Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Blaðsíða 5
SMARAGDA. 3 ar nálægur. Skipinu var því stýrt í norðaust- ur þangað til fjöllin á Krít komu í Ijós við hafsbrúnina í tærum loftblámanum, þá var haldið beint í vestur, fram með suðurströndinni. Hugh stóð á þilfarinu hjá Steere undirfor- ingja og beindi kíki sínum að eynni. Reir voru svo nærri landi, að klettahlíðarnar við sjóinn sáust glögt; þær voru rauðleitar að lit, og af því að vorsólin var nær því í hvirfildepli og skein úr heiðríkjunni á fjöllótta ströndina, þá sást hver rindi og hvert gil í blíðunum eins °g á landabréfi. Efstu fjallseggjarnar sem voru snævi þaktar, glitruðu éins og silfur. »Hvert fjallið er Ida?« spurði Hugh. »Við sjáum ekki Idu fyr en eftir tveggja stunda siglingu.* »Eyjan er töluvert stór.« »Ef við förum fjórtán hnúta, þá verðum v'ð hálfan sjöunda tíma að komast fyrir vest- Urodda Krítar. Eyjan er 8.600 ferkílometrar.* »Eg sé ekki annað en kletta. Er bygð hérna- oiegin?* »Það eru aðeins tvö þorp á suðurströndinni, °g húsunum þar er klest föstum við klettana eins og hvítum kössum. Það stærra heitir Spha- Hafnirnar eru hinumegin á eynni; við sjá- u,u þær á morgun, og hver veit nema við Hum að sjá þær oftar, Eg hefi fengið pata af Grikkir vilja ekki horfa á það lengur ró- 'egir, hvernig Tyrkir brytja niður bræður þeirra a Krít. Við fáum sjálfsagt nóg að starfa síðar Nr á eynni.« »Það kemur gufuskip á móti okkur.« Hndirforinginn leit í kíki sinn. »Það er franskt gufuskip, sem heitir »Mic- ^eU, sagði hánn. Skipin nálguðust hvort annað. Svartur og rauður skrokkurinn á »Michel« skýrðist óðum °g Englendingar sáu að þiifarið var fult af e>nkennisklæddum mönnum. Franska skipið fór ennþá nær ströndinni en það enska. »Herflokkur til Madagaskar,« sagði Steere, Ulu leið og skipin sendu hvort öðru kveðju. »Það var annars heimska af stjórninni okkar *ð láta þá ey f tð.t »Við getum þó ekki tekið alt,« sagði Hugh, »og það er meiri sæmd enska nafninu að leggja alt kapp á að hjálpa kristnu þjóðunum, heldur en hafa mörg járn í eldinum og eiga alstaðar í erjum.« »Það eru Frakkar, sem eiga þar í erjum, og eg er hræddur um að þá verki í kokið um það að þeir renna þeim bitanum niður. Eyjar- skeggja í Madagaskar vantar aðeins brúklegar byssur.« »Og þá list að standa fast fyrir og skjóta.« >Jæja, en ef nokkur þúsundir manna hafa hríðskotabyssur, þá geta þeir þó gert nokkurt tjón, þó að þeir haldi ekki velli. Góð byssa gefur gott hugrekki, það höfum við séð við Suakim, þar sem bannsettir umboðsmennirnir hafa selt Dervisjunum norðurálfu-byssur. »Hvaða umboðsmenn?< »Umboðsmenn vopnasmiðjanna, bölvaðir þrjótarnir. Við þyrftum ekki að hafa líkt því eins mikið fyrir Afríku, eg á við Súdan, ef þessir bölvaðir alþjóða-afglapar hefðu ekki ver- ið. Og það er svo erfitt að hafa hendur í hári þeirra, því að þeir flytja ekki vopnin sjálfir, heldur eru aðeins milliliðir á milli foringjanna eða uppreisnar-nefndanna annars vegar og vopnasmiðjanna hinsvegar. í Súdan og suður með allri strönd sjá svo Arabar um flutning- inn á byssum og skotfærum; en umboðsmenn- irnir ferðast aðeins með sólhlífina sína og ferða- kistuna. Það er til dæmis einn náungi, sem við værum búnir að hengja fyrir löngu án dóms og laga, ef hann hefði ekki, svona til tilbreyt- ingar, tekið upp £á því að gera o k k u r gagn og vinna o k k u r í hag. Það er sá slæg- asti af þeim öllum, hann er Armeni?« »Armeni?« »Já, armenskur fursti. Það eru skrítnir furst- ár í austurlöndum. Hann heitir Saoul Kaljy- attian fursti. Eg hefi heyrt, að hann fái styrk af sendisveit vorri í Miklagarði núna sem stend- ur. Manni berst margt til eyrna, þegar maður siglir fram og aftur um þessar slóðir árum saman, svo að maður lætur sér ekkert #skra.« Tímarnir íiðu og Hugh hréyfði sig ekki á 1*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.