Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 8

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 8
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. heim að selsdyrunum, og leggja á hann reið- verið. Svo kvaddi eg kerlingu með virktum og hélt af stað. Eg reið selgöturnar heim eftir lækjardragi einu litlu, og skömmu síðar sá eg ofan í dal- inn. Grænar hlíðar og fagrar var að sjá að vestan fram, er blöstu við sólu, en að austan- verðu voru þær allar dekkri, þvi að þar voru enn skuggar undir brekkum, hjöllum og riiid- um. F*að var eins og sólargeislarnir flæddu c'g fossuðu ofan eftir snarbrattri fjallshliðinni, færu í loftinu og dræpu sér aðeins niður þar sem hæst bar á. Sléttar engjar, mýrar og grundir lágu beggjamegin meðfram fjalIsrótun- nm, en eftir miðjum dalnum rann áin í ótal bugðum og kvíslum, óg liðaðist innanum hólma, tanga, nes og sandeyjar, hægt og þegjandi, blitt og rótt. Það var eins og ræma af heið- um himninum hefði verið tekin þar til þess að hlaðbúa skrúðgrænan kyrtilfald náttúrunnar. Eg hafði nú reyndar farið þarna um áður, en aldrei nema að hausti til. Pá var alt orð- að bleikt og fölnað, og ömurlegur elliblær komin yfir náttúruna, áin ísgrá á litinn og fjallahlíðarnar skuggalegar. Mér fanst dalurinn miklu fegurri en nokkurntíma áður. En þó hugsaði eg ekki svo mikið um náttúrufegurð- ina í dalnum, að minsta kosti ekki eins og vert var. Eg var að hugs um Jón halta og allt það sem selkerlingin hafði rausað um hann. Eftir sögu kerlingarinnar, var hann einn af af þessum gamaldags, óbærilegu sérvizkukörl- um, sem enginn getur tjónkað við svo vel sé, öllum eru hvimleiðir og enginn vill hafa, eða að minsta kosti allir vilja vera lausir við. Mér runnu í hug þó nokkrir karlar, og enda kerling- ar líka, af þeirri tegund; suma hafði eg heyrt talað um, suma hafði eg þekt. En sagan, sem kerlingin sagði af honum, bæði um kalið, stúlkuna og ekkjuna, þótti mér vera svo sér- stæð og einkennileg, að mig sárlangaði til að komast betur á snoðir um það alt saman ef auðið væri. Eg fann það, að kerlingin hafði sagt mér alveg satt — eins og aimenningstalið hafði verið um karlinn þar í sveitinni. En mér fanst einhvernveginn, að þessar sögur mundu vera að einhverju Ieyti meira en lítið bognar, mundi bæði vanta í þær og þær vera afbak- aðar. Og þá svo sem auðvitað karlinum til hnjóðs. Einhvernveginn hlaut það nú að vera öðruvísi, hvernig á því stóð, að hann sleit sig út í hríðina, lá úti, kól og misti fótinn. Og það atvik hefir líklega farið með alla lífsgleði hans og lífsgæfu. Og hvernig Iá f þessu með ekkjuna fátæku, með mörgu ■ börnin munaðar- lausu, sem karlinum þótti svo vænt um, heim- sótti á hverju ári, en vildi þó ekki eiga þar heitna? Stóð þetta nokkuð í sambandi hvað við annað? Eg stóð hér frammi fyrir einni af þessum mörgu gátum lífsins, sem alþýðlegur góðvilji og almenn skarpskygni reyndi að ráða og skilja, en færði þá á verri veg, eins og svo oft vill verða. Rað er oft meir en lítill vandi að ráða slíkar gátur og finna sannleikann. Og meðan Skjóni lötraði f hægðum sínum framan göturnar eftir dalnum flugurnar suðuðu og fuglarnir kvökuðu, smalarnir hóuðu og hund- arnir gjömmuðu, og ærnar runnu í halarófu heim á kvíabólin, ummyndaðist og umskapað- ist svíðingurinn og sérvizkudallurinn, mein- hornið og dutlungadurturinn hann Jón .halti, sem enginn vildi hafa, var illa við aila og öll- um var illa við, í efnismikla, þreklundaða og elskuverða sálu, sem heimurinn, forlögirf, straum- ur atvikanna, og ef til vill einhver sjálfskapar- víti höfðu svo níðst á, að hann hafði orðið viðskila við lífsvonina og lífsgleðina, allan mann- legan kærleika, alt það elskulega og góða í mannlífinu; og sál hans hafði ekki þolað þessa áreynslu og ofraun; hann hafði mist alla trú á mennina, á sjálfan sig og jafnvel á guð, stirðn- að, kólnað og trénast upp eins og feyskja, þegar hann var orðinn upp á aðra kominn og gat enga björg sér veitt. En þá var hún Helga Rorbjarnardóttir, bóndadóttirin á Dynjanda. Eg kannaðist eitt- hvað við hana, þegar selkerlingin mintist á

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.