Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 46
40 VINUR NAPÓLEONS N. Kv. FaSir Chibon þurrkaði rykhrúgu úr betra eyra Napóleons. „Ó,“ hrópaði hann. „Það hlýtur að vera unaðslegt að vera ungur og ástfanginn! Voruð þér nokkurn tíma ástfanginn, Na- póleon? Néi, það er leiðinlegt! Ég veit það, því að ég hefi heldur ekki verið heppinn í ástum. Kvenfólkið vill heldur stóra og sterka menn, er það ekki? Jæja, við verð- um að hjálpa þessum ungu elskendum, Napóleon. Við verðum að sjá um, að þau fái notið þeirrar sælu, sem við fórum á mis við. Þér skuluð því ekki láta þau sjá, að þór hafið gætur á þeim, ef þau koma hing- að annað kvöld. Ég ætla að láta sem ég sjái þau ekki.“ A hvérju kvöldi þegar búið var að loka safninu, spjallaði Faðir Chibon við Napó- leon um ástir amerísku stúlkunnar með tindrandi, dökku augun og granna, bein- vaxna Frakkans. „Það er eitthvað ekki allt með felldu,“ sagoi Faðir Chibon kvöld eitt og hristi höfuðið. „Það er eitthvað, sem er Þrándur í Götu hamingju þeirra. Hann hefir litla peninga og er nýbúinn að ljúka námi. Ég heyrði hann segja henni það í kvöld. Og hún á frænku, sem ætlar sér annað fyrir með hana. En hvað það væri sorglegt, ef örlögin skildu þau að! En þér vitið, hvað örlögin geta verið miskunnarlaus, er það ekki, Napóleon? Ef við aðeins hefðum peninga, gætum við ef til vill hjálpað þeim; en ég á enga peninga; og ég býst við að þér hafið verið fátækur líka, úr því að þér eruð svona raunamæddur á svipinn. En hlustið nú. Morgundagurinn verður mjög örlagaríkur fyrir þau. Hann hefir spurt hana, hvort hún vilji giftast sér, og hún sagði, að hún skyldi segja honum það annað, kvöld kl. 9 hér á þessum stað. Ég heyrði þau ráðgera þetta. Ef hún kemur ekki, þá þýðir það nei. Ég hugsa, að við munum sjá tvær hamingjusamar mann- eskjur annað kvöld, haldið þér það ekki, Napóleon?“ Kvöldið eftir, þegar síðasti gesturinn var farinn, og Faðir Chibon hafði lokað útidyrahurðinni, kom hann til Napóleons með tárin í augunum. ' „Þér sáuð það, vinur minn?“ sagði Faðir Chibon snöktandi. „Þér tókuð eftir því? Þér. sáuð andlit hans og hve fölur hann varð? Þér sáuð augu hans og örvænting- una, sem skein úr þeim? Hann fór ekki, fyrr en ég hafði þrívegis sagt honum, að nú ætti að fara að loka safninu. Mér fannst ég vera böðull, það get ég fullvissað yður um; og hann horfði á mig eins og dæmdur maður. Hann gekk út þungum skrefum, hann var ekki lengur beinn. Því hún kom ekki, Napóleon; stúlkan með tindrandi dökku augun kom ekki. Litla ástarsagan okkar er orðin að sorgarsögu. Hún neitaði honum, þessum vesaling, þessum óham- ingjusama, unga manni!“ Kvöldið eftir, þegar búið var að loka, kom Faðir Chibon hlaupandi til Napóle- ons, hann titraði af ákafa. „Hún var hérna!“ hrópaði hann. „Sáuð þér hana? Hún var hérna og var alltaf að gá umhverfis sig, en auðvitað þom hann ekki. Ég sá það á svipnum á honum í gær- kvöldi, að hann var búinn að missa alla von. Að lokum áræddi ég að tala til henn- ar: „Ungfrú,“ sagði ég, „afsakið dirfsku mína, en það er skylda mín að segja yður — hann var hérna í gærkvöldi og beið fram að lokunartíma. Hann var náfölur, ungfrú, og saug fingur sína í örvæntingu. Hann elskar yður, ungfrú, það gat hvaða sauður sem var séð. Hann elskar yður heitt og hann er vandaður og góður mað- ur, því megið þér trúa. Valdið honum ekki slíkrar hjartasorgar, ungfrú!“ Hún greip 1 ermi mína: „Þér þekkið hann þá?“ spurði hún. „Nei, því miður,“ sagði ég. „Ég hefi aðeins séð hann hérna með yður.“ „Vesa-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.