Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Qupperneq 19
SÝ SLUMANN SDÆTURNAR
113
annað — nei, hverjir á aðra. Mér finnst
það annars glettilega vitlaust að vera að
ragast í þessháttar smámunum •— Aníta
myndi hafa sagt bagatell —■ maður verð-
ur þá aldrei búinn. Eins og t. d. núna. Ég
lauk aldrei við kvöldið góða. Það var nú
annars heldur enginn verulegur endir á
því í þeim skilningi. Við drukkum kaffi
— og fullmaktin og ég, við sátum á körfu-
sófanum innst á svölunum og héldum
hvort annaö í höndina, þegar enginn sá.
Það var annars dálítið erfitt, því ég er
svo klaufi með vinstri hendi. Aníta sá um
frammistöðuna og sveif um eins og ofur-
lítill engill, og nýi aðstoðarlæknirinn gat
ekki af henni litið. Hann heitir annars
líka Vang — en það gerir ekkert, því að
fröken Vang heitir sennilega bráðum frú
Ritter.
Æ, hamingjan góða — því hafði ég al-
veg gleymt. Hvað skyldi Malla frænka
segja? Þarna stóð hún blíð og hnöttótt og
þrýsti hönd fröken Vang, og munnurinn
á henni gekk eins og piparmylla: „Þér
verðið endilega að koma aftur, fröken
Vang, það er svo gaman að sjá yður
hérna — og smátelpurnar hafa svo gott
af því — o. s. frv. Hann —■ það er full-
maktin •—• leit á mig — og þó að hann
brosti, fannst mér allt í einu allt verða
svo tragiskt — er það ekki fínt orð? —
að ég þoldi ekki lengur að standa þarna
á bryggjunni. „Bless öllsömul“, sagði ég
og hljóp af stað. Allir nema hann horfðu
á mig steinhissa. En ég hljóp - alveg heim.
Ég vildi ekki tala við pabba. Ég skil bara
ekkert í, að ég skuli ekki hafa séð þetta
jafnóðum. I fyrsta sinni, sem hún kom
hingað, hurfu þau og fóru að skoða epla-
trén, næsta sinni fóru þau að skoða hest-
ana, þriðja sinni veit ég ekki, hvað það
var — í dag var í fjórða sinn. — En þeg-
ar ég hugsa mig um, þá hefir pabbi víst
farið tíu sinnum út á Víkureyri síðustu
þrjár vikurnar. Átta sinnum hefi ég sjálf
farið með hann á „Frikk“, og tvisvar hafa
þeir farið með bæði hann, skrifstofu-
þjónninn og pabbi — og þá hefir alltaf
verið' miðdegis-boð á læknissetrinu!
H'eimskan •—• heimskan — heimskan þín!
„Reynið að setja yður inn í —“. — Og
Aníta sagði ekki orð, þegar ég sagði
henni allt saman — ekki allt, annars.
Ekki um hann. Hún horfði á mig. — Bara
horfði. Hún sagði eitt orð. Hún sagði
annars tvö. „Þú lýgur“, sagði hún. Ég ég
veit, að hún meinti ekkert með því, því
hún veit, að ég lýg aldrei. Svo sagði hún
ekki meira fyrr en löngu, löngu seinna.
Hún lá í rúminu með teppið langt upp
yfir höfuð, og ég sat í gluggakistunni og
prédikaði. „Úff, þú prédikar svo mikið“,
sagið hún, „aldrei er friður, þar sem þú
ert“.------
Svo þagnaði ég — því það var eitthvað
við röddina. Ég fór að hugsa í staðinn.
Ég hugsaði sterkara en nokkru sinni fyrr
á ævi minni. Um pabba — um fröken
Vang — um hann — og um Möllu
frænku.
Vesalings góða Malla frænka. — Æ,
hvað eigum við annars að gera? Hérna
getum við ekki verið, nein okkar. Þau
skulu fá að losna við okkur. Við, sem er-
um honum ekki fullnægjandi. Hann skal
verða að velja, það skal hann fá. Við
— okkur — Aníta og ég og Malla frænka
í kaupbæti — eða þá hún. — Við skulum
lofa 'honum að velja hana. Svo getur hann
séð eftir því seinna. Hver getur búið til
annað eins bíff og Malla frænka? Hver
sungið eins og Anita? Hver spilar fiðlu
eins og ég? Auðvitað margir. En enginn
hér. Ekki hún. Gerðu svo vel, nú geturðu
valið, herra sýslumaður! Veljið nú. — I
eitt skifti fyrir öll. -— „Reyndu að skilja
— reyndu að skilja —“. Ég kæri mig
kollóttan um að „reyna að skilja“. Jæja,
þá er ég búin að segja það. Eða skrija það.
„Hilda litla“, sagði hann — þó að ég viti,
15