Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1924, Síða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 11 kom Mortimer inn til mín, klæddur í veiði- mannabúning. Hann var auðiæilega í illu skapi, og er hann hafði kastað lauslega kveðju á mig, bætti hann við: »Þjer getið sjeð, að jeg er tilbúinn í veiði- förina. Klæðið þjer yður í snatri og komið með.« »Rað getur ekki verið alvara yðar, herra minn, að reyna að fá mig til að svíkja helg- ustu skyldu mína. Og jeg verð að gefa yð- ur sama svar og í gær, að jeg þakka yður mjög vel fyrir boðið, en get því miður eltki þegið það. Hans hágöfgi þarf mín með nú meira en nokkru sinni áður.« »Jæja, — jeg bjóst líka við því, að þjer vild- uð ekki koma með. Pað gerir ekkert. Rjer getið einnig gert mjer gagn hjer.« »Alveg rjett, herra minn. Það er einnig mitt álit.« »Já, — en þjer skiljið víst eigi til fullnustu við hvað jeg á. — Við skulum tala hreinskiln- islega saman. Jeg þarf að tala nokkur alvarleg orð við yður.« »Gerið svo vel og talið, jeg hlýði á,« svar- aði jeg og settist við hlið hans í legubekknum. »Jæja þá, læknir góður. Ef þjer fremur kjósið fjelagsskap föður míns en mín, þá hefi jeg auðvitað ekkert á móti því.« »Fyrirgefið, herra minn,« greip jeg fram í. »Hjer er eigi verið að ræða um, hvaða fje- lagsskap jeg frekast kýs mjer, heldur um það, hvað sje skylda mín.« »Satt er það, — jeg viðurkenni, að þjer hafið að öllu Ieyti á rjettu að standa. Og fyrst að skyldur yðar krefjast að þjer sjeuð hjer, þá er ekkert við því að segja. En jeg sagði áðan, að þjer gætuð gert mjer afarmikið gagn með því, að vera kyr hjer heima.« »Pað gleður mig. Til þess er jeg einmitt kominn hingað.* »Leyfið mjer að halda áfram máli mínu. í g®r Ijetuð þjer í ljós álit yðar á veikindum föður míns. Segið þjer mjer nú í alvöru: Hafið þjer góða von um bata? Er það áreið- anlegt?* »ÁreiðanIegt er það ekki, en miklar líkur.« »Jæja, þetta er þá yðar álit, en trúið nú orðutn mínum. Honum fer altaf síversnandi. Ofsjónir hans færast í aukana með degi hverj- um og svo mun fara, að síðast mun hann eigi geta losað sig við þær. Eruð þjer ekki á sama máli, að þetta geti komið fyrir?« »Jú, það getur komið fyrir, því miður.« »Jæja, sjáið þjer nú til. Pað er dálítið starf, sem jeg verð og vil fá hann til að Ijúka við áður en hann missir vitið algerlega.« »Og hvað er það?« spurði jeg. »Nú skal jeg segja yður það, og um leið rjetti jeg yður hönd mína til vináttu. Svo er mál með vexti, að faðir minn er víst að hugsa um að skilja við heiminn án þess að skilja eftir erfðaskrá.* Jeg varð forviða, er jeg heyrði þessi orð hans, En jeg Ijet eigi á því bera, en svar- aði rólega: »Er það nauðsynlegt, þar eð þjer eruð eini erfingi hans hágöfgi?* Jeg hvesti augun á hann um leið og jeg sagði þetta, en eigi vottaði fyrir hinni minstu svipbreytingu í andliti hans. »Rjett er það. Pað leikur enginn efi á um það,« svaraði hann. »En þó eru það nokkrir náskyldir frændur okkar, sem munu gera kröf- ur til arfsins og það er þess vegna . . . Jæja, jeg veit þjer skiljið mig.« »Fyrst að svo er mál með vexti, er það rjett, að erfðaskrá væri þarfleg. En aftur á móti álít jeg ekki, að sú stund sje nálæg, að faðir yðar verði svo, að hann eigi geti fram- kvæmt þetta.« »Pað er öruggara að treysta því eigi. Nú ætla jeg að segja yður gang málsins. Faðir minn hefir í raun og veru gert erfðaskrá fyrir nokkrum árum síðan. Er hún undirskrifuð af lögfræðing og vottum, en faðir minn hefir enn eigi ritað nafn sitt undir hana. Hvers vegna veit jeg eigi. Ef hann nú deyr án þess að gera það, er erfðaskráin ónýt, og jeg býst við, að lenda í allskonar þrasi við ættingjana, eins 2*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.