Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 20
14 KENNIMAÐUR N. Kv. Hann fór þess vegna af baki, hratt upp hurðinni og gekk inn. Inni í annarri krónni stóð ekkjan hálf- bogin yfir lambi, sem hún var auðsjáan- lega nýbúin að bjarga inn úr hríðinni. Því var svo kalt, að það gat ekki staðið. Hún hafði vafið utan um það poka og reyndi að koma lífi í það. Móðir lambsins stóð jarmandi yfir því. Innst inni í hinni krónni voru tvær eða þrjár ær með Iömb, ,-sem báru sig kuldalega. Konan var svo upptekin við að hjúkra lambinu, að hún leit ekki upp, þó að hún heyrði gengið um dyrnar. Hún sagði án þess að líta upp: — Kemurðu með eitthvað af ám núna, Steini minn? Prestur ræskti sig og gekk inn í króna. — Komið þér sælar, Guðríður, sagði hann svo. Konunni varð svo bilt við að heyra ókunnugan málróm, að hún misstí lambið úr höndum sínum og leit upp með skelk í svipnum. Þegar hún sá, hver gesturinn Var, varð undrun hennar meiri en svo, að hún gæti tekið undir kveðju gestsins. — Get ég ekki hjálpað yður eitthvað, Guðríður? spurði séra Bjarni dálítið vandræðalegur, þegar þögnin var orðin nokkuð löng. Konan laut aftur niður að lambinu til þess að hagræða því. — Þér þurfið ekki að gera yður fyrir- höfn mín vegna, sagði hún á meðan. Þessu reiðir einhvem veginn af fyrir mér. Þér verðið blautur og-------. — Ég er kominn hingað til þess að hjálpa yður eftir getu, greip séra Bjarni fram í. . Það er ekki kvenmannsveður núna. Er það ekki svo, að flestar ærnar yðar séu úti ennþá með nýfædd lömbin? Segið þér mér, hvert ég á að snúa mér til þess að hafa uþp á þeim. Hreimurinn í rödd hans var þannig, að' hún kom ekki með fleiri mótbárur. Hún gekk fram að dyrunum um leið og hún sagði: — Steini minn er hér fyrir sunnan tún- ið með nokkrar lambær. Ef yður er al- vara, þá skuluð þér hjálpa honum við að koma þeim hér heim. Það er víst ekki gott að koma þeim á móti veðrinu. Úr dyrunum benti hún honum í áttina þangað, sem drengurinn var að stríða við ærnar. í gegnum hríðina sá hann grilla í hann skammt fyrir sunnan túnið. Hann stökk á bak Léttfeta, sem varð því feginn að fá að spretta úr spori. Það fór sem snöggvast um hann hrollur, þegar hann kom aftur út í óveðrið, en nú var ekki stund eða staður til þess að láta slíkt á sig fá. Sunnan við túnið barðist drengurinn við að koma nokkrum lambám gegn veðr- inu, en honum miðaði lítið áfram. Ærnar snerust í krihgum lömbin, sem voru orðin svo blaut og dofin af kulda, að þau gátu varla gengið. Drengurinn varð sífellt að vera á harðaspretti, til þess að koma þeim eitthvað áleiðis og missa þær ekki út í hríðina. Raunar var hann orðinn svo þreyttur, að hann gat ekki hlaupið, en hann hljóp samt. Hvað eftir annað rasaði hann og datt um sína eigin fætur, sem voru heldofnir af kulda. Yzt fata var hann í treyjugarmi, sem náði honum nið- ur á hné, en hún var orðin svo þung af bleytu, að hún var honum algerlega ofviða. Það var ekki lengur þurr blettur á líkama hans. Hann fann, að hann var að þrotum kominn, og var farinn að gráta, ekki ein- ungis af kulda, heldur af reiði og sorg yf- ir sínu eigin vanmætti. En þá kom hjálpin, skyndilega og óvænt. Út úr hríðardimmunni geystist allt í einu maður á rauðum hesti, stað- næmdist sem snöggvast hjá honum og sagði við hann fáein orð, sem hann heyrði ekki eða skildi ekki. Svo fór þessi maður að hjálpa honum við ærnar.. Drengurinn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.