Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Blaðsíða 25

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1914, Blaðsíða 25
BÓKMENTIR 23 hafa haft mikil áhrif á allan iðnað meðal þjóð- anna og alla lifnaðarhætti mannkynsins. Pau verða ekki aðskilin, því að saman vinna þau mest og bezt að iðnaðar- og hugsunarþroska mannkynsins. Járnið hefur að vísu verið miklu lengur kunnugt og lengur notað en kolin, því að það var lítið farið að vinna þau fyr en snemmaál8. öld. England og Norður-Ameríka hafa sj'ðan orðið bæði að stórveldum auðsins fyrir kolin og járnið, og hafa þannig sett lög- >n fyrir iðnaðarþroska vorrar tíðar. Meira. Bókmentir, Elnhver hin einkennilegasta bók, sem út hefur verið gefin nokkurntíma hér á landi, er Saga hugsunar minnar um sjálfan mig og til- veruna, eftir Brynjólf jónsson frá Minna-Núpi 1 Arnessýslu. Maðurinn er að visu mörgum kunnur bæði af ritgerðum, blaðagreinum og svo söguritum þeim, sem hann hefur gefið út, bæði Þuríðar sögu formanns, Hjálmars sögu °g Natans sögu og Rósu. Af þessum bókum er hann kunnur sem einn hinna fáu rithöf. á landi hér í hinum forna sögustíl, enda hefur bessum bókum verið vel tekið, og það þó að nokkrar misfellur séu á Natans sögu og eink- Un> Hjálmarssögu, sem stafar af ótrúum og ó- areiðanlegum heimildtim, er hann varð að rita Þ®r á aðra hönd. En slíks verður ekki vart í uríðarsögu, því að þar var hann heima hjá ser* Þá hefur hann og orðið víða kunnur af Því að hann ferðaðist víða um land í þarfir fornleifafélagsins; þá gaf hann og út kvæða- hver og söguljóð um Ouðrúnu Ósvífsdóttur, en fyrir það hefir hann minst kunnur orðið. Hann er skáld af lærdómi og hugsun, en meira ekki. Hann hefur verið heilsulaus síðan hann var uugur maður, svo höfuðveikur að hann gat a e‘ns staulazt við staf og sundlaði við að horfa ofan fyrir hæð sína. Hann gat ekki skrif- að, og ekki heldur lesið, nema halda bók og blaði jáfnhátt höfði sér, og skrifa svo á lofti. Heldur hefur þetta skánað, er hann eltist. Hann gat ekkert unnið, en hann gat lesið með köfl- um. Og það gerði hann sleitulaust. Hann lærði dönsku, ensku og þýzku af sjálfum sér og varð svo með tímanum miklu lærðari maður en margir vorra lærðu manna. Um 1875 gaf hann út í Reykjavík heim- spekilegt kvæði, er hann nefndi »Skuggsjá og ráðgáta«; það var tilraun til þess að gera heimspekilegt fræðikerfi um hin helztu atriði tilverunnar; margt var þar vel hugsað og skarpt, en lítið var tekið eftir því kvæði; menn skildu það ekki, og svo var bragarhátturinn — forn- yrðalag — ekki við alþýðu skap. Njóla náði fastari tökum á mönnum, því að hún var ort undir rímnalagi, og líka ljósara hugsað. Og þó falst kjarninn .í hugsun Brynjólfs um grund- vallarlög tilverunnar í þessu kvæði. Svo hafa liðið nær 40 ár. — Hugsun hans hefur þroskest og fest sig — undarlegt, hvað mikill hugsunarþroski og rökfesta gat lifað og beitt sér í svona veikum manni — svona veik- um í höfði og hann var. Svo gefur hann út næstliðið ár þessa sögu hugsunar sinnar. Sumt af henni hefur hann líklega ritað fyrir löngu. Sumt aftur nýlega. Sumt líklega margritað. Hánn byrjar á því að rekja fyrstu barnshugs- anir sínar, einfaldar og óþroskaðar, eins og þær voru; en snemma hneigðust þær að rök- bundnum hugleiðingum, að því, að leiða eina hugsun af annari, rekja þær sundur fet fyrir fet. Sagan er rakin í 50 greinum; fyrstu nítján greinarnar eru saga hugsunarbaráttunnar við hin þungu og erfiðu viðfangsefni: upphaf, byggingu og samsvörun alls í því sem kallað er tilvera, alt í frá liinni smærstu frumeiningu, sem er smærri en svo að nokkur smásjá fái leitt hana í Ijós fyrir mannlegu auga, og upp til guðs, sem er yfir öllu, um alt og í öllu. Svo er niðurstaða þessarar hugsunar sett fram fám orðum í 20. —50. grein. Síðast eru svo tvær greinar: önnur samanburður á fræðikerfi ■»

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.