Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 8
4
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
framkvæmdirnar, sem gera átti þenna dag. Jeg
sá ríðandi mann, sem var á leiðinni yfir ána,
og það sem meira var, hesturinn virtist ekki
eiga neitt erfitt með að vaða ána þarna. Rað
lá í augum uppi, að áin var þarna iygnari og
grynnri en annarsstaðar, því að hún náði
hestinum aðeins rúmlega í kvið. Yfirferðin
geldc manninum seint að vísu, en honum mið-
aði þó, og náði klaklaust landi hinum megin
árinnar.
Og jeg verð að segja það, að þetta var í
fyrsfa skiftið á æfij minni, sem jeg gladdist
yfir því að sjá Úlrik Apfelbaum, — því að
þetta var enginn annar en hann — hann, sem
virtist alstaðar vera heima, þekkja alla leyni-
ganga og smugur og krókaleiðir, og var óút-
reiknanlegur.
Jeg beið þess með eftirvæntingu að heyra
eitthvert merki þess, að brúin væri fullgerð.
Meðan hún var ekki fullgerð, varð jeg að
standa á verði þarna, hversu mjög sem jeg
þráði það, að geta náð fundi konungs, segja
honum, að jeg hafði fundið vað á ánni, „og
benda honum á, að Iáta riddaraliðið fara yfir
ána á þessu vaði, svo að her okkar gæti ráð-
ist á óvinina frá tveim hliðum samtímis. Með
því mundum við ná sigri öruggast og skjóíast.
Enn ennþá varð jeg að bíða fullar þrjár
klukkustundir og halda reyknum við, Mjer var
farið að þykja nóg um biðina. En svo fór alt
í einu að gola, og svifti vindurinn reyknum
eins og slæðu frá ánni og umhverfinu. Og
hvað var það nú, sem bar fyrir augu min?
Brúargerðinni var svo langt komið, að eftir
voru aðeins fáar álnir til árbakkans hinum
megin, Brúin var að vísu ekki sterkbygð nje
varanlegt smíði, en þó var þessi brú lögð
yfir ána, án þess óvinirnir hefðu haft minstu
hugmynd um hana.
Jeg sá samstundis, að árangurslaust mundi
að reyna að hylja ána frekar í reyk, vegna
vindarins, sem lieldur ágerðist. Enda voru nú
fjandmenn okkar búnir að koma auga á brúna,
og því ómögulégt að aftra þeim frá því, að
tefja fyrir framhaldi brúargerðarinnar.
Jeg flýtti mjer nú alt hvað af tók til herbúð-
anna og spurði eftir konunginum. Mjer var
vísað til vígisins á árbakkanum, og þar hilti
jeg Gústaf Aðólf. Par stóð hann, ataður í
mold og dökkur af púðurreyk, og hvatti menn
sína bæði með orðum og athöfnum. Rjett í
þessum svifum skaut hann af fallbyssu, — ef
til vill mikilvægasta fallbyssuskotið, sem ver-
aldarsagan getur um, því að það varð Tilly
að bana.
Tilly, hinn frægi og frækni hershöfðingi,
hafði riðið af stað ofan að ánni til þess að
athuga brúna, sem rjett í þessu var verið að
festa við land og fullkomna, meðan Finnarnir
hrúpuðu gleðióp sín yfir velunnu starfi. Rá
var það að þriggja punda blýkúlan kom þjót-
andi og mölbraut vinstra fót hans um hnjeð.
Hann var þegar tekinn af hesti og borinn á
burtu. En jafnsnemma hitti önnur kúla einn
af bestu fyrirliðum hans, Altringer að nafni, og
varð honum að bana,
Eins og gefur að skilja, var hið mesta upp-
þot í her Tillys út af falli hans. Jeg sá, meðal
annars, stórskotaliðsmenn gleyma því, að bera
kyndlana, sem þeir báru í höndum, að púður-
holunni á fallbyssunum og hlaupast á brott.
Og á meðan fallbyssur vorar sungu hrikasöng
sinn fór ein herdeildin eftir aðra yfir brúna
og tóku sjer stöðu á árbakkanum fjandmanna
megin. Eitt og eitt skot heyrðist þó enn frá
óvinaherbúðunum. En það var eins og dáð
og stjórnsemi væri vikin frá fjandmönnunum
við faíi Tillys og Altringers.
í þessum svifum gekk vinur minn Hans al-
búni fram hjá mjer. Hann tók fast í hönd
mína og jeg mælti:
»Sjerðu konunginn? Hann er dásamlegur!«
»Svona hefi jeg sjeð hann berjast allan dag-
inn. Hann hefir gengið frá einni fallbyssunni
til annarar, miðað þeim sjálfur og hleypt af.
Jeg er viss um, að hann er búinn að skjóta
minst sextíu skotum með eigin hendi í dag.«
Hans albúni fór leiðar sinnar, en jeg hjelt
áleiðis til konungsins.
íÓ — vettu velkominn, vinur minn!« kall-