Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Qupperneq 12
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. beið, og seinast sendi hann okkur á njósn um þetta, því hann vill flýta brúðkaupinu, og gjaf- vaxta stúlkur grípa ekki ráðgjafa upp úr sand- inum, og ráðherra neitar ser ekki um að þiggja tvö hundruð þúsund pjastra í heimanmund.« »Hver skrambinn, það er laglegur skild- ingur.» «Já er ekki svo?« sagði bústjórinn, »og svo á að reka brúðkaupið af. En eg vil endi- lega ná í þer.na mann.« «Rarna er hann,« sagði einhver og bentí á mann, sem gekk þar fram hjá. »Heyrið þér þarna, kunningi — maður, sem vill tala við yður.« Maðurinn með rauðu skýluna kom nær. Herra minn,« sagði bústjj|rinn kurteislega, L»það er ekki af forvitni, heldur af þvíað hús- jbóndi minn er áhyggjufullur út af hollvin sín- lim, sem honum er horfinn, og hann hyggur Kauðan, að eg er að spyrja um hann. Hvað ■tið þér uin Don Estevan de Arechíza?« ■ »Mikið. En með leyfi — hver er hús- móndi yðar?« »Don Agústin Pena, eigandi hasíendunnar del Venadó.« «Pað brá við gleðisvip á andliti mannsins. Eg skal með ánægju gefa Don Agústin allar þær upplýsingar, sem hann óskar eftir. Er langt þangað?« «Prjár fullar dagleiðir, ef maður hefir góð- an hest.« »Bíðið mín til annars kvölds, og þá verð eg samferða.» »Sjálfsagt.« Rétt á eftir sáu þeir að maðurinn með rauðu skýluna reið af stað norður í eyðimörk- ina og fór léttan. Kvöldið eftir kom hann aftur; héldu þeir þegar af stað, og komu til hasíendunnar á þriðja degi. Pað var heldur dapurlegt í hasíendunni. Don Agúsín féll þungt að fá engar fregnir af hertoganum af Armada; ráðahagur dóttur hans var öll hans verk, og Tragadúros rak eft- ir. Don Agústín talaði um þetta við dóttur sína, ,en hún svaraði engu nema tárum, og frestaði þvf faðir hennar einkamálunum lengur og lengur, og sendi á endanum menn til Tú- bak, til pess að vita, hvort engar fréttir væri að fá. Pegar þeir væru komnir aftur, átti brúðkaupið fram að fara. Pað var síðasta von meyjarinnar. En sorgin át um sig í hjarta Rósarítu, og faðir hennar var viti sínn fjær af að sjá hana veslast upp. Hún hafði komist á snoðir um, að Fabían var á iífi, þegar hún var við Rauðu- kvíslar; bæði hafði hún heyrt hann æpa nafn sitt um morguninn, og svo sá hún hann aftur í bardaganum við hliðina á gráhærða heljar- menninu. En því hafði Tíbúrsíó — hún þekti ekkert annað nafn á honum — ekki kom- til búgarðsins á eftir -- já því —? Var hann dauður, eða var hann hættur að elska liana? Petta kvaldi hana óaflátanlega, svo að rós- irnar fölnuðu og lífsgleðin dapraðist. Raðherrann var riðinn burt fyrir nokkrum dögum, en svo var aftur von á honum á hverri stundu. Komumanni var þegar boðið inn. Hann tók ekki ofan hatt sinn, en rönd af rauðri skýlu sást í kring ofan undan hattinum, og huldi hún nærfelt augabrýrnar. Harin horfði vand- lega á Rósarítu. Hann sá þegar, að hún var raunaleg á svip og þegar hún settist niður, var hún eitthvað eirðarlaus og óróleg ásýndum. Pað var^ eins og hún kviði fyrir einhverju, sem hún þyrði ekki að hugsa tim. Don Agústín settist niður og mælti: «Pér hafið gert vel að fara hingað og færa mér hingað fregnir, þó að sorglegar kunni að vera. En það er mest um vert að vita það eins og það er.» iSorglegar eru að vísu fréttir mínar. En það er mest um vert« — og hann sneri sér að Rósarítu — «að þið fáið að vita það eins og það er. Eg hefi séð margt og öræfin eru ekki eins dularfull og sumir halda.» Rósaríta' starði á manninn með rauðu skýluna.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.