Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Side 13

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Side 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 9 ¥itfirrmgurinn frá St. Eftir Philip Galen. (Framhald). Mortimer setti á sig þrjóskusvip og geispaði um leið. »Annars er best að hann komi nið- ur og dtekki með okkur. Hann á ekki að vera neinn sjúkravörður hjer.« »Jæja, ef þú endilega vilt hafa hann með, þá tak þú hann með þjer, en hann verður að vera hjá mjer á.morgun.« »A tr.orgun förum við á refaveiðar, — hann líka.c Mjer fanst nú komin tími til þess, að jeg Ijeíi mitt álit í Ijósi og mælti því rólega; »Jeg þakka yður fyrir gott boð, herra minn, en jeg ætla hvorki að drekka eða spila í kvöld, — því jeg spila aldrei og drekk mjög sjaldan. Eigi mun jeg heldur fara á refaveiðar á morg- un, því að þegar jeg hefi lokið störfum mín- um hjer, þarf jeg samstundis brott, því jeg hefi mjög áríðandi störfum að gegna. Mortimer Ijet brýr síga, en þagði. »Rakka yður fyrir«, mælti markíinn. »En þjer megið öldungis eigi fara hjeðan mjög bráðlega.* Skömmu síðar fórum við frá markíanum. Jeg fór inn á herbergi mitt, en Mortimer niður til fjelaga sir.na. — Pessa nótt vakti brytinn hjá markíanum. Tuttugasti og fyrsti kapítuli. Tvær erfðaskrár. Mjer gekk mjög ilia að sofna þessa nótt, og það var o.ðið mjög áliðin nótt, er jeg loks fjekk hvíld í örmum svefnsins. Svo komu draumarnir: Mjer virtist jeg vera með Percy í ótal lífs- hættum og sífeldum flótta — áfram, áfram þutum við án þess að við gælum staðnæmst. — Alt í einu fann jeg hann greip hönd mína — jeg vaknaði og hálfsofandi hrópað.i jeg: »Percy, — Percy! — jeg er hjernaU En um leið og jeg opnaði augun, sá jeg framan í andlit gamla brytans. Hann var ná- fölur af hræðslu og horfði á mig með ang- istaraugum. Hann stóð við rúm mitt með log- andi ljós i hendinni. »Hvað gengur á?« spurði jeg, þegar jeg var farinn að átta mig. »Guð minn góður. — Hvern hrópuðuð þjer á áðan?« »Hvað eigið þjer við?« spurði jeg. »Hrópuðuð þjer ekki Percy! Percy!?« »Svo, — gerði jeg það. Pað má vel vera. — Mig hefir verið að dreyma.« »Pað getur verið, — Já, þannig hlýtur það að vera.« »En hvað eruð þjer að gera hjer? Vilduð þjer finna mig?« »Já, herra minn. Jeg ætlaði að biðja yður að koma inn til hans hágöfgi. Hann hefir fengið eitt af verstu skelfingarköstum sínum. Pjer getið ef til vill hjálpað honum eitthvað og friðað hann.« »Er herra Mortimer hjá honum?« spurði jeg. »Nei, hann sefur. Gestir hans eru nýfarnir og þjónarnir eru rjett búnir að koma honurn í rúmið. Fyrstu klukkustundirnar verður engin leið að vekja hann, því að að hanri var mjög drukkinn.« Jeg klæddi mig í flýti, og örlítilli stundu siðar vorum við komnir inn í herbergi markí- ans. Hann lá í hægindastólnum eins og vana- lega og horfði upp í loftið. Pegar við kom- um inn, hrökk hann við. »Hver er þetta?« hvíslaði hann. 2

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.