Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 10
4 KENNIMAÐUR N. Ky. Hin frjálsa, sjálfstæða hugsun varð að lúta í lægra haldi fyrir hinni gömlu nátt- tröllastefnu. Þó að rauhalegt sé, verður að viðurkenna þá staðreynd, að Breið- dælingar voru ekki komnir lengra áleiðis, hvað andlegan þroska snerti. Meirihluti þeirra stóð með báða fætur aftur í því miðaldamyrkri, þar sem fólkið gerði sig ánægt með asklok fyrir himinn og grútar- týru fyrir sól. Þá sá ungmennafélagið hættuna og reyndi að sporna við henni, en fékk ekki að gert. Nú vill það aftur gerast forvígi hins frjálsa anda, hinnar frjálsu viðleitni til hvers konar þroska og menningar. Mér þykir leitt, að séra Bjarni Símon- arson skuli ekki vera hér staddur. Hon- um var þó boðið að koma og standa hér fyrir máli sínu, málstað hinnar stein- runnu nátttröllastefnu og hins dauða bókstafs. Raunar er það ekk'ert óeðlilegt, að hann lætur ekki sjá sig. Nátttröllin máttu aldrei horfast í augu við heiðan dag, svo að þau yrðu ekki að steini. Þegar hér var komið, tók ræðumaður sér málhvíld og dreypti á vatni. Meðal áheyrendanna kom upp viðurkenningar- kliður, sem þagnaði þó strax aftur, er hann hélt áfram ræðu sinni. — Prestarnir, fulltrúar þjóðkirkjunnar og hins andlega yfirnáttúrlega valds, hafa sannarlega ekki legið á liði sínu, 'er úm það var að ræða, að múlbinda hinn frjálsa, sannleiksleitandi anda. Almenn- ingur varð bókstaflega að skríða í duft- iriu fyrir þeim og sleikja rykið af hempu- faldi þeirra, til þess að þóknast þeim. Þeir töldu sig hafa rétt til þess að ráðs- mennska með bæði líkama og sál fólks- ins eftir geðþótta. — Og þótt ótrúlegt sé, stingur þessi draugur ennþá upp höfðinu. Séra Bjarni Símonarson hefir sannar- lega ekki reynzt eftirbátur kennibræðra sinna í þeirri viðleitni. Hér í Breiðdal hefir hann magnað þenrián draug til árása á allt það, sem til gagns og úrbóta má verða. Ekkert tækifæri hefir hann látið ónotað, til þess að fjandskapast gegn hverri viðleitni til meira víðsýnis og meiri menningar. Nú síðast hefir hann stofnað félag, sem samanstendur af nokkrum ósjálfstæðum, unglingum og gamalmennum. Með þennan lífvörð um sig ætlár hann nú að hefja sókn mikla til framgangs nátttröllastefnu sinni. Þessu er ekki hægt að svara, svo að viðeigandi sé, nema á einn hátt, sem sagt þann, að segja sig úr þjóðkirkjunni. Við, sem höfum forgöngu þessa máls, leggjum eindregið til, að ungmennafélagið standi fast saman um þetta mál og að við sýnum manndóm okkar á þann hátt, sem ég hefi þegar bent á. Með því að segja okkur úr þjóðkirkjunni, sýnum við svart á hvítu, að við þorum að horfast í augu við nátt- tröllin; við sýnum það, að við látum ekki bjóða okkur hvað sem vera skal. Með því hefjum við upp merki hins frjálsa, sann- leikselskandi anda, frjálsrar hugsunar og aukins þroska, og við getum sannarlega ekki heitið verðugir fulltrúar þessara æðstu verðmæta, sem okkur eru gefin í vöggugjöf, ef við látum það merki falla. Ræðumaður var búinn að tala sig heit- an. Úm leið og hann settist, þurrkaði hann af sér svitann, fékk sér vatnssopa að drekka og renndi síðan augum til áheyr- endanna. Hann var ánægður með sjálfan sig, því að hann sá það á andlitum fólks- ins, að orð hans höfðu haft mikil áhrif. — Orðið er laust, bætti hann svo við. Það er nauðsynlegt, að menn ræði þetta ýtarlega. Það leið nokkur stund án þess ajð nokk- ur gæfi sig fram. Aftur á móti fóru menn að ræða sín á milli í sætum sínum, og varð áf því töluverður kliður. \ — Orðið er laust, endurtók formaður- inn. Þið þurf-ið 'ekki að vera neitt smeyk við að láta skoðanir ykkar í ljós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.