Nýjar kvöldvökur - 01.01.1911, Síða 23
FORLAGAGLETNI
21
betta hvítir menn á ýmsum aldri, sumír skegg-
lausir unglingar, en aðrir hvítir fyrir hærum.
Allir voru þeir vel vopnaðir, djarfir og frekju-
legir í framgöngu, og sýndi alt þeirra fram-
ferði, að þeir voru vanir við að skipa og láta
hlýða sér.
Gamall svertingi, sem stóð fyrir beina, hafði
nóg að gera að bera fram hiná heitu drykki,
sem menn báðu um í sífellu, og hin unga
kona veitingamannsins varð að koma til sög-
unnar til þess að hjálpa til við framreiðsluna.
Pessi sveit var í mjög æstu skapi, og Þjóð-
verjinn var naumast kominn inn úr dyrunum
fyr en gestgjafinn var dreginn líkt og fangi inn
í gestastofuna og hann yfirheyrður þar eins
og óbótamaður. Hann skalf á beinunum af
hræðslu. Hann þóttist ekkert vita, og sagðist
ekkert vita um neinn óaldarflokk, engir hefðu
komið þar um kvöldið, nema einn hvítur mað-
ur með þjóni sínum, og laug þannig alt hvað
aftók.
í-’jóðverjinn varð þess brátt áskynja að
þessir menn voru áveiðum, þeim veiðum, sem
þeir eflaust hafa haft mesta tilhneigingu til:
mannaveiðum. Sá atburður hafði orðið fyrir
nokkrum vikum, að ríkur jarðeignamaður þar
í grendinni liafði verið myrtur, ásamt konu og
barni. Sumt af þrælum hans og þjónustufólki
hafði verið myrt, en sumt flúið, og féll eðlilega
grunur á það um ódáðaverkið. Pó féll langtum
meiri grunur á mann nokkurnMelazzo að nafni,
sem var kynblendingur og sonur meiriháttar
Mexikóbúa, sem hafði látið þenna launson sinn
fá ágætt uppeldi.
Þarna í veitingastofunni var mikið rælt um
gripdeildir og grimd þessa voðalega manns, og
hvernig hann hefði byrjað glæpabraut sína
með því að myrða bróður sinn, sem var ein-
asti erfingi að eignum föður hans, og
hafði eigi annað til saka unnið en að slá til
hans með svipu. Eftir bróðurmorðið hafðist hann
við 1 óbygðum eða strjálbygðum'landsins eins og
ublegumaður og var grunaður umjþátttökuí öllum
ódáðaverkum þar um slóðir. En öll ofsókn
gegn honum varð árangurslaus og hann bauð
byrginn lögum og rétti þar í landi. Þetta veitti
honum því léttara, sem hann var hraustur,
snarráður og hafði óbilandi traust allra svert-
ingja og blökkumanna þar í nágrenninu og auk
þess meginþorra hins undirokaða almúga.
Þessvegna höfðu nú bændahöfðingjar og
efnamenn gert samtök til þess að handsama
öfbeldismanniiin, sem þeim var farið að standa
mikill beygur af.
Slungnir njósnarar, sem þeir höfðu haft
úti, höfðu sagt þeim, að á þessum stöðvum hefð-
ist ræningjaforingi þessi við í tjöldum með
sveit manna. Því var það, að þessi heldri
menn voru komnir á ferð í æstum veiði-
hug til þess að handsama þrjótinn og hengja
hann umsvifalaust upp í eitthvert haldgott tré.
í þetta sinn fór sem fyr, þeir komu ofseint
til veitingahússins. Fuglinn var floginn og
hreiðrið tómt og gat nú þrjóturinn hlegið að
öllu þeirra fumi og ráðagerðum.
Undarlegt var, að engum af þessum mönn-
um datt í hug að spyrja Walter um, hverjir
þar hefðu verið um kvöldið, og hann fann
heldur enga ástæðu til að fræða þá um það
óspurður, meðfram afhlífðvið veitingumann-
inn, sem varist hafði allra frétta um það og
hefði naumast sloppið heill á húfi, ef upp-
víst hefði orðið, að hann væri að leyna ferð-
um óaldarflolcksins. Þjóðverjanum var raunar
boðið að vera með til mannaveiðanna, en hann
kvaðst ófær til þess vegna svefnleysis og þreytu,
og bað veitingastýruna um leyfi til að mega
ganga til hvílu. Þetta veitti hún honum fús-
lega, og leyndi sér ekki þakklæti hennar til
hans fyrir að hafa þagað yfír gestaganginum
þar fyr um kvöldið. Þegar herramennirnir
höfðu sötrað úr glösum sínum, skunduðu þeir
aftur út til hesta sinna, kveiktu blysin og riðu
á brott með hávaða og glensi. Var sem steini
væri létt af Þjóðverjanum er hann heyrði þá
ríða brott, og honum fanst hann vera laus við
þetta einkennilega og hættulega ævintýri, er
hann varð fyrir þetta kvöld.
[Framh.]
-——