Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÓLDVÖKUR. 7 aðsígi á borgarmúrunum. Rar var kominn mannfjöldi og sá jeg menn vera að fjalla utn fallbyssurnar. Jeg bjóst við, að nú mundi eiga að fara að senda okkur kveðju, því að auðsætt var, að nú voru fjandmenn vorir farnir að veita okkur glögga eftirtekt, með því líka að jeg sá, að ýmsir voru að benda á okkur. Jeg óitaðist mest af öilu, að fjandmennirnir mundu hafa þekt Gústaf Aðólf, og myndu nú gera sjerstaka tilraun til þess að ráða hann af dögum. Með þessa hugsun og sleginn sf ótta fyrir dýrmætu lífi konungs, var jeg á flugst‘gi með að benda honum á hæítuna, sem yfir honum vofði. En orðin, sem jeg ætlaði að segja, frusu á vörum mjer, því að í sömu andránni sá jeg rauðan blossann fram úr einum fallbyssukjaft- inum á vígisveggnum. Jeg heyrði hvininn í kúlunni meðan hún þaut í breiðum boga og kom niður þar sem konungur var. Mjer sortnaði fyrir augum. Og jeg heyrði óp samferðamanna minna: sKonungurinn er fallinn! — Konungurinn er dáinn!« Jeg hafði tæpast kjark nje mátt til þess að stökkva af hestbaki til þess að ná þangað, sein konungur fjell, hulinn í möl og mold og með hestinn sínn góða blóðugan við hlið sjer. En þó komst jeg þangað og gat með hjálp hinna dregið konunginn út úr moldardysinni. Við fyrsta tillit sá jeg þá, að konungurinn var ósærður, en mjög blóðugur, sem stafaði frá hesti hans. »Konungurinn lifir!« hrópaði jeg. »Guði sje lof og . . .« mælti ungi greifinn. En hann enti aldrei setninguna, því að önnur kúla kom þjótandi og gerði enda á lífi þessa unga, efnilega manns. Hann fjell örendur af hesti sínum, en hesturinn stóð grafkyr og teygði frani makkann, eins og hann væri síst að skilja í, hvers vegna herra sinn færi svona að. En svo var alt í einu eins og hann skildi, hvemig í öllu lá, því að hann prjónaði fótun- um og stökk af stað hamstola, og var hart á, að honum yrði náð. Og nú hófst fyrir alvöru skothríðin frá virk- inu, og var engu líkara en að ætlun fjand- mannanna væri sú, að enginn okkar slyppi lifs af. En konungur greip nú í taumana á hesti greifans og valt sjer á bak, eins og ekkert væri um að vera. Hann mælti: ^Vesalings ungi, röski vinur. Mjer sem þótti svo vænt um þig!« Við vissum það allir, að þótt ekki sæi ann- að á konungi en að hann væri hinn rólegasti, var honum annað innan brjósts. Við sáum, hversu hann leit dapurt á fallna vininn sinn og sa'um tár glitra í augum hans. En hann mælti: »Rað væri heimska, að ætla sjer að halda lengra. Taki einhver ykkar lík greifans fyrir framan sig; svo flýíum við okkur hjeðan.« Skipunum konungs var þegar hlýtt og við vorum innan stundar komnir út fyrir skotmál fjandmannanna. Við riðurn svo áfram með lík greifans til herdeildar hans, en konungur fór leiðar sinnar til sænsku herbúðanna. Eins og jeg hefi áður sagt, voru hjeraðs- búar hvergi nærri vinveitlir okkur ogkomumst við að raun um þetta. Konungur hjelt leiðar sinnar og var í þung- um þönkum. Jeg veit ekki, hvort heldur hugur hans hefir dvalið við fallna vininn, eða hann hefir verið að hugsa um framtíðina á vígvell- inum. Eitt er víst, að konungur veitti ekki eftirtckt samtali, sem fylgdarlið hans hóf með sjer. Og ekki var he'dur hægt að sjá, að hann veitti umhverfinu nokkia athygli. Einn úr fylgdarliðinu sagði sögu af því, hvernig einn Svíanna hafði verið myrtur dag- inn áður, einmitt þar sem þeir voru nú staddir. Hann hafði heitið Pjetur Fálki. Hann hafði særst slæmu sári, þegar herinn braust yfir Lechána. Hann var hvergi nærri heilbrigður orðinn, var máttvana og vanburða. Hann hafði verið einn sfns liðs. Alt í einu var hann um- hringdur af íbúum hjeraðsins, körlum, konum og börnum. Pessi skríll rjeðist að Pjetri með bareflum, spöðum og öðrum áhöldum, og mörðu lífið úr honum með þeim. Sögumaður

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.