Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 38

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Page 38
32 DÆTUR FRUMSKOGARINS N. Kv, Að svo mæltu keyrði hann hestinn spor- um og hélt yfir í skógarjaðarinn, sem lá að hinu auða svæði kringum hacienduna. Hann reið greitt, og innan skamms kom hann í rjóður, þar sem bjálkahús eins starfsmanna haciendunna rstóð. Hann batt hestinn við dyrakenginn og barði með sérstökum hætti þrisvar sinnum að dyrum. Hurðin var opnuð að vörmu spori og.út kom maður í mexikönskum klæðnaði. Það var Gomez. „Eruð það þér, hershöfðingi?11 spurði hann. „Já. Ert þú ferðbúinn?“ „Það hefi ég verið lengi. Hesturinn bíð- ur söðlaður að húsabaki“. „Hefir þú grímurnar?" „Hérna eru þær“. Hershöfðinginn og Gomez bundu á sig grímurnar. „Hvernig gekk það? Eg hefi ekki séð þjg síðan í gær“. „Ákjósanlega“, svaraði Gontiez hæglát- lega. „Gamli Don Rodriguez mun aldrei framar þeysa að næturlagi um hinar víð- áttuniiklu merkur sínar“. Hershöfðinginn bliknaði. „Þið hafið þá drepið hann“, stundi hann. „Hver veitti honum áverkann?“ „Santuscho“. „Hljóðaði hann ekki?“ spurði Banderas, sem nú hafði jáfnað sig á ný. „Jú, einu sinni; en svo féll hann af hest- inum. Og enginn hefir heyrt neitt“. „Þar skjátlast þér“, mælti Banderas, „ókunnur maður sá allt og heyrði allt“. Gomez hrópaði upp yfir sig af skelfingu. „Á hverju byggið þér það?“ stamaði hann. „Umferðaprangari, Ruben að nafni, gisti í haciendunni í nótt. Hann segist hafa vit- að um alít, sem fiam fór, og þekkja.morð- íngjana. En nú er hann horfinn". „Er það sá hinn sami Ruben, sem allir kannast við vestur við hafið?“ „Það hygg ég“. „Ég þekki hann ekki og ég skil ekki, að hann þekki mig aftur, þótt hann ætti þess kost að hitta mig. Og það get ég fullvissað þann góða mann um, að dagar hans eru taldir, ef það kemur fyrir“. „Hvað gerðuð þið við líkið af plant- ekrueigandanum?" „Við földum það í holum trjástofni. En Zurdo og Santuscho eru farnir með það fynr klukkustund síðan til Kirkjuhell- isins“. „Ágætt“, sagði hershöfðinginn, „þá er mál að halda af stað“. „Áfram þá“, mælti Gomez og keyrði hestinn sporum.' Innan skamms voru þeir horfnir eins og tvær gráar vofur út í þrumunóttina. V. J ÁRÁSIN. Hestur Don Jaime geystist áfram eftir skóginum. Þjónarnir reyndu að fylgja hon- um eftir, en það varð árangurslaust. Hann hvarf þeim með öllu og sjálfir villtust þeir af leiðinni, sem fara átti. Don Jaime sat eins og negldur í hnakk- inn. Á þröngum skógarstígum varð hann að sitja álútur til að greinarnar fleygðu honum ekki af hestbaki. Honum var með öllu óskiljanlegt stjómleysi hestsins, sem venjulega var spakur og þægur. Nóttin var dottin á, óhugðnæm og skuggaleg. Þrumuveðrið var komið í al- gleyming. Stormurinn söng dauðaljóð sín í öllum áttum, og svipti í bræði sinni skóg- artrjánum um koll, hverju af öðru. Há- vaðinn var ægilegur,. það var eins og öll villidýr hins myrka fmmskógar hæfu upp söng sinn á þessari nóttu. Gegnum þrumu- gnýinn heyrðust öðru hvoru sársaukafull öskur tígrisdýra, er fallandi tré höfðu sleg-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.