Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Side 9

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Side 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 5 aði hann til mín. »Athafnir þínar hafa arðið okkur að ómetanlegu liði. Jeg tel okkur nú þegar liafa gersigrað.® »Jeg vil allra þegnsamlegast óska yður til hamingju með þennan stórfelda . . .« ». . . sem jeg má þakka þjer fyrir að miklu leyti.« »Mínar athafnir munu að líkindum lítið hafa breytt framgangi orustunnar. En . . . jeg er hjer kominn í öðrum erindum. Jeg er búinn að finna vað á ánni, sem er áreiðanlega svo trygt, að riddaraliðið getur komist þar yfir um. En yfir brúna getur fótgönguliðið farið. Pað veltur aðeins á því, hvort þjer, herra konung- ur, álitið það hentugt, að ráðast að óvinunum frá tveim hliðum í senn.« Jeg 'benti nú konunginum þangað, sem jeg hafði sjeð Úlrik Apfelbauin fara yfir um ána. Gústaf Aðólf ljet samstundis gefa riddaraliðinu merki um, að fara þangað. Jeg flýtti mjer að ná í hest minn og reið í fararbroddi með her- deild minni. Jeg fann vaðið á ánni fyrirhafn- arlaust, og innan stundar mátti sjá frá báðum bökkuin árinnar óslitna keðju ríðandi manna í ánni og leit hún út tilsýndar eins og belti, sem spent hafði verið milli árbakkanna. Myrkrið tók nú að færast yfir, og gaf kon- ungur út skipun um, að ekki skyldu fleiri af riddaraliðinu fara yfir ána þetta kvöld, en þeir, sem þegar væru komnir yfir um, skyldu eftir besta megni gera sjer vígi á árbakkanum. Kon- ungur vildi auðsæilega ekki stofna í hættu þeim sigri, sem þegar var unninn, með því að hreyfa herinn f næturmyrkrinu, sem svo fjandmenn- irnir gætu notað sjer. En fjandmannaherinn var ekki á hnotskóg eftir tækifæri til að gera okkur skaða. Heldur notuðu þeir nælurmyrkrið til þess í kyrþey að yfirgefa herbúðirnar og halda af stað til baka í góðri reglu. Daginn eftir, þegar konungur vor kom i þessar mannlausu herbúðir og sá, hversu vel var um alt búið, heyrði jeg hann segja: »Hefði jeg verið í sporum hertogans af Bayern, mundi jeg aldrei hafa hlaupið úr jafn- góðu vígi og þetta er, og opnað með því fjandmönnunum breiðan veginn inn í landið, fyr en vopn þeirra hefðu brytjað mig í parta.* XII. Við múra Ingolstadts. Eftir að hafa komist klaklaust yfir Lech-ána, sneri Gústaf Aðólf för sinni til Augsburg með her sinn. Pótt bærinn væri varinn af deild úr her keisarans, var þó meginhluti borgarbúa evangeliskur og vinveittir okkur. Pess vegna treystist ekki setuliðið þar að veita mótspyrnu, en gáfu hljóðalaust borgina upp. Pann 24. apríl hjelt sænski herinn inn í borgina og Ijet Gústaf Aðólf íbúa hennar hylla sig. Pegar hann hafði trygt sjer þessa borg, hjelt hann tafarlaust áfram, og skömmu seánna námum við staðar við múra Ingolstadts, sem var eitt hið voldugasta vígi í Pýskalandi. íbúarnir í nágrenni borgarinnar voru all- flestir fjandsinnaðir okkur, og fengum við oft og tíðum að kenna á þvi. Sendiboðar páfans gerðu og sitt til, að æsa alþýðuna upp á móti okkur, og ofstæki margra varð svo mtkið, að ef ’þeir hittu Svía einan, drápu þeir hann um- svifalaust og þóttust gera það í góðum tilgangi og hjeldu það vera guði og dýrlingum sínum velþóknanlegt og sjálfum þeim sáluhjálparmeðal. Nokkrum sinnum hafði her okkar gert áhlaup á vígið, en orðið að hverfa frá aftur, án þess að vinna nokkuð á. Her Tillys var hinn harð- snúnasti, og eftir dauða hans, sem hann hafði hlotið af sárinu, er hann fjekk í orustunni við Leeh-ána, mun herinn hafa fylst heift og hefni- girni, og kom það fram í þeirri djörfung og óttaleysi, er hann sýndi í vörninni. Margur landi minn varð að láta líf sitt þarna, en eink- um var mannfallið mikið í hóp fyrirliðanna, og var ekki annað sýnna en óvinirnir legðu sig eftir því, að stefna skotum sínum á þá. Oft og tíðum fór konungur sjálfur með hóp manna njósnarferðir, og þá svo nærri víginu,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.