Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 30
24
SAGA MÖÐRUDALS Á EFRA-FJALLI
N. Kv-
1881, fluttist Jón að Brú. Þorsteinn flutt-
ist þá til Akureyrar, en Stefán sat eftir í
Möðrudal. Lauk þar með yfirráðum
Möðrudalsættar yfir jörðinni, en hefjast
full yfirráð Brúarættar.
Brúarætt.
Á Brú á Jökuldal hafði búið frá því á
15. öld a. m. k., að því er menn bezt vita,
ein og sama ætt. Forfaðir ættarinnar var
Þorsteinn Jökull, sá er fyrr hefir verið
getið. Verður sú búskaparsaga ekki rakin
hér.
Fyrir öskufallið 1875 bjó að Brú einn
þeirra ættmenna, Einar Einarsson, góður
bóndi og þróttmikill, eins og þeir ætt-
menn allir eru taldir hafa verið.
Öskufallið frá Dyngjufjallagosinu ann-
an páskadag vorið 1875 varð miklum mun
meira á Efra-Jökuldal heldur en í Möðru-
dal. Lögðust jarðirnar á Efra-Dal nær í
eyði nokkur árin næstu eftir öskufallið,
en bændurnir fluttust með bú sín til
annarra byggða, mest til Vopnafjarðar.
Upp úr því hófust mestu Vesturheims-
ferðirnar af Austurlandi, líklega með-
fram fyrir það los, sem kom á staðfestu
ýmissa bænda af völdum öskufallsins, en
einnig vegna annárrar óáranar og hins
mikla vesturfararhugar, sem um það leyti
varð almennur á Austurlandi.
Einar Einarsson frá Brú fluttist eftir
öskufallið að Gestreiðarstöðum, eins af
býlunum, sem í tíð Sigurðar Jónssonar
hafði verið reist í hinu forna Höðrudals-
landi austan fjallgarðanna. Þaðan lá svo
leið þeirra feðga að Möðrudal, eins og
sagt hefir verið.
Steíán Einarsson og Arnfríður
Sigurðardóttir 1880—1916.
Með brottför Jóns Metúsalemssonar frá
Möðrudal vorið 1881 hefjast að fuilu yfir-
fáð Brúarættar yfir jörðinni. Stefán var
þá 32 ára (f. 23. des. 1848), en Arnfríður
ári yngri.
Stefán hafði alizt upp á Brú til fullorð-
insaldurs, en farið utan til Danmerkur
haustið 1874, og dvaldi þar vetrarlangt
við úrsmíði nám, en annað varð þó starf
hans, þegar heim kom. Þó kom oft að liði
þessi kunnátta hans, enda var hann hagur
á hönd í fleiri efnum.
Eftir fyrri konu sína og barn þeirra
hafði Stefán eignazt hluta í jörðinni.
Hann keypti nú brátt jörðina alla. Kaup-
verðið mun hafa svarað til 6000 króna.
Búþrif.
Með bjarglegan stofn settust þau að
búi í Möðrudal, Stefán og Arnfríður.
Brátt efldust þau í búskapnum, og þegar
nokkuð leið frá, stóð hann með miklum
blóma, gripir margir og góð þrif 1 búi.
Gripaflest mun hafa orðið um 700 sauð-
fjár, 40—45 hross og allmargt nautgripa,
m. a. margt geldneyta sum árin. Varð
búþrifnaðurinn í tíð Stefáns líkur því,.
sem bezt hafði verið á búskapartíma
Möðrudalsættar.
Stefán var harðgjör maður og fylginn
sér, hugkvæmur og .hygginn búmaður,
fjármaður ágætur. Má með sanni segja,
að hann sem bóndi í Möðrudal væri rétt-
ur maður á réttum stað. Dugnaður hans
og harðfylgi og fjármennskuhæfileikar
samsvöruðu erfiðleikum jarðarinnar af
völdum staðhátta og kostum hennar.
Hann þótti beita nokkuð hörðu við búfé
sitt, og kostaði þannig sem minnstu til, en
glöggskyggni hans og fjármennskuhæfi-
leikar, samfara hinum ágætu landkostum,
vörnuðu því að tjón hlytist af, enda ekki
skortur á fóðri, ef með þurfti. Með þessu
kom hann upp afburðagóðu þolsfé og þó
afurðamiklu, og kostagóðu hrossakyni.
Sóttu menn á þeim tímum hrúta til kyn-
bóta og fjörmikla reiðhesta að Möðrudal.