Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 15
N. Kv. KENNIMAÐUR 9 upp hönd. Þökk fyrir. Þið teljið með mér, sagði hann við meðstjórnerfdur sína. — Fjörutíu og þrjú, sögðu ahir sam- tímis. — Á móti, kallaði formaðurinn. — Fjörutíu og fimm, sögðu meðstjórn- endurnir. — Breytingartillagan er f elld með fjörutíu og fimm gegn fjörutíu og þrem- ur, sagði formaðurinn feginsamlega. Ég lít því svo á, að með þessu sé hin tillagan samþykkt, en til frekara öryggis bið ég menn að greiða atkvæði um hana. Tillaga formannsins var samþykkt með fjörutíu og fimm gegn fjörutíu og þremur. — Málið er tekið út af dagskrá, sagði formaðurinn sigri hrósandi. Guttormur reis upp. . — Ég tel það illa farið, að úrslitin skyldu verða þessi, sem raun ber vitni um, sagði hann með nokkrum þunga. Ég endurtek ennþá einu sinni þá skoðun mína, að með þessum afskiptum sé félag- ið komið út fyrir þau takmörk, sem stefnuskrá þess setur því. Með þessu er einnig verið að draga menn nauðuga inn í mál, sem í eðli sínu er einkamál en ekki félagsmál, og sem menn gjarna vilja standa mtan við. Með þessu eru for- göngumenn málsins að gera sig seka um það sama, sem þeir eru að víta. Þeir eru að neyða menn til þess að hafa sömu skoðanir og þeir sjálfir. Slíkt er hrópandi mótsögn við hina frjálsu hugsun, hina frjálsu viðleitni til aukins andlegs þroska og menningar. — Af þessum orsökum lýsi ég því yfir, að ég segi mig úr félaginu, því að ég tel það hafa troðið á þeim hugsjón- um, sem tilvera þess byggist á. Að þessum orðum loknum gekk hann til dyra. Nálega helmingur félagsmanna fylgdu honum eftir. 28. Gunnar bóndi hafði verið á fundinum, þó að ekki væri hann félagsmaður. Eins og mörgum fleirum var honum forvitni á að vita, hvernig fara mýndi, því að það var fyrir fram vitað, að á þessum fundi mundi koma til snarpra átaka um þetta mál. Að öðru leyti lét Gunnar sig þetta engu skipta. Þó að hann gæti ekki alls- kostar fellt sig við kenningu séra Bjarna, hafði allt farið misfellulaust á milli þeirra. Gunnar var ekki þannig skapi far- inn, að hann leitaðist við að standa í deil- um, eins og sumra er siður. Séra Bjarna var vel kunnugt um fund- inn, því að honum hafði verið boðið að koma þar og standa fyrir sínu máli, eða „svara fyrir sinn málstað“, eins og það var orðað. En það var öðru'nær en hon- um dytti í hug að taka jafnfíflslega áskorun til greina. Andstæðingar hans skyldu ekki fá minnsta tilefni til þess að ætla, að hann léti þá segja sér fyrir verk- um. Fyrr mátti nú vera ósvífnin! Það var engu líkara en þeir litu á hann sem saka- mann, sem þeir hefðu vald til þess að ákæra og dæma. Hann sat því heima, en honum var kunnugt um að Gunnar fór. Hann lét það því ekki dragast lengi að fá fréttir af því, sem gerzt hafði. Hann hlustaði á frá- sögn Gunnars myrkur á brún og í þungu skapi. — Þér segið, að Guttormur hafi verið andvígur þessu brölti? — Já, hann var sá eini, sem barðist gegn því, svo að munaði um. — Vitið þér, Gunnar, hvort hann átti nokkurn þátt í því að félagið tók afstöðu gegn mér í kosningunum? — Sannleikurinn er sá, svaraði Gunnar, að hann barðist gegn því að félagið hefði afskipti af kosningunum, alveg á sama hátt og hann var því andvígur nú, að fé- laginu væri blandað inn í þetta mál. Um

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.