Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Síða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Síða 4
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR vini sína geymdi hann í gömlum neta- kúlum, sem hann hafði sagað ofurlitla rifu á. Eftir að hann komst í stóra-em- bættið urðu tekjur hans jafnari og ör- uggari og það hækkaði drjúgum í gler- kúlunum og iþeim fjölgaði strax fyrsta árið. Varði átti heima efst uppi á lofti í stóru steinhúsi í einni útgötu bæjarins. Hann hafði fæði og þjónustu hjá ekkj- unni í kjallaranum, að öðru leyti um- gekkst hann ekki fólk; kunningja átti hann enga. Þakherbergið hans var lítið og hafði ekki önnur húsgögn að geyma, en dívan, lítið borð og stórt grænmálað koffort. Þrjár myndir hengu á þilinu fyrir ofan dívaninn; það var María mey með Hitler til hægri og Mussolini til vinstri handar. Einn þokufullan októberdag urðu leigjandaskipti í herberginu við hliðina á honum. Hann hrökk upp við hlátur og hávaða frammi á ganginum, einhverju var skellt harkalega á gólfið og mjúk, fjörleg kvenmannsrödd söng: — Rió- bamba, ég vil dansa rumbu bæði dag og nótt — —. Varði tróð fingrunum upp í eyrun og starði í fullikomnu ráðleysi upp til hinnar heilögu meyjar, sem horfði sínum dimmfögru augum hluttekningar- laust á hinn vegg herbergisins. Hann leit á einvalds-herrana, en þeir horfðu báðir á Maríu mey eins og varnarlaust ríki. Hann sneri sér til veggjar og breiddi yfir höfuð. Þetta var óskammfeilni og ófyrir- gefanleg truflun á svefnfriði hans — Rióbamba, ég vil dansa-------þetta band- vitlausa lag ætlaði að sprengja á honum hausinn. Sjómaðurinn, sem hafði leigt þarna á undan, hafði í mesta lagi sungið einu sinni í mánuði, þegar hann fór á fyllirí, en aldrei um hádag eins og þessi stúlkukind. Hann bylti sér fram úr, vöðl- aði rúmfötunum geðvonzkulega niður í dívanskúffuna, klæddi sig og settist í ein- hverju úrræðaleysi á græna koffortið — dansa rumbu bæði dag og nótt — þarna kom það aftur! Var brjáluð manneskja flutt í húsið? Hann opnaði koffortið með lykli og tók upp úr því tvær glerkúlur, settist á dívanhornið og lét þær á borðið. Þetta var vörn, sem aldrei brást, þegar eitthvað bjátaði á. Peningakúlurnar voru það eina, sem honum þótti vænt um í þessum heimi og þótt þúsundir vitlausra kvenna syngju þetta bjánalag, eins og þessi þarna fram á ganginum, rétt utan við eyrað á honum, þá myndi það ekki trufla hann hið minnsta. Hann sneri ann- arri kúlunni og hún þaut af stað eins og skopparakringla. Innan við grænt glerið velltist peningahrúgan með lágu, þungu, suðandi málmhljóði, sem lét í eyrum hans eins og töfrasöngur. Hann laut áfram og rýndi nærsýnum augunum gegnum glerið á grændimmt silfrið. Augnaráð hans var annarlegt og dular- fullt, eins og augnaráð manna, sem horfa inn í sólskinslönd endurminninganna. Kúlan hætti að snúast. Hann tók varlega utan um hana eins og barnshöfuð, og strauk hana blíðlega líkt og móðir barni sínu. — Eitt þúsund og tveir, — tautaði hann fyrir munni sér og kinkaði kolli ánægjulega. Því næst tók hann hina kúl- una, þukklaði ástúðlega á henni, færði hana upp að andlitinu, skárenndi augun- um svo þau hvítnuðu í blóðrauðu andlit- inu. — Tíu aurar, — aurar tíu — tautaði hann — þrjú þúsund og þrettán — og kúlan sveif yfir borðið og tíeyringaþús- undin sungu sitt seiðþrungna lag. í sama bili var barið létt á hurðina. Varði stöðv- aði kúluna og leit til dyranna. — Góðan daginn! — Hávaxin, fölleit stúlka með sigarettu í munnvikinu og tíukrónaseðil í annari hendinni stóð á þröskuldinum. — Ekki vilduð þér nú vera svo góður að skipta þessum tíkalli fyrir mig? — hélt hún áfram án þess að hreyfa sigarettuna,

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.