Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 41
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 35 „Hugleysingjar og skræfur ráSast á sof- andi bardagamann. Leysið af mér böndin og fáið mér vopn mín og ég skal reka ykk- ur alla á flótta, eins og barða hunda. En þið þorið ekki að fá mér þau, því að þið er- uð ekki hermenn. Vopn ykkar og fjaðra- skraut berið þið aðeins til að sýnast. Heima fyrir gangið þið í pilsum og spinnið hör og ull eins og kerlingar ykkar“. Höfðinginn og menn hans ráku upp dýrslegt öskur. Sumir þeirra þrifu til fomahawka* sinna og létu dólgslega. „Kyrrir!“ kallaði höfðinginn. „Vér flytj- um þenna mann til stöðva vorra. Hann hefir hætt oss. Við píslarstaurinn gefst oss kostur á að heyra fuglinn syngja, meðan konur og börn Apacha-indíánanna kvelja hann og limlesta á hinn hryllilegasta hátt“. „Þið munuð ekki kúga mig meira en orðið en“, svaraði Don Jaime, „ég mun uvallt svívirða ykkur og fyrirlíta; huglaus- ar kvenskræfur eruð þið og annað ekki!“ Rauðskinnarnir þekktu ekkert skamm- aryrði verra en kvenskræfa. Þó var reiði þeirra alls ekki óblandin lotningu, því að hinn rauði sonur skógarins ber ekki eins Uukla virðingu fyrir neinu eins og hug- r®kki. Geðró hins unga manns vakti hjá þeim aðdáun og virðingu. Eftir bendingu frá höfðingjanum hurfu uokkrir þeirra út í skóginn. Að vörmu spori komu þeir aftur með nokkra viðarteinunga, sem þeir bundu saman í börur. A þær var Hon Jaime lagður. Fjórir Indíánar hófu þær á axlir sér og Jnnan skamms var hersingin horfin út í Skógarmyrkrið. VI. í SKÓGINUM VIÐ COLORADO. I fyrsta kapitula sögu vorrar hefir verið Sagt frá för hershöfðingjans og fylgdar- tomahawk, Indíánaöxi. manns hans, Gomezar, í Kirkjuhellinn og hinum hræðilegu atburðum, sem þar gerð- ust. Hestar þeirra félaga geystust eins og stormbyljir eftir gresjunum. Það var líkast því, að þeir byggjust við því, að Blóðsugan væri á hælum þeirra. — Þ&ir voru á heim- leið. Langt var liðið nætur, er þeir náðu frum- skógarspildu þeirri, er aðskildi gresjuna frá ökrum haciendunnar. Þessum tveim þorpurum varð strax rórra, er þeir komu inn á milli trjánna og gresjan var að baki þeim, með auðn sína og ömurleika. Þeir hægðu því smám saman reiðina og hlóðu skammbyssur sínar. „Þetta líkist mest draumi“, mælti Banderas og dróg andann djúpt. „Getur nokkur neitað því framar, að til séu draugar?“ svaraði Gomez fullur skelf- ingar yfir því, sem borið hafði fyrir þá í Kirkjuhellinum. „Eg skal að minnsta kosti viðurkenna það, að enginn draugur hefði getað gert mig skelfdari en þessi Blóðsuga“, svaraði Banderas. „Það getur varla verið neitt éft- irsóknarvert fyrir íbúa haciendunnar að hafa hana fyrir nágranna“. „Það er lítið hægt við því að gera“. „Við sjáum nú til. Ég hefi ákveðið hvað gera skal. Þegar ég hefi náð hinni fögru Donnu Dolores á mitt vald og eigum henn- ar, skipti ég þeim í þrjá hluta. Þú færð einn þeirra að launum fyrir dygga þjónustu, Zurdo annan, og afganginn sel ég og flyt með mína fögru brúði til höfuðborgar Mexikóríkis. I þessari eyðimörk vil ég ekki eiga heima stundinni lengur“. „En ef þú nærð ekki Donnu Dolores?“ Banderas hló óhugnanlega. „Hver gæti svo sem hindrað það? Faðir hennar er dauður og á þessari stundu er bróðir hennar annað hvort búinn að háls- brjóta sig í skóginum, eða dauður á eitri. 5*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.