Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 6
2 NYJAR KVÖLDVÖKUR. hefði dvalist við ástaræfintýri um nóttina. Reir báðu mig að segja sjer alt af Ijetta um æfin- týri mitt, og þegar jeg gerði hvorki að játa eða neita, styrktust þeir í trú sinni um ástæð- una fyrir fjarveru minni. Rannig komst jeg hjá því að gera grein frá því, sem jeg í raun og veru hafði aðhafst um nóttina, og hver ásetningur minn var. Jeg gat ekki annað en dáðst að ráðdeild konungs hvað snerti allan undirbúning þess sem ske átti, og hversu hann hafði notfært sjer öll hlunnindi, sem ráð voru á. Hann hafði látið flytja nokkuð af stórskotatækj- unum á árbakkann, þar sem hann var nokkru hærri heldur en árbakkinn fjandmannamegin, og stefndu nú um 30 fallbyssuop ógnandi á herbúðir fjandmannanna, sem voru mun lægri. Um kl. hálftíu var merki gefið um að byrja erfiði dagsins. Samstundis þrumuðu skotin frá þessum 30 fallbyssum okkar, og sá jeg að þau gerðu óvinunum mikinn skaða. Og skömmu síðar tóku fallbyssur óvinanna undir hinn ægi- lega söng. Svo urðu skotdunurnar miklar, að ómögulega varð greint orðaskil. Jeg sá litla herdeild, sem sett hafði verið framarlega í her óvinanna gereyðast á lítilli stundu fyrir stór- skeytum okkar. Og svona var það víðar. Mann- fall varð ofurlítið í her okkar, en þó ekki nema lítill hluti móts við mannfallið í her keisarans. Pessu næst ruddist sveit Finna fram á ár- bakkann til þess að byrja brúarsmíðina, og á eftir þeim komu vagnar hlaðnir trjávið og öðru efni er þurfti til brúargerðarinnar. Og þótt þessi sveit hrausta drengja vissi það fullvel fyrirfram, að þeir mundu fæstir eiga afturkvæmt frá þessu starfi, sást þó ekki á andliti þeirra æðra nje ótti. Og svo gall við fallbyssuskot og kúlan tætti upp árbakkann fast hjá þeim. En þeir litu ekki einu sinni við. í orðaforða þeirra voru ekki tii orðin ótti nje hæíta. Petta var augnablikið, sem jeg hafði beðið eftir, til þess að framkvæma fyrirætlanir mínar, sem jeg hafði undirbúið um nóttina. Jeg gekk nær, þar sem jeg vissi, að Gústaf Aðólf hafðist við. Hann stóð áhyggjufullur og þungbúinn, umkringdur af hershöfðingjum sfnum. »Herra minn og konungur,« var jeg svo djarfur að mæla við hann eftir að jeg hafði heilsað honum og hershöfðingjum hans. »Nú, nú, Flink. Hvað er þjer á höndum?« spurði konungur mildilegast. »Jeg ætla allra þegnsamlegast að biðja einnar bónar, ef konungi mínum mætti þóknast að hlusta á mig.« »Berðu ósk þína upp, þjer er það fyrirfram leyft. Pað er að segja, ef þú ert ekki að beið- ast lausnar úr her mínum, því að það leyfi jeg aldrei.* »Pó er bæn mín í áttina við það.« »Hvað segirðu! Fyr hjelt jeg, að sól og tungl myndu farast, en þú, Flink merkisberi, færir fram á að yfirgefa konung þinn. Jeg ætla heldur ekki að taka orð þín trúanleg, heldur hitt, að bak við þau liggi eitthvað dul- ið, sem þú vilt mjer og málefni okkar í hag.« »Pjer hafið rjett að mæla, konungur minn. Mjer hefir aldrei lcomið til hugar að biðja lausnar úr þjónustu yðar, meðan mjer auðnast að vera. Bæn mín er sú, að mega yfirgefa herinn nokkrar klukkustundir. Jeg þykist líka vita, að engin sjerstök þörf sje fyrir riddara- liðið meðan á brúarbyggingunni stendur.« »Nú, nú, og hvernig ætlarðu að nota fjarveru þína hjeðan, gefi jeg þjer leyfi til þess?« »Jeg ætla að framkvæma fyrirætlun, sem jeg hefi undirbúið, því að jeg býst við, að hún muni gera Finnunum brúargerðina auðveldari. Með öðrum orðum: Jeg ætla að framleiða reykjarmökk svo mikinn, að hann hylji ána bakkanna milli, og geri fjandmönnunum ókleyft að sjá hvað við höfum fyrir stafni og hindri þá í að tefja brúargerðina.« Konungurinn virti mig lengi fyrir sjer. Pað var líkast, eins og hann vildi líta inn í insta afkima sálar minuar, til þess að komast fyrir um hugsanir mínar. Svo mælti hann: »Já, jeg skil þig. Og þar eðþú hefir oftlega sýnt áður með skarpskygni

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.