Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Page 6
4
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
ið að hugsa upp á, og vildi endilega komast
þangað um kvöldið; það var trú’ eg langt á
milli bæjanna og vondur iækur á milli. Svo
fara ekki sögur af því annað en það, að hann
hafði fundist frá hinum bænum í stekknum þar
undir kvöld daginn eftir og var þá nær dauða
en lífi og skaðkalinn á fótunum: þarna lá hann
svo allan veturinn og fram á vor, og misti
þarna annan fótinn upp við hné og eitthvað
af hinum fætinum og annari hendinni, trú’jeg.«
»Aumingja karlinn.«'
«Pað er nú svo sem ekki búið með
það. Stelpugreyið vildi svo náttúrlega ekki
sjá hann, þegar hann var orðinn svona,
sem ekki var heldur von, og svo varð hann
hálfvitlaus út úr öllu saman, og var fluttur á
sinn hrepp, eitthvað norður, trú’jeg væri; og
þar var hann í hreppnum í nokkur ár. En svo
hlotnaðist honum alt í einu gríðarmikill arfur,
og eftir það fór hann að sjá um sig sjálfur.
En hann tímdi hvergi að gefa með sér eins
og menn vildu hafa með honum, því hann
var trú’jeg bæði heimtufrekur og dutlungafull-
ur, og svo flæktist hann svona mann frá manni,
og altaf svo úríllur og óþægur, að svo sem
engir gátu fætt hann til lengdar.«
»Lífið hefir orðið honum að byrði,« svar-
aði eg eins og talaði af langri lífsreynslu.
»Eg veit ekki hvernig það var með hann.
Loksins lenii hann hjá Porbirni á Dynjanda,
og hefir tollað þar lengst, það sem eg þekki,
hann er búinn að hanga þar ein 10—12 ár, held
eg allt af sáróánægur, og það voru líka, hjón-
in, með hann; hann hefir oft gert ráð fyrir að
fara, en þó aldrei viljað fara, þegar á átti að
herða, og þarna hefir hann lafað, þangað til
hann er nú dauður. Hann var þar í afþiljuðu
stafgólfi í baðstofunni og kom þar svo sem eng-
inn inn til hans, nema Helga dóttir Þorbjörns.
Hún hafði einna helzt kunnað lagið á honum.
Hún var líka krakki þegar hann kom þangað.
Núna seinni árin lét hann þessa Helgu verzla
fyrir sig og hvað eina, og hún er víst sú eina
manneskja, sem hann hefir einstöku sinnum
vikið ofurlitlu, Annars var hann skelfilega nískur.
Hann tímdi ekkert að kaupa nema bækur; af
þeim átti hann fulla kistu, og var lengst af að
að grúska í þeim; og svo eitthvað að skrifa
þess á milli.«
»ÆtIi hann hafi aldrei gifzt eða áttbarn?«
»Ja-nei-nei, það hefir enginn kvennmaður
getað fengið sig til að eiga annan eins durt,
eða eiga nokkur mök við hann. Pað var held-
ur engin von — liann var svoddan skelfilegur
fýludallur, þá hann lifði.»
»Einhver hefði nú fengist tii þess, fyrst
hann var ríkur; vant er það þó að ganga i
augun á þeim.«
«Nei, eg segi yður satt, ekki hefði eg get-
að átt hann, þótt jarðirnar væru með. En það
veit enginn hvað á að verða af þessum miklu
eignum. Rað erenginn hér í sveit sem er eina ögn
skyldur honum, svoeghefi enga hugmynd um
það. En það kvað hafa verið einhver skelfi-
leg sérvizka, sem hann kom upp með eftir að
hann lagðist; það var nú eitt, að hann kvaðst
mundi deyja, og það varð nú líka. Svo sendi
hann í kaupstaðinn, og lét taka út fjarskalega
þykk borð í líkkistuna utanum sig, og fékk
mann til að smíða hana, og sagði fyrir að
hún skyldi vera alt öðruvísi í laginu en lík-
kístur eru vanar að vera. Svo tiltók hann sjálf-
ur grafarmennina og hvað ætti að borga þeim
og svo líka legkaupið og líksöngseyririnn, en
sagði presturinn væri sjálfráður, hvort hann
vildi nokkuð segja eftir sig eða ekki — en
svo mergjað eða merkilegt mundi það varla
verða, og því síður rétt, að það tæki því að
borga það. Svo sagði hann aðalt sitt lausa-
rusl skyldi setja á axjón tveiin dögum eftir að
hann væri grafinn, og gefa mánaðarfrest, og
þá sagði hann að það mundi sjást, hvað hann
ætlaðist til að yrði um reiturnar sínar. já, það
var h'ka satt, hann sagði að láta sig standa
uppi í hálfan mánuð, og hafa engan við jarð-
arförina, nema þá sem að því þjónuðu.«
»Jæja, eg held helzt eg hefði nú gaman
af að vera við jarðarförina — eða skyldi hann
hafa bannað það, að nokkur óboðinn væri
þar við?»