Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Blaðsíða 12
10 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. il fjár síns, en eg horfði lengi á eftir honum með tárvot augu. Ekki vár það þessvegna, þó hann gengi nú frá mér, en eg kendi sárs sakn- aðar, heldur af því að hugsaum það, að hann færi alfarin burtu næsta vor. Eg skildi ekki í því, hvað koma mundi honum til þess að trúa mér barninu fyrir öllu þessu. Mér fanst það of- mikið og óverðskuldað traust, sem hann bæri til mín. Eg lofaði því með sjálfum mér að kynna inér blöðin hans, án þess að heimuleg- ar hugsanir hans og löngu liðin atvik er snertu hann, yrðu svo kunn, að ómildum dómum yrði skelt á þau. Pó bað hann mig ekki neitt að varast þessháttar, en hann hefir hugsað, að þess þyrfti ekki. En að umskrifa úr þeim, það sem máðast væri orðið, hugsaði eg mér að reynast trúr í, ef eg nokkurntíma yrði fær til þess, og þetta hvatti mig og örfaði til fram- kvæmdar í þeim efnum. Mér fanst eg hafa næstum sonarlega skyldu að inna af hendi við þennan nákvæma og góða mann. Veturinn kom að vanda eftir útrunnið sum- ar. Stöku sinnum kom eg að Asi, og líka fund- umst við Finnur gamli oft við fé. Altaf var hann með sínu hversdagslega jafnaðargeði. Aldrei mintist hann á við mig um suðurferð- ina, né bókins sína, og leið svo til sumarmála_ A sumardaginn fyrsta heimsótti hann okkur. Færði hann mér þá dagbók sína og var það talsvert þrýstinn bunki. Sagðist hann ögn hafa lagfært og bætt í hana um veturinn. Engan lét hann sjá, þegar hann fékk mér hana. Læsti eg hana svo niður í svolítið skrifpúlt sem eg átti. Ennfremur gaf hann mér nokkrar bækur, og var það nýútkomin Bragða-Mágusarsaga og svo eldri bækur hitt. íslendingasögur bund- nar saman af Herði og Hólmverjum, Gísla Súrssyni, Víga-Glúm og Kjalnesingasaga, ásamt þætti Jökuls Búasonar. Svo var í öðru bindi Ílíonskviða og Ódyssevskvæði, og enn í einu Bertholdssaga og Vinagleði. Pessa sumargjöf þótti mér svo vænt um, að eg réði naumast við mig fyrir fögnuði, en til launa hafði eg ekki nema þakkarorð, sem eg sparaði ekki eftir því sem eg kunni, og kostur mesti við þau var sá, að þau voru í einlægni töluð. Um vorið snemma í júnímánuði, lagði Finnur vinnumaður af stað úr sínum gömlu átt- högum, alfarinn til suðurlands. Hafði frændi hans sent honum 2 hesta til ferðarinnar, kom hann heim til okkar rétt áður til að kveðja. Horfðu margir eftir honum með sárum söknuði, úr því bygðarlagi, sem hann hafði svo lengi dvalið í. Um mig ætla eg ekki að tala, en al- drei hefir mér þótt eins fyrir að skilja við neinn vandalausan. Liðu svo 8 ár þar til eg frétti lát þessa göfuga manns, sem svo lítið bar á í lífinu, en geymdi þó svo mikið manngildi, var í lágri stöðu, sem almennast er álitið, en stóð svo einkennilega vel og trúlega í henni. Hann hafði nú flutt þangað sem iðgjöld trúleikans eru greidd rífari en hérnamegin. Löngu síðar ritaði eg upp nokkra kafla úr dagbókinni, sem hér fara á eftir, en hefi þó mörgum slept. Sá sem gaf hana, setti engin takmörk um það, þó eg drægi ekki dul á alt sem þar stendur, og í gegnum ýmislegt sem þar er ritað, mun hugsunarháttur hans ekki kasta skugga á æfiferilinn. — II. Frá æskudögum Finns. Skarðsárdalur liggur inn í milli tveggja breiðra hálsa, sem víðast voru klæddir ýmsum gróðri, bæði efra og neðra, enda gott haglendi þegar til náði. Við innri enda dalsins stóð hnjúkur, og í gegnum hann lá stórt skarð. Eft- ir því rann Skarðsá í miklum bratta niður í dalinn, sem allur var láréttur í botni og áin liðaðist í bugðum eftir honum, og lágu víða engjar dalbúa með henni, sem hún ræktaði og vökvaði á nokkrum hlutum. Austurhlið dalsins náði styttra til norðurs, en lá austur og mynd- aðist þar stórt og víðlent hverfi, sem hét Skóga- hverfi, voru þar mjög margir bæir, eða vel eins margir sem í dalnum, en einn og sami hreppur var bæði daiurinn og hverfið, Undir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.