Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 26

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Blaðsíða 26
20 KENNIMAÐUR N. Kv. ing höfðu þau annars hagað sér heimsku- lega, bæði tvö. Vonandi var það ekki ot seint að bæta úr því nú. Nei, það var ekki of seint. Hún elskaði hann ennþá. Kossinn hennar í morgun brann ennþá á vörum hans. Svona hefði hún ekki kysst hann, ef hún elskaði hann ekki af öllu hjarta. Hann hlakkaði til þess að koma heim. — Kom ekki þarna ríðandi maður á móti honum? Hver gat verið á ferð núna? Sennilega einhver að svipast eftir kind- um. En var ekki þetta Guttormur á Vatni? Ekki gat hann verið að leita að fé sínu á þessum slóðum. Guttormur stöðvaði hest sinn, er þeir mættust. Hanh virtist dálítið undrandi yf- ir því að mæta séra Bjarna í þessu veðri og komið fram á kvöld. — Þeir heilsuðust. — Kemúr þú langt að? spurði Guttorm- ur svo. — Frá Ási, svaraði prestur. En hvað ætlar þú langt? — Fram í Ás. Mér datt í hug, að ef til vill gæti ég eitthvað liðsinnt ekkjunni, þó að seint sé. Séra Bjarni gat ekki varizt sigurgleði við þá tilfinningu, að hafa orðið fyrri til en Guttormur. Sú tilfinning margborgaði alla þá ósigra, sem honum fannst hann hafa beðið fyrir horium. Hann naut þess að heyra sjálfan sig segja: — Ég hugsa að hún hafi ekki sérstak- lega þörf fyrir hjálp núna. Ég fór fram eftir strax í morgun og hefi veríð þar í dag. Við fundum allar ærnar og komum þeim í hús, svo að þar er allt í góðu lagi núna. — Það þykja mér góðar fréttir, sagði Guttormur. Þá þarf ég ekki nauðsynlega að fara lengra. Hann sneri hesti. sínum við og þeir riðu af stað samsíða. Samtalið var slitrótt í fyrstu. Undan- gengin viðskipti þeirra höfðu reist þann múr á milli þeirra, sem erfitt var að brjóta niður. En séra Bjarni varð að við- urkenna fyrir sjálfum sér þann beiska sannleika, að hann hafði gert Guttormi rangt til. Hann langaði til þess að sættast, en það er stundum erfitt að stíga fyrsta sporið til þess að brjóta odd af oflæti sínu. En hann fann það jafnframt, að ef hann ætti að halda sjálfsvirðingu sinni óskertri, varð hann að verða fyrri til að rétta fram hendina til sátta. — Getum við ekki verið vinir, Guttorm- ur, byrjaði hann, nærri því biðjandi. Mér hefir oft fallið það illa, hvernig ég hefi komið fram við þig. i — Ekkert mér jafnhugleikið, svaraði Guttormur. Raunar er þessi misklíð okkar eins mikið mér að kenna. Ég gat komið í veg fyrir hana að miklu leyti. En ég gerði það bara ekki. — Við skulum ekki fara að metast um það, hvor okkar eigi þar meiri sök, sagði séra Bjarni. Það er aðeins mannlegt að hrasa ,en því aðeins, að við gerum allt, sem í okkar valdi stendur til þess að gera allt gott aftur. — Á meðan mannlegur fullkomleiki er ekki til, verðum við að leitast við að breyta eftir því, sem sannfæring okkar segir, að sé það bezta og réttasta,- sagði Guttormur og tók í útrétta hönd séra Bjarna og þrýsti hana á sinn venjulega hlýja og þróttmikla hátt. — Stuttu seinna kvöddust þeir fyrir peð- an Breiðavað. Prestur gaf Léttfeta lausan taum heim túnið: Hann var ekki fyrri kominn af baki en konan hans kom stökkvandi út og flaug umsvifalaust upp um hálsinn á honum, svona eins og hann var til reika, blautur og forugur. — Það er gott, að þú ert.kominn, vinur minn, hvíslaði hún inn í eyra hans. Það hefir verið svo leiðirilegt að vita þig úti í þessu voða-veðri í allan dag. Svo dreif hún hann inn og lét hann hátta; kom svo með heitt kaffi, til þess að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.