Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 51

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Síða 51
Kv. VINUR NAPÓLEONS 45 Orðrómur þessara þriggja dómara hafði jafnvel borizt inn fyrir veggi Pratoney- safnsins, og sá orðrómur var ekki fallegur. Það voru þrír öldungar, sem höfðu fylli- lega unnið til viðurnefnisins Ógnarþrenn- Jngin, með hinum ströngu dómum sínum; vísindamenn bliknuðu þegar þeir heyrðu nafn þeirra, og af því voru þeir hreyknir. Skömmu síðar kom fangavörðurinn aft- Ur glottandi. „Það fylgir þér einhver hundaheppni", sagði hann við Faðir Chibon. „Fyrst færðu °gnarþrenninguna fyrir dómara og svo faerðu herra Georges Dufayel skipaðan sem verjanda þinn“. „Er þessi herra Dufayel þá ekki góður Iögfraeðingur?“ spurði Faðir Chibon. Fangavörðurinn glotti. „Hann hefir ekki unnið eitt einasta mál síðustu mán- uðina“, sagði hann, eins og það væri eitt- hvað sérstaklega fyndið. „Það er betra en nokkurt bíó, að heyra hann þvæla °g flækja mál skjólstæðinga sinna fyrir rettinum. Hann hefir alls ekki hugann við n^alið. Hann er eins og út á þekju. Það er h^ft á orði í réttinum, að þeir sem fái Georges Dufayel fyrir verjanda, séu fyrir fram dauðir. En ef maður er of fátækur til að borga lögfræðingi, þá verður maður að f^ka því, sem að manni er rétt. Það er neimspeki, karl minn!“ Faðir Chibon stundi. „Bíddu þangað til á morgun“, sagði nngavörðurinn glaðlega, „þá muntu fá nsega ástæðu til að stynja“. „En get ég ekki fengið að tala við herra Dnfayei?11 »Til hvers er það? Þú stalst dúkkunni, Var það ekki? Hún verður lögð fram í rétt- lnum, til að vitna gegn þér. Það er ekki arualegt! Vitni í málinu: Herra Napóleon! u ert auðsjáanlega eins sekur og Kain, .minn, og dómararnir verðá ekki lengi retta því af, því máttu trúa. Jæja, ég sé *g aftm- á morgun. Sofðu vel“. nðir Chibon svaf ekki vel. Hann svaf í v^Un °g veru alls ekkert. Og þegar hann ar leiddur inn í stúkuna í réttarsalnum mt öðrum mönnum, sem gerst höfðu brotlegir við lögin, féll honum allur ketill í eld. Hann fylltist lotningarkenndum ótta á þessum stóra réttarsal og þeirri þungu al- vöru, sem hvíldi yfir öllu þar inni. Hann herti upp hugann og spurði einn vörðinn hvar lögfræðingur hans, herra Dufayel væri. „O — hann er á eftir tímanum eins og vant er“, svaraði vörðurinn. „Þér verðið heppinn ef hann kemur alls ekki“, bætti hann við. Faðir Chibon lét fallast niður á fanga- bekkinn og leit upp í dómarastúkuna and- spænis. Þar sat ógnarþrenningim og hon- um rann kalt vatn millr skinns og hörunds við þá sjón. Bertrouf, aðaldómarinn, var rauður og þrútinn af brennivínsdrykkju; og fyllti út í dómarastólinn eiris og eitrað- ur sveppur. Gobein sat hægra megin við hann. Hann var skorpinn eins múmía og virtist vera minnst hundrað ára og augun glóðu eins og í eiturslöngu. Perouse var með feikna mikið og úfið alskegv og út úr því skaut hryggháu og oddhvössu nefi; hann horfði á Faðir Chibon og sleikti skeggið með langri, ljósrauðri tungunni. Faðir Chibon lá við yfirliði; honum fannst hann ekki vera stærri en matbaun, og enn- þá auðvirðilegri, en dómararnir á hinn bóginn eins og einhverjar ógnarlegar ófreskjur. Fyrsta mál var tekið fyrir: ungur, reg- ingslegur náungi, sem hafði stolið appel- sínu úr vagni. „Já, herra þjófur“, rumdi Bertouf dóm- ari og yggldi brýrnar, „þú ert reginslegur núna. Ætli þú verðir eins reginslegur þeg- ar þér verður sleppt úr fangelsinu eftir eitt ár? Ég býst ekki við því. Hvað er næsta mál?“ Faðir Chibon varð þungt um. Heilt ár fyrir eina appelsínu — og hann hafði stol- ið manni! Augu hans reikuðu um salinn. Hann sá tvo varðmenn koma með eitthvað á milli sín og setja fyrir framan dómarana. Það var Napóleon. Einn af varðmönnunum klapoaði á öxl- ina á Föður Chibon: „Þér eruð næstur“, sagði hann.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.