Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Blaðsíða 12
8
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
sagðiat hafa staðið á hól skamt frá, en hversu
sem hann hefði flýlt för sinni, hefði hann
komið of seint til þess að bjarga lífi landa
síns. En þegar skríllinn hefði séð hann koma,
þusti hann í allar áttir og hvarf sýnum, svo
að honum hafði ekki hepnast að ná í neinn af
þeim til þess að hefna fjelaga síns.
Allir ljetu í Ijóst heift sína og undrun. Ekki
er ólíklegt, að slegið hefði í bardaga með
þeim og bændunum, ef einhverjir þeirra hefðu
orðið á vegi þeirra.
Jeg hafði ekki tekið þátt í umræðum fjelaga
minna, þótt frásagan hefði haft djúp áhrif á
mig. Meðfram veginum, sem við fórum eftir,
var þjett skógarkjarr og runnar, og var það
góður felustaður fyrir þénna þorparalýð. Jeg
hafði því stöðuga gát á runnunum, því að
jeg bjóst við þá og þegar, að sjá grimdarlegt
andlit einhvers þorparans gægjast út á milli
greinanna.
En jeg varð hvergi var við neitt slíkt, en
jeg sá annað, sem ekki var minna ægilegt. Út
á milli greina í einum runnanum sá jeg glampa
á byssuhlaup. Jeg bjóst við að byssin væri
þarna ekki ein, heldur væri þar líka hönd,
sem styddi har.a og auga sem að miðaði henni.
Jeg spratt af hestbaki og stölck eins og kólfi
væri skotið inn í runtiann, og náði tökum á
eigar.da byssunnar einmitt i sömu andránni og
hann hleypti skotinu úr byssunni. Þessi trufl-
un varð til þess, að skotið hitti ekki hjarta
konungs, eins og því hafði verið ætlað, en
flaug langt yfir höfði konungs. En skotið varð
til þess, að konungur vaknaði upp af hugsun-
um sínum og gaf samstundis skipun um, að
stíga af hestunum og hefja leit að ódáðamann-
inum í runnunum. En áður en þessi skipun
gat orðið framkvæmd, var jeg kominn Ianga
leið burtu frá runninum, þó ekki af frjáls-
um vilja.
Því að varla var skotið riðið af, fyr en jeg
var gripinn af óteljandi höndum, meðan aðrir
sviftu mig vopnum mínum og gerðu mjer
ómögulegt að verjast.
Fljótara en orð fá lýst var jeg vafinn reip-
um, svo að jeg mátti mig hvergi hreyfa. Síð-
an var jeg hafinn á loft og borinn burt með
slíkum hraða, að hestur mundi eldci hafa farið
hraðara. Stundum var jeg borinn hátt frá jörðu,
stundum var jeg dreginn. En alt ver ferða-
lagið hið óþægilegasta, því að trjágreinar fest-
ust í fötum mínum og rifu mig í andlitið, eða
að jeg fjekk högg af steinum i götunni. En
áfram var haldið, og innan stundar vorum við
komnir langt inn í skógarþyknið. Snöggvast
var numið slaðar og sá jeg þá, að þessi flokk-
ur voru bændur og búalið, konur og karlar.
En aldrei hefi jeg sjeð jafn viðbjóðslegan hóp
manna. Klæðnaður þeirra var óhreinn og rif-
inn og daunillur, og andlit þeirra og öll per-
sóna gaf til kynna hina ítrustu eymd, en um
leið ótakmarkaða heift og ofstæki. Sumir karl-
mannanna voru svo afskræmdir, að orð fá
hvergi lýst þeim. Peir voru líkari árum en
mönnum.
Svo var haldið af stað aftur og með engu
minni hraða. Loksins eftir langa stund stað-
næmdist flokkurinn í rjóðri einu og slóð hús
í miðju rjóðrinu, sennilega skógvarðarhús, sem
reist hafði verið á friðartímunum. En hver fær
lýst undrun minni og tilfinningum, þegar mjer
varð litið á veista fjandmann minn, sem sióð
í húsdyrunum: Úlrik Apfelbaum? Var það þá
fyrirfram ákveðið, að við ættum stöðugt að
hittast, afíur og aftur, án þess að geta gert
hinum full skil?
Rað, sem særði mig mest þetta augnablik,
var það, hve hann varð glaður og ánægjuleg-
ur, þegar hann kom auga á mig. Vafalaust
munu þessir bændaræflar litla hugmynd hafa
haft um þá innri gleði, sem gagntók þorpar-
ann, þegar þeir færðu honum mig, og engan
fanga mundi Úlrik Apfelbaum hafa kosið frem-
ur en mig.
(Framhald).