Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Síða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Síða 10
6 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. að kulur fjandrnannanna gátu hæglega náð þeim. Hann var því iðuglega í lífshættu. Morgun einn sá jeg þjón konungs statida úti fyrir tjaldi hans með hest hans og beið þess auðsæilega, að konungi þóknaðist að nota hann. Af því að jeg vissi, að konungur ljet aldrei leiða hest sinn fratn án þess áður að hafa gefið skýlausa skipun unt það, þóttist jeg vila, að nú ætlaði hann eina af þessum njósn- aiferðutn. Meðan jeg beið þess, að sjá konunginn stíga á hestbak, kom greifinn frá Brandenburg ríð- andi og nam staðar f hvamminum, þar sem tjald konungs var reist. Greifinn stökk fimlega af baki og fjekk þjóninum tauminn, en gekk inn í tjald konungs. Svo staðnæmdust tuttugu riddarar skamt frá tjaldinu. Pað var sýnilegt, að nú átti að fara vandasama og áríðandi för, því að vertju frem- ur var vandað til hennar. Konungur kom út í dyrnar ásamt greifan- um. AU-stór hópur hermanna hafði safnast saman álengdar til þess að horfa á burtför konungs, og nú gall við kátt húrraóp frá þeim. Hermenn Gústaf Aðólfs Ijetu aldrei neiít tæki- færi ónotað til þess að sýna honum, hve þeir unnu honum og dáðust að honum. Konungur þakkaði og hneigði sig lítið eitt í áttina til okkar. Jafnsnemma virtist mjer hann virða mig fyrir sjer andartak. Alveg rjett. Hann benti mjer með hendinni og jeg var ekki seinn á mjer að þjóta til hans. »Langar þig til, Flink, að verða samferða konungi þínum stuttan spöi ?« »Já, sannarlega.« »En jeg get sagt þjer það fyrirfram, að ekki er ugglaust um, að þessi för geti orðið hættu- leg. Ferðinni er heitið inn að fallbyssukjöítum fjandmannanna,* »Jeg vona, að konungi mínum hafi aldrei komið til hugar, að jeg væri hræddur.« »Nei, það verð jeg að viðurkenna. Ef þig fýsir til fararinnar, þá náðu í hest þinn og reyndu að ná okkur.« Jeg ljet ekki segja mjer þetta tvisvar sinnum, en söðlaði hest minn og náði skjótt fylgdar- liði konungs. Við hjeldum svo nær og nær borgarvíginu. Rar og á hinum rambyggilegu borgarmúrum gengu verðirnir fram og aítur. En það leit ekki út fyrir, að þeir veittu okkur neina eftir- tekt nje þeim kæmi nokkuð við ferðalag okk- ar, því að þeir virtu okkur ekki viðlits. Við hjeldum ótrauðir áfratn og vorum nú fyrir löngu innan skoímáls frá fallbysvum fjand- mannanna. Svo beygðum við út af veginum, sem við höfðum haldið eftir, og fórutn í boga umhverfis múrana, en stöðugt svo nærri þeim, að fallbyssukúlur fjandmannanna hefðu hæglega getað náð olckur. Konungur veitti nána athygli víggirðingunum og skrifaði stöðugt niður hjá sjer eiít og annað, sem honum þótti gott að muna. Pað var augljóst, að hann hafði gleymt umhverfÍHU og hvar hann var staddur, en hafði bundið hugann við það eitt, að vinna fyrir- ætlunum sínum og komast að niðurstöðum. Aðeins einu sinni heyrði jeg hann mæla við greifann: »Einkennilegt mætti það heita, ef við fynd- um aldrei leið gegnutn þessa múra. Við höf- um þó alt til þessa haft guð og lukkuna rneð okkur.« »Já,« mælti ungi greifinn frjálslega. »Jeg veit ekki um það vígi í víðri veröld, sem gæti staðist hina óviðjtjfnanlegu herkænsku Svíakon- ungs og hetjudug hermannanua hans sænsku.« »En engu að síður hefi jeg mist margt manna og ágætra hjer við Ingolstadt og er þó litlu nær, og að rjettu lagi ætti jeg að hverfa hjeðan á burt, en mig lokka stöðugt líkurnar til þess, að fá hjer ríkulegt og vænt herfang.« »Herfang? Ó — nú skil jeg! I5jer eigið við kjörfurstann. Jeg verð að segja, að það verður ánægjuleg stund, þegar hinn mikilláti Maximilian af Bæheimi stendur frammi fyrir yður sem fangi yðar.« »En það á nokkuð langí í lartd ennþá,« mælti konungur og fjell nú talið niður. Pegar hjer var komið, varð jeg þess var, að einhver útbúnaður og óvenjuleg hreyfing var í

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.