Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1942, Qupperneq 52
46 VINUR NAPÓLEONS N. KVc „En hvar er; lögfræðingurinn minn, herra Dufayel?“ byrjaði Faðir Chibon. „Þér eruð óheppinn“, sagði vörðurinn, „þarna kemur hann“. Faðir Chibon gekk í leiðslu upp í yfir- heyrslustúkuna. Hann sá koma til sín ung- an mann, fölan í andliti. Faðir Chibon þekkti hann undir eins. Það var granni, beinvaxni maðurinn, sem komið hafði á safnið. En hann var ekki lengur beinn. Hann gekk álútur og var sljór og sinnu- laus á svipinn. Hann þekkti ekki Föður Chibon, leit aðeins á hann rétt sem snöggvast. „Þér hafið stolið einhverju“, sagði hann hljómlausri röddu. „Þýfið fannst í herberginu hjá yður. Ég held það sé bezt að játa og ljúka því af sem fyrst“. „Já, herra“, sagði Faðir Chibon, því að hann hafði gefið upp alla von. „En bíðið augnablik. Ég er með dálítið — ég er með bréf til yðar“. Faðir Chibon leitaði í vösum sínum, og fann að lokum miðann frá amerísku stúlk- unni með tindrandi, dökku augun. Hann rétti Georges Dufayel það. Hún bað mig fyrir það, til yðar“, sagði Faðir Chibon. „Ég var yfirvörður í Praton- ey-safninu. Hún köm þangað kvöld eftir kvöld og beið eftir yður“. Ungi maðurinn greip miðann báðum höndum. Andlit hans, augu, öll framkoma hans virtist fyllast nýju lífi. „Hvert í heitasta!“ hrópaði hann. „Og ég vantreysti henni! Ég á yður mikið að þakka, herra minn. Eg á yður allt að þakka“. Hann þrýsti hönd Föður Chibon. Bertouf dómari gaf frá sér eitthvert van- stillingar-hljóð. „Við erum reiðubúnir að hlusta á málsvörn yðar, herra Dufayel, ef þér hafið þá nokkra málsvörn fram að færa“. Réttarþjónarnir flissuðu. „Bíðið andartak, herra dómari“, sagði lögfræðkigurinn. Hann sneri sér að Föður Chibon „Flýtið yður nú“, sagði hann, „seg- ið mér hvaða glæp þér eruð ákærðir fyrir. ■ Hverju stáluð þér?“ „Honum,“ sagði Faðir Chibon og benti á Napóleon. „Þessari vaxmynd af Napóleon?" Faðir Chibon kinkaði kolli. „Hvers vegna gerðuð þér það?“ Faðir Chibon yppti öxlum. „Þér gætuð ekki skilið ástæðuna“. „En þér verðið að segja mér það“, sagði lögfræðingurinn biðjandi. „Ég verð að finna einhverjar málsbætur fyrir yður_ Þessir grimdarseggir verða nógu harðir fyrir því; en það getur verið að ég geti gert eitthvað. Fljótir nú! Af hverju stáluð þér þessum Napóleon?" „Ég var vinur hans,“ sagði Faðir Chi- bon. „Safnið varð gjaldþrota. Þeir ætluðu að selja Napóleon á fornsölu, herra Dufa- yel. Hann var vinur minn. Ég gat ekki yfirgefið hann.“ Augu lögfræðingsins ljómuðu. Þau skutu neistum. Hann barði í borðið. „Agætt!“ hrópaði hann. Svo reis hann á fætur og ávarpaði rétt- inn. Rödd hans var lág og titraði af geðs- hræringu. Dómararnir gátu ekki varizt því, að halla sér áfrani og leggja við híust- imar. „Megi það gleðja hina háttvirtu dómara í þessum franska rétti, að skjólstæðingur minn er sekur,“ byrjaði hann. „Já, ég end- urtek það með þrumandi röddu, svo að allt Frakkland megi heyra það, já, allir óvinir Frakklands, allur heimurinn megi heyra það. Hann er sekur. Hann stal þessari mynd af Napóleon, sem var lögleg eign annars manns. Ég neita því ekki. Þessi gamli maður, Jerome Chibon, er sekur, og ég fyrir mitt leyti er hreykinn af sekt hans.“ Það rumdi í Bertouf dómara. „Ef skjól- stæðingur yðar er sekur, herra Dufayel, þá er það útrætt mál. Þó að þér séuð hreyk- inn af sekt hans, sem ég skal játa, að kem- ur mér undarlega fyrir sjónir, þá dæmi ég hann í. . . . “ „Bíðið, háttvirti dómari!“ Rödd Dufa' yels var í senn biðjandi og skipándi. „Þér verðið, þér skuluð hlusta á mig! Áður en þér dæmið þennan gamla mann, ætla ég

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.