Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Qupperneq 28

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Qupperneq 28
122 NÝJAR KVÖLDVÖKUR nú að fara til Osló. — Ég á að spila — og ég á að skemmta mér“. — „Skemmta þér! — Hilda lofaðu mér því — nei, þú skalt ekki lofa mér neinu. — Þú átt að skemmta þér eins mikið og þú getur. Og þú átt alltaf að hugsa, að það gleðji mig, þegar þú skemmtir þér vel. Þú ætlar þó ekki að gleyma mér þess- vegna, litla stúlkan mín?“ Hún tók um hálsinn á honum. „Gleyma þér! Þú mátt ekki segja svona heimsku. — Nú erum við trúlofuð. Já, erum við það ekki?“ „Dæmalaust barn ertu“, sagði hann og kyssti hana. „Auðvitað erum við trúlof- uð — ef þú yfirleitt skilur hvað það er“. „Jú —• elsku góði —“ Hann greip fram í fyrir henni. „Ég er annars ekki viss um, hvernig pabbi þinn muni taka þessu. — Hann mun segja, að þú sért of ung — og hann hefir rétt í því“. „Pabbi segir ekki vitundar ögn — og hann getur sagt, hvað sem hann vill. Mér þykir svo vænt um þig“. „Elsku litla Hilda“. „En ég er samt svo ákaflega syfjuð, og nú ætla ég að fara að hátta“. „Það er ekki orðið svo framorðið“. „En hvað þú æfir þig í að skrökva, Er- lingur. Þú veizt, að það er orðið framorð- ið. Því ég sá, að þú leizt á klukkuna, þeg- ar hún sló eitt!“ „Þú segir satt, sannleiks-postuli litli. Þú ert bara svo yndisleg, að —“ „O, jeg verð þá líklega jafn yndisleg á morgun, vona ég. — Og nú verður gott að sofa! Eða hvað?“ „Ég get ekki sofið. — Ég er alltof ham- ingjusamur. En far þú, barnið mitt — ég sezt út á svalirnar og reyki einn vindling og hugsa um þig“. „Já, þá hefirðu það skemmtilegt á með- an“, sagði Hilda og hló. „Góða nótt. — Ég er líka afskaplega hamingjusöm. En ég held nú samt, að ég sofni fyrir því. — Þú verður ekki reiður við mig fyrir það?“ „Svona, farðu nú bara — maðksmogna eplið mitt litla. Sofðu rótt“. Hann stóð niðri í forstofunni, en hún gekk stillt upp stigann. „Kærastan mín“, hvíslaði hann. Hún beygði sig út yfir handriðið. „Heyrðu — þú ert annars ekki sem allra verstur í því munnlega. — Ég aftur- kalla það, sem ég áður hefi sagt“. Það ískraði í hurð. Malla frænka stakk úfnum kollinum út í gættina. „En blessuð börn, — eruð þið ennþá á fótum!“ „Huss — Malla frænka! Þú mátt ekki fara svona snemma á fætur. Að vísu gefur morgunstund gull í mund — en það verð- ur þó að vera í hófi. — Fulltrúinn hefir alltaf verið að bisa við að bera út allar flöskurnar og setja þær í fremra búrið, eins og þú sagðir — Og ég hefi horft á. Við erum alveg orðin uppgefin. Og mér finnst það ónærgætni af þér að halda okk- ur enn lengur vakandi. — Góða nótt“. „Það stendur ekki í þér“, sagði Malla frænka og andvarpaði, og smaug svo aft- ur inn til sín. Erlingur Hauss kveikti í vindlingnum og settist út á svalahandriðið. Það var daufur bjarmi yfir austurfjöllunum — nýr morgunbjarmi. (Framh.). Frúirt á nr. 12. Eftir SENORITA. Klukkan 2 um nóttina hvíldi kyrrð yf- ir Grand Hotel. Herbergisþernan á fyrstu hæð sat dottandi í hægindastól og muldr- aði af og til: „Nú hlýtur frúin á nr. 12 að fara að koma, svo að ég geti fengið að halla mér“. Frúin á nr. 12 var amerísk. Þernan

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.