Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 19
FORLAGAGLETNI. 17 drenginn minn, og veittu að börnin hans elski hann eins innilega og hann elskaði gamla Bois- Róse. Tímanlega daginn eftir lagði Don Vincente Tragadúros á hest sinn og héltsuðurtii Arispe og var heldur lúpulegur á svipinn. < Eg fann þetta á mér,» tautaði hann við sjálfan sig, «að eg mundi þurfa að gráta dauða aumingja Don Estevans. Eg hefði þó að rt^insta kosti haft hálfa miljón og einhvern fallegan titil upp úr hjónabandinu. Rað fór alt í ó- lukku sína þegar hann fór. Það var Ijóta ó- happið að hann skyldi fara að hrökkva upp af þegar verst gegndi.* Skömmu síðar reis kofi úr viðarbolutn og berki þar úti í skógarjaðrinum. Don Fabían de Mediana og konan hans fagra gengu oft út að kofanum og hittu þar fornvini sína. En hvort nokkurntíma hefir rekið að því, að vinir þeirra hafi þurft að fylgja þeim eftir til Spánar eða norður í gulldalinn, vitum vér ekki. Hafi nokkuð orðið úr þvt, skulutn vér segja frá því seinna. En það eitt er víst, að ef hamingjan í þess- um heimi er ekki tómt draumskrök, þá átti hún heirna í hasíendunni del Venadó og kofa skógafaranna. —=== ENDIR ==— FORLAGAGLETN I. (Eftir H. Vild.) I útjaðri eins af stórskógunum í Mexikó, seint um kvöld, námu tveir ríðandi menn stað- ar. Bar annar þeirra blys til að lýsa þeim leið. Hinn var hvítur að hörundslit, gáfuleg- ur og góðmannlegur og búinn eftir siðvenjum Evrópumanna. Sá sem blysið bar, var svert- ingi með slægðarlegt yfirbragð. «Er það hér, sem við eigum að hvíla?« spurði Evrópumaðurinn. »Já, herra minn,« svaraði blysberinn. Þeir stýrðu hestinum að hrörlegu bjálka- húsi, sem sást þar í nánd inn á milli trjánna, °g geta mátti til að væri veitingahús, og fnundi vera kærkomið mönnum þeim, er voru á ferð þar úti í eyðimörkinni, langt frá öllum mannabygðum. Fegar þeir nálguðust húsið, varð þeim Ijóst, að þar mundi vera gestkvæmt og glatt á hjalla, því að ómurinn af negratrumbunni og skvaldri °g söng gestanna barst á móti þeim, en fjöl- menni sást á kviki inn í stofunni, sem upplýst var af eldi á arninum og rauðbleikum furu- blysum. Bjarmann af eldinum lagði i gegnum rifurnar á hinu hiörlega húsi og gegnum op þau á veggnum, er'giltu fyrir dyr og gluggga. Retta uppljómaða hús skar því glögt af við hinn dimma skógarvegg, sem lá að því á þrjár hliðar. Lilta stund var Evrópumaðurinn í efa um, hvort hann ætti að leita hvíldar í þessu ókunna húsi, sem honum virtist vera fremur tortryggi- legt, enda var þá róstusamt víða í Ameríku. Rrælastríðið var í algleymingi i Bandaríkjun- um og hafði æsandi áhrif á hugi almúg- ans langt út fyrir landamæri ríkjanna. Rað var því eigi hættulaust að ferðast um hinar strjálbygðu landauðnir í Mexíkó, einkum fyrir þá, sem lítt voru þar kunnir þjóðvenjum, og því nauðsynlegt að vera var um sig. Edmund Walter, svo hét Evrópumaðurinn, var ungur, þjóðverskur grasafræðingur og doktor. Hann var á ferðalagi um Mexíkó í því augna- miði, að auðga vísindin með áreiðanlegum frá- sögnum um hið fjölskrúðuga jurtalíf þar í landi. 3

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.