Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 17
GULLFARARNIR 15 óðara aftur. Hann færðist nær; hún hvarf ei að heldur. Hjartað ætlaði að springa í brjósti hans. Honum kom til hugar að Rósaríta væri dáin, og þetta væri vofan hennar að flökta um forn- ar sorgarstöðvar. En þúsund sinnum vildi hann heldur sjá hana fulla af háði og fyrir- litningu en vita hana látna. En svo heyrði hann yndisþýða rödd, eins og ómhlæ frá himni, tala til sín og segja: «Eruð það þér, Tibúrsíó? Eg hefi beðið eftir yður.« Var það vera frá öðrum heimi, sem svo gat vitað fyrir að hann kæmi aftur? «Eruð það þér Rósarfta?« sagði Fabían með daufri röddu, »eða er það sjónhverfing, sem verður að engu?» Og hann stóð þar eins og jarðfastur — hann var svo hræddur um að sýnin rr.undi hverfa. «Rað er eg, áreiðanlega eg,« svaraði röddin. «Guð minn góður, þetta ætlar að verða mér erfiðara en eg hélt,« sagði Fabían við sjálfan sig. Hann steig eitt skref áfram. Hann var alveg á milli vila. »Hvaða guðs undur eru það, að eg finn yður hér?« sagði hann. »Eg kem hérna á hverju kvöldi,« »svaraði mærin. IJá lifnaði fagnandi von í brjósti Fabíans. Áður hefði Rósaríta heldur dáið en að kannast við ást sína til Fabíans. En síðan hafði hún þolað svo margar raunir, og felt svo mörg tárin, að ást hennar var orðin sterkari en feimn- ln Slík dirfska er til hjá sumum ungmeyjum, en hreinleikur þeirra helgar hana. »Komið nær, Tibúrsíó,« sagði hún, «hér er hönd mín.« Fabían kom til hennar í einu stökki, stóð þar við hlið hennar og þrýsti ástúðlega hönd hennar. En hann kom ekki upp nokkru orði. Mærin horfði blítt til hans. Lof mér að sjá, hvað þér hafið breyzt mik- ið, Tíbúrsíó,» sagði hún ; «sorgin hefir merkt euni yðar, en heiðurinn hefir sæmt það aðals- marki. Pér eruð bæði hraustur og fallegur, Tí- búrsíó; eg hefi frétt það með fögnuði, að þér hafið aldrei fölnað í hættunni.» »Frétt það?» svaraði hann, «hvað hafið þér frétt ?» «Alt, Tíbúrsíó, líka leyndustu hugsanir yð- ar; eg vissi líka þér kæmuð hingað í kvöld; skiljið þér nú? — og hér er eg!» «Áður en eg dirfist að skilja yður — og misskilningur mundi nú valda mér dauða, svo svarið mér einni spurningu...........ef eg má spyrja einni spurningu.« «F*aó megið þér . . . eg kom til að hlusta á orð yðar.» «Heyrið mig: fyrir sex mánuðum átti eg tveggja manna dauða að hefna, móður minn- ar og þess manns, sem var mér sem faðir, Markos Arellanoss; því að úr því þér vitið alt, vitið þér líklega líka, að eg er ekki lengur . ..» »Pér eruð alt af sami Tíbúrsíó fyrir mig; eg hefi ekki þekt Fabían af Mediana.* »Varmennið, sem drap Markos Arellanos, Kúk- illó, veinaði við mig um líf sitt; það gat eg ekki gefið honum; enþegar hannsagði: »Líf —lífínafni Rósarítu, sem cg veit að elskar yður, því eg heyrði . . .» þá lá mér næst að gefa honum líf af ást til yðar, en þá hratt annar félaga minna honuin ofau í gljúfur, Púsund sintium hefi eg spurt sjálfan mig að því, hvað hann hafi heyrt. Nú spyr eg yður að því í kvöld.» «Eitt einasta skifti hefir skroppið fram af vörum mér orð, sem sagði leyndarmál hjarta míns — kvöldið þegar þér fóruð héðan svo sviplega. Eg skal hafa upp fyrir yður það sem eg sagði.« Og hún virtist taka á öllu sínu til þess að geta sagt manni að hún elskaði hann; hún lyfti höfði sínu ljómandi af sakleysi og fegurð og sagði: «Eg hefi þjáðst svo mik- ið fyrir misskilning, að hann má nú ekki leng- ur standa á milli okkar. Eg skal því hafa upp orðin með mínar hendur í yðar höndum og horfandi í augu yðar — þér hlupuð frá mér, Tíbúrsíó, og eg hélt enginn heyrði til mín nema guð, og eg sagði: «Komdu aftur, Tí- búrsíó, því að þú ert sá eini, sem eg elska.»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.