Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 18
12 KENNIMAÐUR N. Kv.
það Ránnske of i seint. Svo bætti hún viö
eftir litla þögn:
— Ég vildi, að ég væri karlmaður; þá
mundi ég fara og hjálpa henni Guðríði í
Ási.
Hann svaraði ekki, því að þetta síðasta
var alltof vitlaust til þess að vera svara-
vert. En svona var hún. Hjarta hennar
rúmaði meðaumkun með öllu því, sem
þjáðist og átti bágt, og þegar svo stóð á,
gat henni dottið margt fjarstætt og ólík-
indalegt í hug.
Hún vatt sér fram úr rúminu .og fór að
klæða sig.
— Liggur þér nokkuð á? spurði maður
hennar.
— Ég get ekki legið lengur í rúminu,
svaraði hún stutt. Ég verð að hafa eitt-
hvað fyrir stafni.
Hann lá kyrr um stund, eftir að hún
var komin á fætur og fram í eldhús. Hann
heyrði, að það glamraði óvenjulega hátt í
öllu því, sem hún hafði hönd á. Svo fór
hann alveg ósjálfrátt að hugsa um ekkj-
una í Ási. Það væri sorglegt, ef lömbin
hennar króknuðu úr kulda og vosbúð
sökum þess, að það var enginn til þess að
hjálpa henni við að koma þeim í hús. Já,
það var hörmulegt, ef hún yrði fyrir
miklum fjárskaða í viðbót við allt annað,
sem hún hafði orðið að þola.
Hann herti sig upp, stökk upp úr rúm-
inu og gekk út að glugganum. Gólfið var
svo kalt, að hann sveið í fæturna. Hríðin
hamaðist á glugganum, svo að í fyrstu sá
hann ekki neitt. Eftir langa mæðu tókst
honum að sjá fyrir fjárhúsunum, sem
næst voru. Úrfellið var geysimikið og
stormurinn sömuleiðis. Snjórinn virtist
þó ekki vera mikill ennþá, því að fram
undir morgun hafði verið rigning, en
smám saman kólnaði, svo að nú var það
krapahríð, sem steyptist úr loftinu. Það
var ekki fyrir konur og börn að fara út í
slíkt veður, og nýfæddum lömbum mundi
þáð vafaiaust verðá að fjortjóni, ef ekki
væri hægt áð koma þeim í hús og hlýju
hið bráðasta. — Vesalings ekkjan í Ási!
Honum bar að messa í Bakkakirkju
þennan dag, og vegna þess hve gott hafði
verið undanfarið, hafði hann búið sig
undir það, að einhverjir kæmu til messu
í þetta sinn, en nú var útséð um það að
þessu sinni. Þetta vár fjórða messufallið
í röð í Bakkasókn.
Hann leit á rúmið, sem beið hans volgt
og notalegt ,en þó að hann f» ndi kulda-
hrollinn læðast um sig, fékk hann sig
ekki til þess að skríða und’T sængina.
Hann tvísté um gólfið í hálfgerðu ráða-
leysi nokkra stund, og í hug'hans fór að
brjótast um ný hugsun, — sú hugsun, að
hann ætti að fara fram í Ás og hjálpa
ekkjunni. Sjálfur átti hann ekki neina
sauðahjörð, sem hann þurfti. að koma í
hús, og ekkert hafði hann fyrir stafni.
Léttfeti hans var inni í húsi, því að hann
hafði búizt við því að fara út að Bakka og
messa þar, ef veðrið héldist óbreytt.
Hann nam staðar á göngu sinni um
gólfið og leit út í gluggann, sá krepju-
flyksurnar renna niður rúðurnar og
heyrði stormgnýinn á bænum. Hann
krympaði sig við þá tilhugsun, að fara út
í þetta veður. Hvað kom honum það ann-
ars við, hvort lömb ekkjunnar í Ási lifðu
eða dóu? Ekki bar honum nein skylda til
þess að skipta sér af hennar högum. Það
myndu áreiðanlega verða einhverjir aðr-
ir til þess að hjálpa henni. Þetta var ekk-
ert annað en heimska, að hann færi að
leggja út í storminn og hríðina. Ekkjan
hafði ekki heldur' tekið honúm svo vin-
samlega í þau fáu skipti, sem hann hafði
heimsótt hana, að mikið væri á sig leggj-
andi hennar vegna.
Hann settist á rúmstokkinn og ætlaði
að leggja sig dálitla stund.'En hann gat
ekki hrundið þessu burt úr huga sínum.
Var það ekki skyldá hans að hjálpa upp