Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Síða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Síða 6
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR — Hvenær kemurðu aftur? — spurði hann svo. — Ég get aldrei komið aftur. Ég er að fara langt, langt í burtu. — Hún var óróleg og talaði fljótt. — Vertu sæll, Varði. — Hún rétti honum höndina. — Kemur aldrei aftur, — endurtók Varði. — Veiztu þá ekki að ég ætla að giftast þér? — spurði hann íyrirvaralaust. Hún hrökk við, kippti að sér hendinni og hörf- aði aftur á bak til dyranna. — Ojsen bara, heldurðu að ég giftist sótara? — gusaði hún út úr sér með ólýsanlegri fyr- irlitningu. — En þú skalt. — Ég á þig. — Ég á þig. — Varði stóð upp allt annað en árennilegur. Hún horfði á hann skelfdum augum, opnaði hurðina og þeytti böggl- inum í fangið á honum — þú getur feng- ið þetta drasl allt saman aftur, — sagði hún reiðilega og snaraðist út. Varði stóð eftir á gólfinu sem steini lostinn, hann heyrði hana hlaupa ofan stigana. Honum varð litið á gólfið, hann tók upp böggul- inn, gekk að borðinu og reif hann í sund- ur. Hringar, hálsfestar, sigarettuveski, hárkambar og fleira fánýtt glingur valt út úr honum. Varði leit út um gluggann. Þarna gekk hún tíguleg eins og drottning ofan götuna, með hatt, í kápu og á skóm, sem hann hafði gefið henni. Svo hvarf hún fyrir næsta götuhorn. Varði rak upp vitfirringslegt öskur og grýtti bögglinum með öllu, sem í honum var, út á götuna. Svo æddi hann um herbergið eins og villidýr í búri sínu. Allt í einu staðnæmd- ist hann og hræðilegt glott lék um var- irnar. Hann opnaði koffortið í skyndi, tók upp úr því þrjár fullar peningakúlur (fleiri voru ekki eftir), henti yfirsæng- inni á gólfið, laut niður og kveikti í einu horni hennar með eldspýtu. Daunillur reykur gaus upp og eldurinn snarkaði í fiðrinu. Hann þreif hatt sinn og þaut út með peningakúlurnar í fanginu. í mið- bænum mætti hann öskrandi brunabílum. Hann skeytti því engu, en hélt niður á torgið. Þar var mannmargt þennan sól- bjarta vordag. Menn gengu fram og aftur tilgangslaust og röbbuðu saman, sumir lásu blöð, aðrir létu sólina baka sig. Eng- um lá á, nema sendisveinum og bílstjór- um. Umferðin gekk sinn vana gang. Lífið var áhyggjulaust og fagurt. — Peningar! — Peningar! — Peningar! æpti ofsatryllt rödd. Varði slöngvaði einni peningakúl- unni á gangstéttina. — Peningar! — Pen- ingar! — Plakks. — Önnur kúla small í götunni og gljáandi silfrið flæddi yfir malbikað strætið. — Peningar! Silfur! — Silfur, sem allir mega eiga. Plakk-akks. Æðisgenginn hlátur yfirgnæfði umferða- skröltið og þriðja kúlan lenti á steinvegg þjóðbankans. Þessi skyndilega silfurkúlnaárás stöðv- aði samstundis alla umferð. Mannhafið moraði eins og maðkaveita yfir silfrinu á götunni. Pústrar, hrindingar, óp og óhljóð breyttu hinu stillta, rólega götulífi í ægi- legt baráttusvið ófyrirleitinna unglinga. Varði stóð með hendur í vösum í miðri þvögunni og hló ofsalega. — Varði vit- lausi! — Vitfirringur! — Vitfirringur! — æpti einhver strákanna, sem hafði þekkt hann. Hlátur Varða stöðvaðist jafnskyndi- lega og þegar rafstraumur er tekinn af viðtæki og andlitsdrættir hans stirðnuðu eins og þeir væru mótaðir í vax. Hann nísti tönnum og réðist með ómælanlegu afli og snarræði brjálaðs manns á mann- fjöldann. — Varði vitlausi! — Vitfirring- ur! — Sótaradjöfull! — var æpt og hróp- að allt í kringum hann. Hann varð enn trylltari og barðist af fullkominni vitfirr- ingu. Hann sá mennina falla og blóðið fossa um andlit þeirra. Mannfjöldinn hörfaði frá í ofboði, en hann sótti eftir eins og rándýr. Allt í einu fékk hann þungt högg aftan í höfuðið, hann sneri sér við, en honum sortnaði fyrir augum og um leið og hann hneig niður, sá hann stóran mann með gyllta hnappa standa

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.