum í varparm. Undireins og eg kom af baki, fór eg að skygnast inn í eldakofann. Hann var frálaus selhúsunum sjálfum. Og það var mér þ/ »hjart- kær happasjón», sem eg sá: Það skíðlogaði í hlóðunum og rétt um leið og eg kom inn úr dyrunum, bullsauð upp úr katlinum. Og er það ekki gaman að koma þreyttur og slæptur ofan af heiði og hitta á það að það bullsýður upp úr katlinuml Eg sá engan í eldhúsinu. Eg hljóp því að seldyrunum og sá þar kerlingu skamt fytir innan dyrnar, sem var að renna trogi. Undanrenn- anstreymdi í flatri margsnúinni bunuundan hend- inni á kerlingunni út úr trogshorninu ofan í stóra fötu, sem stóð þar á gólfinu. Eg varð alt í einu þur í kverkunum af þorsta.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.