Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 5
XVII. árg. Akureyri, Jantíar 1923. 1. hefti. Flink merkisberi. Saga úr Prjátíu -ára-stríðinu. Eftir Loðbrók. (Framh.). Jeg skipaði nú fðrunaut mínum að hjálpa mjer að bera hálminn í smáhrúgur fram með árbakkanum. Við þetta vorum við langt fram á nótt. En þrátt fyrir það, þótt áliðið væri, mátti jeg ekki hætta við svo búið, því að enn var eftir Iangt og strangt erfiði. Jeg hafði sem sje tekið eftir því, að hlaðið hafði verið upp all-miklu af brenni við kofann. Jeg skipaði nú manninum að hjálpa mjer líka til þess að bera þetta brenni í smáhrúgur fram með árbakkanum, á þann hátt, að altaf voru tvær hálmhrúgur milli brennihauganna. Jeg Ijet ofurlítið af vel þurrum hálm inn í hvern brennihaug, til þess að betur gæti kviknað í því. »Æ, nú er jeg dauðþreyltur orðinn,« mælti mannauminginn að þessu verki loknu. »Jeg hefi þrælað eins og kvikindi altaf síðan um hádegi.® # »fú hefir nú gott af því, vinur minn,« ansaði jeg. »En ef þú ímyndar þjer, að þú fáir nú að ganga til hvíldar, þá skjátlast þjer mikillega. Enn er öllu ekki lokið, og jeg býst við, að öllu verði ekki lokið fyr en undir morgun.* »Ó, ef aðeins lífi mínu verður þyrmt, þá . .. « »það gleður mig ósegjanlega, vinur minn, að þú skulir geta hagað þjer eins og skyldan býður. Komdu nú hingað með tvö reipi og tvær vatnsfötur.* Innan stundar hafði hann uppfylt skipun mína. Svo skipaði jeg honum að sækja vatn í fötu í ána og notaði það eins og jeg hefði ákveðið með sjálfum mjer. Pessum vatnsburði hjeldum við áfram, þangað til mjer þótti nóg komið, og tók það ekki mjög langati tíma, en hafði þó nægilega mikið vatn til þess að geta gegn- vætt allar hálmhrúgurnar. En þó var þessu öllu ekki lokið fyr en sól var komin á loft. og var mjer þá ekki til setunnar boðið að ná til herbúðanna í tæka tíð. Mjer þótt: ekki ugglaust að skilja manninn eftir í kofanum, því auðgert var fyrir hann að varpa öllum hálmhrúgunum í ána og eyði- leggja með því gersamlega næturerfiði mitt. Jeg tók hann því með mjer til herbúðanna, en ljet hann áður læsa kofa sínum. Jeg þarf ekki að taka það fram, að á meðan bað hann þrot- laust fyrir lífi sfnu. Jeg óttaðist ekki um, að hætta stafaði af Úlrik Apfelbautn eftir að sól var risin. Jeg vissi að hann mundi vera svo hygginn að hætta sjer ekki hingað um hábjartan daginn, þegar hann vissi, að jeg hafði þekt hann. Jeg þóttist því öruggur um, að jeg mundi finna verk mín óhögguð, þegar jeg kærni aftur. Þegar jeg kom til herbúðanna ásamt mann- garminum, gerðust fjelagar mínir kátir yfir fjarveru minni, því að þeir hjeldu, að jeg 1

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.