Nýjar kvöldvökur - 01.07.1938, Síða 42
136
NÝJAR KVÖLDVÖKUR
þig burt aftur!“ og hún byrgði ást sína
vel inni í brjósti sér. Það var þungbært,
og henni féll örðugt að neyðast til þessa
og látast vera köld og kærulaus. Það var
örðugt að strita á móti, þegar hún ein-
mitt þráði að gefa sig alla takmarkalaust.
Hún lét vindlingsstúfinn detta ofan í
blautan korginn í kaffibollanum og
slökkti þannig í honum, og sneri við blaði
í tímaritinu. En allt í einu leit hún upp,
og hún varð þess eigi vör, að tímaritið
rann niður á gólfið. Rétt fyrir utan tjald-
dyrnar heyrði hún hina sömu dimmu og
blæþýðu baryton-rödd syngja Kashmere
ástarljóðið, eins og hún hafði heyrt það
sungið síðasta kvöldið í Biskra. Hún reis
upp í dívankoddunum, hlustandi í ákafri
eftirvæntingu og starði einkennilega ráða-
laus á tjalddyrnar.
„Pale hands I loved beside the Shali-
mar. Where are you now? Who lies
beneath your Spell?“
Röddin færðist nær, og hann kom inn
og var enn að syngja — og gekk beint til
hennar: „Pale hands pinktipped“, söng
hann og nam staðar fyrir framan hana,
tók utan um fingur hennar og lyfti þeim
upp að vörum sér, en hún kippti að sér
hendinni, áður en hann náði að kyssa
hana.
„Þú kannt ensku?“ sagði hún hvasst og
horfði á hann gaumgæfilega.
Hann fleygði sér hlæjandi niður á dí-
vaninn við hliðina á henni. „Þó að ég
syngi enskan söng?“ svaraði hann á
frönsku. „La! La. Ég heyrði einu sinni
ungan spænskan náunga, sem ekki kunni
orð í frönsku utan við óperu-textann,
syngja „Carmen“ í París. Hann þuldi það
utanbókar eins og páfagaukur — eins og
ég læri ensku söngvana þína“, bætti hann
við og brosti.
Hún horfði einkenilega á hann, meðan
hann kveikti sér í vindling, og hrukkaði
ennið hugsi. „Það varst þá þú, sem söngst
fyrir utan hótelið í Biskra kvöldið góða?“
og þetta var frekar ákveðin fullyrðing en
spurning.
„Maður verður stundum ruglaður og
trylltur, þegar full-máninn er hátt á
lofti“, svaraði hann ertnislega.
„Og það hefir þá líka verið þú, sem
komst inn í svefnherbergi mitt og skiftir
um skothylki í marghleypunni minni?“
Hann smeygði handleggnum létt utan
um hana, og um leið og hann dró hana.
að sér, sneri hann höfði hennar til sín,
svo að hann gat litið í augu henni.
„Heldurðu, að ég myndi leyfa nokkrum
öðrum að fara inn í herbergi þitt að næt-
urlagi? Ég — Arabi — þegar ég vildi.
sjálfur fá þig?“
„Þú þóttist vera svo viss?“
Hann hló innibyrgðan hlátur, eins og:
að hann skemmti sér kostulega yfir því,
að nokkrum skyldi geta dottið í hug, að
ásetningur hans og fyrirætlanir skyldu
geta brugðist eða misheppnast. Ástríðan
sem brann niðurbæld í augum hans,
blossaði nú allt í einu upp og hann þrýsti
henni að sér í algleymis ofsa. Díana strit-
aði á móti og reyndi að losa sig úr faðml
hans og sneri höfðinu undan.
„Alltaf jafn köld?“ sagði hann í ávítun-
arróm. „Kysstu mig ísprinssessa litla!“
Það var einmitt það, sem hana umfram
allt langaði til, og henni var nærri því um
megn að halda því áfram að sýna honum
kuldalegt viðmót og hrinda honum frá
sér. Hún brann af óstjórnlegri löngun til
að segja honum, að hún elskaði hann, og
með því í einni svipann kveða niður
kvalir þær og kvíða, sem ætluðu að yfir-
buga hana, og sjá svo, hverjar afleiðing-
arnar yrðu. En vonarneisti sá, sem ennþá
blundaði í brjósti hennar, gæddi haina
hugrekki og batt tungu hennar, svo að
hún kæfði hin heitu ástarorð, sem brunnu
henni á vörum, og píndi sig til að líta á.